ÞÓ ÞAÐ NÚ VÆRI . . .

. . . að risarnir nýti sér markaðsráðandi stöðu.  Þannig er það alltaf í öllu og vegna þess að eina fólkið sem kemst almennilega áfram í viðskiptum eru þeir sem eru tilbúnir til að selja ömmu sína skrattanum þess vegna mun þetta alltaf verða svona  Devil

 Annars er þetta bara góð áminning til mín um að HÆTTA að versla í þessum lyfjaverslunum og fara annað með mín viðskipti.  LYFJAVER á Suðurlandsbraut er eins og Bónus lyfjaverslananna á höfuðborgarsvæðinu og eru alltaf með ódýrustu lyfin.  Þar að auki bjóða þeir uppá lyfjaskömmtun í pokum ÓKEYPIS og heimsendingu lyfja ÓKEYPIS.  Geri aðrir betur. 

 Er sjálf búin að vera í lyfjaskömmtun hjá þeim í 4 ár og það hefur aldrei klikkað að ég fái lyfin mín, fæ svo gíróseðil heim mánaðarlega og tilkynningu þegar ég þarf að endurnýja lyfseðilinn minn.  Nýlega fór ég svo að bæta vítamínum í lyfjaskömmtunina og ef mig vantar eitthvað annað með þá get ég hringt og fengið sent með næstu sendingu!  ÓKEYPIS!!!

Allir saman nú: Gefum *kít í LYFJU og LYF & HEILSU og verslum við lyfjakaupmanninn á horninu í staðinn, eins og LYFJAVER.  Allt hitt sem þessar verslanir selja getum við svo verslað í Hagkaup eða næstu snyrtivöruverslun  Cool.


mbl.is Hótuðu gjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Það er skuggalegt að heyra þessar sögur að stóru keðjurnar Lyf og heilsa og Lyfja skuli beita þessari taktík til að losna við aðila af markaðinum, er þetta Samkeppniseftirlit DAUTT ? ég vil skora að almenning að hætta að versla við þessar keðjur og leita annað, sem betur fer eru nokkrir möguleikar eins og Lyfjaver og Rima Apótek og einhver fleiri.  

Skarfurinn, 27.7.2007 kl. 11:05

2 Smámynd: Gunnlaugur Karlsson

Ég fer oft í Laugarnesapótek og fæ þar toppþjónustu. Mæli með að fleiri geri hið sama.

Gunnlaugur Karlsson, 27.7.2007 kl. 11:46

3 Smámynd: Sigrún Einars

Fluga er ekki af irk kynslóðinni

Sigrún Einars, 27.7.2007 kl. 12:18

4 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Jám, endilega versla við Lyfjaver og hina frjálsu aðilana.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 10.8.2007 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband