Leikfangastríð . . . allt í plati.

Var að rölta í Europris og rak augun í leikfangavélmenni, 3 eða 4 saman í pakka sem litla guttan langaði í.  Verð; 4.990.  Hugsaði með mér að ég gæti kannski fengið það ódýrara annarsstaðar.  Var líka búin að sjá Legokassa hjá vinkonu sem sagðist hafa keypt hann á 4.900, en ég mundi ekki hvar.

Svo ég fór í leiðangur, að gá að þessu dóti í þessum nýju, flottu dótabúðum í því skyni að reyna að gera góð kaup. 

Byrjaði á Just 4 Kids:  Þar fann ég sömu vélmennin á kr. 8.900.  Ódýrt my a*s.  Fann svo sama Legokassa á 7.400.  Glætan, ekki datt mér í hug að kaupa nokkuð í þessari búð.

Fór svo í Toys R Us:  Vélmennin kostuðu það sama og í Just 4 Kids og Legokassinn líka.  Jæja, svo það er bara verðsamráð í gangi hjá þessum nýju aðilum.  Og þeir eru tvöfalt dýrari en aðrir.

Endaði svo í Hagkaup: Var búin að gera fyrirfram ráð fyrir því að leikföngin yrðu dýrari þar.  Vélmennin kostuðu kr. 4.999 og Legokassinn kr. 4.790.  Takk fyrir mig, ég nennti ekki að leita lengra og keypti ALLAR gjafirnar í Hagkaup.

Vil einnig taka það fram að aðrar gjafir sem ég var að leita að; Monopoly, ákveðin Barbie dúkka og annað var allt á sama verði í þessum tveimur nýju risabúðum og a.m.k. 30% ódýrari í Hagkaup og oftast var mun meiri verðmunur.  Það eina sem kostaði það sama alls staðar var þessi blessara Barbie dúkka.

 SKILABOÐ TIL JUST4KIDS OG TOYSRUS:  Ég er bara venjulegur neytandi með þrjú börn og öll þau barnaafmæli sem þessum barnafjölda fylgja.  Ég mun aldrei gera mér ferð í ykkar verslanir nema ég finni ekki það sem ég er að leita SÉRSTAKLEGA að í Hagkaup.  Gangi ykkur svo vel í ykkar verðstríði sem ég mun ekki taka þátt í því ég læt ekki plata mig með þessum markaðssetningar trixum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband