Hjálpum þeim

Ef þessir menn eru í raun hryðjuverkamenn og bera raunverulega ábyrgð á þessum árásum sem Condi nefnir afhverju í ósköpunum er ekki búið að ákæra mennina? 

Nú hafa bandaríkjamenn haft saklausa (þartil sekt þeirra sannast) menn í haldi í Guantanamo í allt að 6 ár án þess að einu sinni birta þeim ákærur.  Nú vilja þeir loka búðunum en fara þess á leit við þjóðlönd þessara manna að þeir haldi "göfugu starfi Guantanamo" áfram!!

Bölvuð frekja alltaf hreint í þeim, loksins þegar þeir eru tilbúnir til að taka til í sínum ranni þá er það með þeim skilyrðum að aðrir taki við ruslinu þeirra  Geta þeir ekki annaðhvort birt þessum mönnum ákærur og réttað yfir þeim eða hreinlega bara sleppt þeim!! 


mbl.is Vill hjálp vegna Guantanamo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það á auðvitað að sleppa saklausum mönnum úr fangelsi. Ríki sem þarf sex ár til að leggja fram ákærur er ekki réttarríki í þessu tilviki og hefur fyrirgert þeirri kröfu að mark sé á því tekið ef það leggur fram ákærur úr þessu. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.1.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband