Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Látum gott af okkur leiða

"Allir hugsa um að breyta heiminum en enginn hugsar um að breyta sjálfum sér"

-Leo Tolstoj

 

Þetta er auðvitað sáraeinfalt og ekki mikil heimspeki, meira að segja börn geta skilið þetta.  Ég rak augun í þessa tilvitnun einhversstaðar fyrir ca. 15 árum síðan og hef lifað eftir þessum orðum síðan.  Ég er ekki að segja að ég sé best í heimi, en maður reynir Cool

 En svona án gríns, þá er maður sífellt að takast á við verkefni og vandamál sem ögra lífsviðhorfum manns; í barnauppeldinu, vinnunni, samskiptum við maka, ættingja og vini.  Þetta er eilífðarbarátta og maður er sífellt að taka ákvarðanir; "hvernig tekst ég á við þetta?" og "hvað geri ég nú?".  Niðurstaðan er alltaf sú sama; maður getur ekki verið þekktur fyrir annað en að taka rétt á málunum og bara gera það sem er rétt, sama hversu erfitt það kann að vera.  Jafnvel þó að afleiðingin sé sú að einhver fari í fýlu.  Ég get ekki borið ábyrgð á tilfinningum annara, þó ég kunni að taka viðbrögð þeirra nærri mér, en rétt skal vera rétt og hana nú.

Eitt af því sem er bara rétt er að taka þátt í skyndiaðgerðarneti Amnesty International.  Ég ætla ekki að fara mörgum orðum um það í þessum pistli, þú getur lesið um það hér ef þú hefur áhuga: www.amnesty.is/Taka_thatt/Adgerdanet/

 


Góður þessi !

Þetta er auðvitað algjört prinsipp mál, það væri skömm að því, eftir allt sem á undan er gengið og þann hrylling sem þjóðin hefur þurft að þola á alþjóðavettvangi vegna þessa máls alls, að menn myndu svo bara selja sig hæstbjóðanda. 

Hinsvegar eiga þessir sömu menn að sjá sóma sinn í því að gefa bara þessa blessuðu hvali.  Það er ekki spurning að við eigum að nýta tækifæri sem þetta til að rétta úr bakinu, maður er orðinn ansi hokinn eftir allt þetta áreiti. 

Eitthvað verður samt að gera við þessa peninga og við skulum bara krefjast þess að WSPA kaupi vatnsbrunna fyrir mannskepnur í Afríku fyrir þessar 12 millur, það myndi gera eins og 600 brunna eða svo. 

 Þó að ég sé mikill dýravinur og myndi aldrei gera flugu mein, hvað þá hval, þá finnst mér það mun mikilvægara málefni, að allir jarðarbúar hafi aðgang að hreinu vatni en að það sé nógu mikið af hvölum í sjónum.  Í alvöru, vigtið þetta tvennt; "fullt af hvölum" á móti "hreint vatn fyrir alla jarðarbúa", tekur ekki verulega í vatns megin hjá þér líka?  Sick


mbl.is WSPA bjóða ríkisstjórninni 95.000 pund fyrir tvo hvali og samning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halló!

Er ekki lágmark að banka uppá hjá fólki áður en lýst er yfir dauða þess?

 Aulavinnubrögð á heimsmælikvarða Pinch

 


mbl.is Fannst á heimili sínu eftir að hafa verið týnd í fjögur ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér kem ég

Það er víst engin "welcoming committee" á þessum bloggvef svo ég verð bara að gjöra svo vel að bjóða sjálfa mig velkomna.  Svo velkomin ég Shocking  Ég er semsagt ný á þessum bloggvef ef það skildi hafa farið framhjá þér . . . . . . 

Verð nú að segja það að mér finnst þetta ferlega leiðinlegt orð; "blogg" og vil hér með óska eftir því að þessi nefnd "hvað-hún-nú-heitir" í Háskólanum eða hvar sem hún nú er og á að finna íslensk orð yfir nýja hluti fari að koma sér að verki og skíri þetta fyrirbrigði sem ég myndi lýsa sem ofurathyglissjúku atferli homo sapiens sem verður að tala og tala þó enginn sé viðmælandinn.  Þetta heilkenni virðist hrjá fólk af öllum "tegundum" meira að segja þá sem hafa atvinnu af því að tala og fá borgað fyrir að vera í sviðsljósinu og láta taka eftir sér; stjórnmálamenn, sjónvarpsfólk og annað slíkt fólk.

Hef sjálf einhvern vott af þessu heilkenni, svo ég læt mig hafa það.  Ég ætla allavega að prófa þetta og sjá hvort ég haldi það út að sinna þessu eitthvað að ráði, ég hef allavega voðalega gaman að því að lesa annara manna blogg og mun eftir sem áður sinna því.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband