Er þetta ekki misskilningur?

Bíddu nú við.  Ég hélt að þetta mál snerist einfaldlega um það að kenna íslendingum svo góða ensku að þeir gætu tjáð sig skammarlaust í alþjóðlegum viðskiptum.  Nærtækasta dæmið um lélega ensku, þar sem hún ætti að vera a.m.k. sæmileg, er ræða Vilhjálms Þ., fyrrverandi borgarstjóra við tendrun friðarsúlunnar.  Meira að segja Björn Ingi gat ekki haldið aftur af brosinu sem stökk á varir hans við hryllilegum framburði borgarstjórans.  Þetta var hið skemmtilegasta skemmtiatriði að fylgjast með. 

Það dettur engum í hug að gera ensku að öðru tungumáli okkar og tala það í daglegu máli á vinnustöðum eða í skólum.  Þó finnst mér það sjálfsagt mál að háskólar fái að kenna ákveðna áfanga eða fög á ensku af tveimur ástæðum:

1.    Ef líkur eru á því að sú þekking sem maður nemur í sérfagi í háskóla, komi til með að nýtast manni mikið eða mest í samskiptum við erlenda aðila og/eða á erlendri grundu er engin spurning að það gefur viðkomandi mikið forskot að hafa numið þetta fag á því tungumáli sem hér um ræðir. 

2.      Auðveldara verður fyrir útlendinga að koma til Íslands að læra í hérlendum háskólum og ásókn þeirra myndi eflaust aukast verulega, vitandi það að hér geta þeir numið ákveðin fög á ensku.

 Ég elska íslensku og íslenska er mitt mál.  En það er mér lífsnauðsynlegt að kunna ensku einnig.  Og ég vil kunna ensku jafnvel og mitt eigið mál, a.m.k. nálægt því.  Góð enskukunnátta mín kemur á engan hátt niður á íslenskunni minni svo ég skil ekki hvað er athugavert við það að ég hafi kost á því að læra ensku á aðeins hærra plani með því t.d. að velja ákveðna áfanga í háskóla sem ég veit að koma til með að nýtast mér betur á ensku en íslensku.

 


mbl.is Vigdís ósátt við skilaboð um tvítyngi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband