Halló foreldrar!

Hvernig væri nú að fara að taka smá ábyrgð á unglingunum sínum og hreinlega BANNA þeim Police að fara eftirlitslaus í útilegu um verslunarmannahelgina!  Þið foreldrar vitið nákvæmlega hvað þarna gengur á, það þýðir ekkert að vera með neina afneitun, það ber aðeins vott um gífurlega mikið ábyrgðarleysi og kæruleysi.  

Vil ekki móðga neinn og veit að flest ykkar elskið börnin ykkar út af lífinu en þegar þið leyfið þeim svona þá eruð þið hreinlega að sýna að ykkur sé nokk sama um hvað börnin ykkar upplifa.  Það eru engar reglur á útihátíðum og ALLT er leyfilegt, ekki aðstæður sem ég myndi hleypa mínum börnum í. 

Ég treysti þeim fullkomlega InLove, en ég treysti ekki ókunnugum Alien börnum*.

*Orðið börn er, í þessari færslu, samheiti fyrir afkvæmi, sama á hvað aldri þau eru.

 


mbl.is Aldurshópurinn 18-23 ára fær ekki aðgang á tjaldstæðum á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Einars

Það er bara tæknilegt atriði, börnin mín eru börnin mín, sama hversu gömul þau verða

Hinsvegar eru oft miklu yngri unglingar á þessum hátíðum og það er nú það sem ég er að tala um.  Við eigum að banna börnunum okkar þetta eins lengi og við getum og ekki láta undan hópþrýstingi.

Sigrún Einars, 31.7.2007 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband