"Sannleikurinn" að baki Vofunni

Þetta er nú aldeilis ótrúlegt.  Hvað ef raunverulega sé um að ræða fjöldamorðingja, sem sé kona og vilji svo til að starfi í umræddri verksmiðju.  Væri það nú ekki fáránleg tilviljun.  En svo sleppur hún þar sem lögreglan telur að DNA hennar sé komið á bómullarpinnana vegna þess að hún hafi snert þá í verksmiðjunni en ekki vegna þess að það hafi raunverulega fundist á vettvangi.  Hvað ef þessi kona var bara hundleið verksmiðjugella sem dundaði sér við það í vinnunni að reyna að hugsa um hinn fullkomna glæp.  Svona til að létta sér lundina við (örugglega) hundleiðinlega vinnuna.  Og datt þetta snjallræði í hug að fremja nokkur morð en að káfa líka á nógu andskoti mörgum bómullarpinnum í vinnunni til að villa um fyrir lögreglunni.  Ætli það gæti verið . . . . .
mbl.is Eftirlýstur fjöldamorðingi væntanlega ekki til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Bíddu... afhverju er búið að slá því föstu að þetta sé KONA ? .... Síðast þegar ég vissi er flestir fjöldamorðingjar hvítir, vonsviknir karlmenn. Svo það er eins gott að þú valdir mér ekki VONBRIGÐUM með einhverju leiðindar tilsvari, annars áttu ekki von á góðu.

Brynjar Jóhannsson, 27.3.2009 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband