Moggablogg eða Vísir?

Hvort er betra, Moggablogg eða Vísisblogg?

Ég er svolítið búin að vera að skoða (svolítið mikið) bæði bloggin undanfarið og mér finnst miklu meira vera að ske á Moggabloggi, held líka að það séu fleiri bloggarar á Mogganum en Vísi.  Sem er leitt því það er fullt af skemmtilegum bloggurum á Vísi eins og á Mogganum.

Annars finnst mér að allir ættu að vera vinir og Moggabloggarar eiga að heimsækja Vísibloggara og öfugt.  Það er auðvitað algjör óþarfi að vera með einhvern meting eða ríg enda er ekkert nema mismunandi smekkur manna á hvort sé þægilegra bloggumhverfi sem ræður því hvorn staðinn menn velja.  Ekki það að mér finnist vera neinn rígur þarna á milli heldur finnst mér umgangurinn mætti vera meiri.

Í því skyni nefni ég hér nokkra Vísisbloggara sem mér þykir góðir og/eða skemmtilegir og hvet ykkur meðbloggara mína á Moggabloggi að kíkja til þeirra og kynna ykkur svo Vísisbloggarar fari kannski að auka heimsóknir sínar á Moggablogg Smile

Símon Birgisson > stuttar og skemmtilegar færslur, ágætis afþreyting aflestrar.

Hallmundur > hittir ekki endilega alltaf naglann á höfuðið en gaman að lesa hamarshöggin hans!

Guðmundur Brynjólfsson > Skemmtilegur penni hann Guðmundur, góður húmor þarna í gangi.

Veleda > það eru uppi getgátur um hvort hún sé eitthvað skyld Silvíu Nótt, veit ekki meir, en fáguð er hún þó  Shocking eða hitt þó . . . .

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband