Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Rétt upp hönd sem fá borgað fyrir að blogga!

Ef einhver er að velta því fyrir sér hvort að ég eigi eitthvað líf yfir höfuð þar sem ég geri ekki annað en að hanga inni á mbl.is og blogga í gríð og erg, þá er ástæðan sú að MÉR LEIÐIST Í VINNUNNI W00t !!

Það er svo nákvæmlega EKKERT að gera þar sem allir eru í sumarfríum og þó ég sé alveg hrikalega duglega við að finna mér eitthvað að gera og dunda mér að þá hefur það gengið mjög illa í gær og í dag og allur minn tími (8 klst á dag) fer í að lesa mbl.is og visir.is aftur á bak og áfram, ergo; allar þessar bloggfærslur Sick .

Ég er meira að segja farin að gera athugasemdir við annara manna bloggfærslur, sem ég nenni yfirleitt ekki að gera.  Tek það fram að ég er ekki að vinna hjá ríkinu, svo þið getið öll andað rólega Shocking .


Auðvitað er þetta bull . . .

. . . en á meðan ég er öreigi er mér nokk sama.  Ég vil frekar berjast fyrir heimsfriði og svoleiðis smáhlutum frekar en hver fær að sjá álagninguna mína.  Enda ekkert að sjá.

Ætla samt að kíkja á eina manneskju, bara svona fyrir forvitnis sakir eða kannski frekar til að fá staðfestingu á því að ég hef rétt fyrir mér varðandi hana. . . . . .

. . . . . segi ekki meir um það Bandit


mbl.is Er álagning einkamál?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðið myndina

Þarna er Pútín örugglega aðeins að hugsa um eigin hagsmuni, hverjir þeir eru koma eflaust í ljós síðar . . . . . Halo 


mbl.is Pútín styður Fatah
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halló foreldrar!

Hvernig væri nú að fara að taka smá ábyrgð á unglingunum sínum og hreinlega BANNA þeim Police að fara eftirlitslaus í útilegu um verslunarmannahelgina!  Þið foreldrar vitið nákvæmlega hvað þarna gengur á, það þýðir ekkert að vera með neina afneitun, það ber aðeins vott um gífurlega mikið ábyrgðarleysi og kæruleysi.  

Vil ekki móðga neinn og veit að flest ykkar elskið börnin ykkar út af lífinu en þegar þið leyfið þeim svona þá eruð þið hreinlega að sýna að ykkur sé nokk sama um hvað börnin ykkar upplifa.  Það eru engar reglur á útihátíðum og ALLT er leyfilegt, ekki aðstæður sem ég myndi hleypa mínum börnum í. 

Ég treysti þeim fullkomlega InLove, en ég treysti ekki ókunnugum Alien börnum*.

*Orðið börn er, í þessari færslu, samheiti fyrir afkvæmi, sama á hvað aldri þau eru.

 


mbl.is Aldurshópurinn 18-23 ára fær ekki aðgang á tjaldstæðum á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég elska Ísland!

Eitt af þeim atriðum sem gerir Ísland svo assgoti magnað og spes.  I love my country InLove I love you to pieces !!

Á sumrin sakna ég fallegu kyrrðarinnar á dimmu vetrarkvöldi þegar allt er hvítt og bjart af þykkri og mikilli snjóþekju.  Á veturnar sakna ég björtu og lifandi sumarkvöldanna sem aldrei virðast neinn endi ætla að taka. 

Bara hreinlega dýrka þetta land, takk Guð fyrir að gefa mér Ísland Heart

 


mbl.is Snjóaði í 15° hita svo jörðin varð alhvít
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eiga menn að gera?

Það verður fróðlegt að sjá hvert þetta leiðir. . . . . erum við að horfa uppá myndun nýrrar heimsmyndar?  Rússar og arabar á móti okkur hinum?  Við erum auðvitað "Hin", verandi fræknir sitjendur á lista hinna staðföstu þjóða. 

Annars finnst mér Pútín alveg jafnhættulegur maður og Bush, þeir eru báðir gjörsamlega veruleikafirrtir og með allt of stóran skammt af mikilmennskubrjálæði, Pútín hefur samt legið í dvala en mér er ekki rótt ef hann er að skríða á fætur núna, sama hverjir hans bandamenn skyldu vera.

Hinsvegar finnst mér tími til komin að Palestínumenn finni sér stóran bróður til að hjálpa sér sem er miklu stærri en stóri ruddi og litli ruddi sem alltaf hreint eru að bögga þá.  Þeir eiga fullan rétt á því.


mbl.is Fatah óskar eftir stuðningi Rússlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hótel fyrir farangurslausa

Hef aldrei gist á Hótel Borg og því ekki reynt þetta sjálf en í ljósi nýrra upplýsinga um aðstæður get ég ekki annað en hneykslast: Hvurslags hótel er það eiginlega sem býður gestum sínum upp á að fara inn um hliðardyr eða bakdyr ef það er með farangur?!

Eins leiðinlegt og það er að skipta út gamalli og fallegri hurð þá segi ég nú bara: þó miklu fyrr hefðu verið!  Og eftir alla þessa áratugi, ég er svo hneyksluð að ég næ ekki upp í nefið á mér  W00t


mbl.is Gömlu viðarhverfihurðinni í inngangi Hótel Borgar skipt út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það má . . .

. . . alveg reyna þetta.  Þegar maður kemst upp með að tala BARA frönsku allsstaðar í heiminum þá verður maður líka að kanna hvort maður komist ekki upp með að fylgja BARA frönskum lögum allsstaðar í heiminum Alien.

Ég myndi segja að þetta séu fullkomlega eðlileg viðbrögð hjá frönskum manni og er satt að segja hissa á því að við höfum ekki fengið svona fréttir áður!


mbl.is Franskur ökuþór vísar íslenskum lögum á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórhættulegur kvöldmatur

Þeir sem hafa áhuga á að stytta líf sitt verulega en á mjög svo ánægjulegan hátt er bent á eftirfarandi uppskrift að gómsætum kvöldmat:

70 ml ólífuolía

170 gr smjör

335 gr rjómaostur

535 ml rjómi

75 gr nýrifinn parmesan ostur

1 1/2 kjúklingabringa, niðurskorin

250 gr niðursneiddir sveppir

1/2 tsk cayenne pipar

1/2 tsk saffran

3/4 tsk hvítur pipar

7 1/2 hvítlauksgeirar, kramdir

4 msk vatn

salt

mjólk

Hitið olíuna í djúpri pönnu yfir miðlungs hita. Steikið kjúklinginn í olíunni þartil hann er vel brúnaður. Bætið hvítlauk, pipar og cayenne út í pönnuna og hellið svo vatninu á. Sjóðið þartil vatnið hefur gufað upp. Setjið smjörið og saffron þræðina út í og leyfið smjörinu að bráðna. Bætið þá sveppunum við og sjóðið í smjörinu í 10 mínútur. Bætið rjómaostinum út í og þeytið vel saman við þartil hann hefur alveg samblandast smjörinu. Hellið rjómanum rólega út í og hrærið vel í inn á milli. Hrærið svo parmesan ostinum saman við og eldið þar til sósan er eins og þú vilt hafa hana. Ef hún verður of þykk má bæta smá mjólk útí til að þynna. Saltið í lokin.

Þetta á að sjálfsögðu að bera fram með fersku saladi og góðu hvítlauksbrauði.

Það skal tekið fram að Fluga stóðst ekki freistinguna og prófaði; ÞETTA ER ALGJÖRT ÆÐI!! Stórhættulegt og syndsamlega gott, svo lengi sem þetta nær ekki að kólna neitt að ráði. Verði ykkur svo að góðu W00t


ÞÓ ÞAÐ NÚ VÆRI . . .

. . . að risarnir nýti sér markaðsráðandi stöðu.  Þannig er það alltaf í öllu og vegna þess að eina fólkið sem kemst almennilega áfram í viðskiptum eru þeir sem eru tilbúnir til að selja ömmu sína skrattanum þess vegna mun þetta alltaf verða svona  Devil

 Annars er þetta bara góð áminning til mín um að HÆTTA að versla í þessum lyfjaverslunum og fara annað með mín viðskipti.  LYFJAVER á Suðurlandsbraut er eins og Bónus lyfjaverslananna á höfuðborgarsvæðinu og eru alltaf með ódýrustu lyfin.  Þar að auki bjóða þeir uppá lyfjaskömmtun í pokum ÓKEYPIS og heimsendingu lyfja ÓKEYPIS.  Geri aðrir betur. 

 Er sjálf búin að vera í lyfjaskömmtun hjá þeim í 4 ár og það hefur aldrei klikkað að ég fái lyfin mín, fæ svo gíróseðil heim mánaðarlega og tilkynningu þegar ég þarf að endurnýja lyfseðilinn minn.  Nýlega fór ég svo að bæta vítamínum í lyfjaskömmtunina og ef mig vantar eitthvað annað með þá get ég hringt og fengið sent með næstu sendingu!  ÓKEYPIS!!!

Allir saman nú: Gefum *kít í LYFJU og LYF & HEILSU og verslum við lyfjakaupmanninn á horninu í staðinn, eins og LYFJAVER.  Allt hitt sem þessar verslanir selja getum við svo verslað í Hagkaup eða næstu snyrtivöruverslun  Cool.


mbl.is Hótuðu gjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband