Malbik er eins og kaffi

Ég hef einu sinni komið í Þórsmörk.  Og þvílíkt ferðalag sem það var, hrein unun og algert ævintýri, ég mun aldrei gleyma þessum degi. 

Ástæða þess að ég hef aðeins komið þangað einu sinni er sú að ég á ekki rétta farartækið.  Það er pínu svekkjandi að geta ekki séð Ísland af því að ég á ekki jeppa.  Mig verkjar í hjartað yfir öllum þeim stórkostlegu stöðum á Íslandi sem ég hef aldrei séð því ég á ekki jeppa.  En það eru líka staðir í heiminum sem ég hef aldrei komið á því ég á ekki nógu mikinn pening.  Svona er lífið.  Svekkelsi við hvert fótmál.  Ég er löngu búin að læra að horfa framhjá þeim og halda bara áfram með lífið þrátt fyrir þau.

En þvílíkt slys sem það væri að malbika upp í Þórsmörk eða nokkrar aðrar af okkar náttúruperlum.  Það má alls ekki gerast.  Ferðalagið á staðinn er alltof stór hluti upplifunarinnar af staðnum sjálfum til að svoleiðis hugleiðingar geti orðið að raunveruleika.  Akstur á malbiki er ekkert upplifelsi.  Það er bara eins og að drekka Brafa kaffibolla með sígarettu.  Sama hvað það er gott og þægilegt og það allt, þá er það samt bara venjulega hversdagslegt.

Má alls ekki ske. 


mbl.is Ekki lögð malbikuð hraðbraut í Þórsmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband