Og hvað?

Ég er einföld sál og nenni ekki að velta mér upp úr pólitík.  En ég er ekki þessi týpa sem bregst vel við hótunum og neita að láta traðka á mér.  Ég ber enga ábyrgð á þessari Icesave vitfirru og get á engan hátt staðið undir áhættufjárfestingum breskra ríkisborgarar og sveitarfélaga sem ekki stóðust væntingar þeirra.  Og það kemur ekki einhver kall frá Bretlandi og segir mér að ef ég borgi ekki þá hljóti ég verra af.  Hver þykist hann vera?  Hann er ekkert merkilegri pappír en hver annar og hvers vegna í ósköpunum á ég að óttast hann?  Ísland er sjálfbært land og við getum fyllilega staðið undir okkur sjálf án einhverrar góðvildar frekjuþjóða sem vilja nýta vald sitt til að fá sínu framgengt.  Ok, lífið yrði kannski ekki eins og áður var en mér er bara alveg sama, ég er Íslendingur og bý yfir aðlögunarhæfni og mitt líf mun halda áfram hvort sem þessi gamli kall er vinur minn eða ekki.

Jájá, ég veit, málið er miklu flóknara en þetta og ég skil auðvitað ekki hvað hér er í húfi, enda bara einfaldur almenningur og mér er nær að láta þetta stjórnmálahyski bara sjá um þetta mál, í mínu nafni og mínu umboði enda algjörlega verið að bera hag okkar þjóðarinnar fyrir brjósti.  En sorry stína, mér finnst þetta lið bara vera gungur, upp til hópa.  Að samþykkja ábyrgð okkar vegna Icesave vegna þess að við gætum fengið "allar hinar þjóðirnar" upp á móti okkur.  Og hvað verður þá um litla Ísland?  Við munum einangrast úti í ballarhafi og aldrei nokkurn tíma aftur eiga afturkvæmt í samfélag þjóðanna.

Djöfulsins endemis vitleysa er það!  Auðvitað verða þessir frekjuhundar bálreiðir og munu leita allra leiða til að gera okkur lífið leitt enda hafa þeir verið að bíða eftir tækifæri síðan við völtuðum yfir þá í þorskastríðinu.  En við gátum bitið þá af okkur þá og afhverju þá ekki aftur núna?  Og hefur Ísland ekki ávallt verið fyrirmynd annara þjóða?  Vorum fyrst til að viðurkenna sjálfstæði Litháen, förum ekki í stríð við aðrar þjóðir, stundum ekki rányrkju og LÁTUM EKKI STÓRÞJÓÐIR VALTA YFIR OKKUR MEÐ HÓTUNUM OG FREKJU!  Væru það ekki sterk skilaboð til samfélags þjóðanna að svona háttalag gangi bara ekki upp?  Ég er viss um að við fengjum fleiri þjóðir að baki okkur en við verðum að stíga fyrsta skrefið, við verðum að sýna kjarkinn sem býr í okkur og bjóða þessu liði birginn.

Ákvarðanir skulu ávallt teknar á réttum forsendum.  Ekki undir þrýstingi, þvingunum og hótunum, slíkar ákvarðanir eru alltaf rangar.  Íslenska þjóðin gerði ekkert af sér gagnvart Icesave sparifjáreigendum og það er það sem málið snýst um.  Ef við bara stöndum saman, staðföst og örugg í sannfæringu okkar þá mun ekkert okkur skaða, við munum standa eftir sem sterkari þjóð fyrir vikið, sama hver viðbrögð úlfanna verða.

Herra forseti, ég skora á þig að vera leiðtogi þessarar þjóðar sem hér berst fyrir lífi sínu og ganga fram fyrir skjöldu sem táknmynd þess vilja sem þjóðin hefur lýst yfir.  Við samþykkjum ekki Icesave samkomulag! 

 


mbl.is Icesave-samkomulag mikilvægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já; Tek heilshugar undir orð þín

Kristján Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 13:16

2 identicon

Mér finnst þetta svo vel skrifaður pistill að mig langar mikið frekar að hæla þér fyrir málefnalegan ritstíl (þó svo ég sé þér ekki sammála) heldur en að tala um IceSave. :D

Askur (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 13:31

3 identicon

Vel skrifað og tek heils hugar undir þetta.

Sigurgeir (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 13:38

4 Smámynd: Skúli Guðbjarnarson

Ég myndi vila sjá Ólaf skrifa undir lögin.

Geri hann það ekki verða íslenskir bankar og viðskiptajöfrar ekki hátt skrifaðir. Ég tel að við getum lifað við það. Við munum þurfa að bregðast hratt við mjög breyttum aðstæðum. Við sjálf munum þurfa að spjara okkur án vonar um bankalán eða opinbera aðstoð.

Skúli Guðbjarnarson, 4.1.2010 kl. 14:01

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Tek heilshugar undir sömuleiðis.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.1.2010 kl. 14:09

6 Smámynd: Sigrún Einars

takk, takk og takk :-) 

En Skúli.  Íslenskir banka og viðskiptajöfrar ERU ekki hátt skrifaðir hvort eð er.  Ekki einu sinni hér á landi.  Og við það lifum við og munum aðlagast því.  En það er kannski kominn tími til að læra að SPARA fyrir eyðslunni frekar en að fá LÁNAÐ fyrir henni.

Ég hef aldrei skilið hversvegna einstaklingar og fyrirtæki sem velta milljörðum þurfa að fá lánaða peninga.  Ég fæ bara nákvæmlega engan botn í það.  Þetta er bara græðgi og ekkert annað og mér finnst þeir sem sjá sig knúna til að samþykkja þetta samkomulag af ótta við einhverja útskúfun vera gungur.  Sorry Skúli ;-)

Sigrún Einars, 4.1.2010 kl. 14:51

7 Smámynd: Sigrún Einars

Og vil bæta við eftirfarandi ljóði:

Sjá dagar koma,

ár og aldir líða og enginn stöðvar tímans þunga nið.

Í djúpi hafsins duldir kraftar bíða,

hin dýpsta speki boðar líf og frið.

Í þúsund ár stóð þjóð við nyrstu voga,

mót þrautum sínum gékk hún djörf og sterk.

Á hennar himni helgar stjörnur loga,

og hennar líf er eilíft kraftaverk.

Ef einhver þekkir höfund væru þær upplýsingar vel þegnar.


Sigrún Einars, 4.1.2010 kl. 15:02

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Vel skrifaður pistill hjá þér og lýsir tilfinningum margra, ef ekki flestra íslendinga.

Axel Þór Kolbeinsson, 4.1.2010 kl. 15:12

9 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég óska eftir leyfi til að birta úrdrátt úr þessum pistli á bloggsíðu Samtaka Fullveldissinna og vísa þeim sem vilja lesa meira hingað.

Axel Þór Kolbeinsson, 4.1.2010 kl. 15:21

10 Smámynd: Umrenningur

Mikið er ég sammála þessari ungu konu. Ef konur Íslands eru eitthvað í líkingu við þessa þá geta þær haldið áfram að telja sig af víkingakyni, ef ekki þá eru þær af .....kyni. Frábær pistill og ég tel eins og Axel Þór að þú lýsir tilfinningum margra, mjög margra.

Íslandi allt

Umrenningur, 4.1.2010 kl. 15:23

11 Smámynd: Sigrún Einars

Það er þér alveg guðvelkomið Axel, maður vill auðvitað koma skilaboðum sínum sem víðast :-)

Sigrún Einars, 4.1.2010 kl. 15:24

12 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Góður pistill :)

Davíð Stefánsson orti ljóðið

mbk HH

Halldóra Hjaltadóttir, 4.1.2010 kl. 15:48

13 Smámynd: Sjóveikur

það gleður mitt hjarta og mína sál að lesa það sem þú hefur skrifað Litla Fluga  ég er svo hjartanlega sammála þér elsku Litla Flugan mín

Byltum pakkinu öllu saman í einum pakka

Kveðja, sjoveikur "á þessu öllu saman" !

Sjóveikur, 4.1.2010 kl. 19:32

14 identicon

frábær pistill og einsog talað úr mínu hjarta:)

jóhanna Gunnars (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 20:00

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hr.  Darling var nú bara að segja það efnislega,  að ef lánasamningum yrði fokkað upp núna mundi setja málið í erfiðari stöðu og slíkt væri  algjör óþarfi.

Varðandi umrædda skulbindingu þá lítur þú líka alveg framhjá að um er að ræða lágmarsks bætur sem Island hefur skuldbundið sig til að uppfylla með með innleiðingu Rammalaganna um innstæðutryggingar á EES svæðinu. 

Með innleiðingunni skuldabatt ríkið sig lagalega til að umræddum lágmarksbótum yrði framfylkt ef á reyndi og grandalausir evrópskir sparifjáreigendur voru lokkaðir til að leggja sitt pund (eða evru) inní bankann á þeim forsendum.

Þannig a lagaleg staða er zero og siðferðilegi mælirinn nálgast alkul í  þessu máli.  Því miður.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.1.2010 kl. 22:05

16 identicon

HEIR HEIR rétt skal það vera og áttu svo rétt mál að mæla tek ofan fyrir þér :)

Hundapunkarinn (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 23:17

17 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Jæja, við fengum þetta allavega í gegn. Nú er komið að því að þjóðin grafi þetta endanlega.

Árni Viðar Björgvinsson, 5.1.2010 kl. 11:22

18 identicon

Halló. Þessi skrif þín eru eitthvert það besta sem ég hef séð varðandi þetta Icesave mál.Það er kominn tími til að hinn ösköp venjulegi íslendingur tjái sig í stað þess að háma í sig fullyrðingum einhverra vitleysinga sem ganga út á það að við höfum skuldbundið okkur ,munum hafa verra af ef við samþykkjum ekki o.s frv.Allt of oft hafa  ráðamenn þjóðarinnar þótst hafa umboð til að semja um hvaðeina fyrir okkar hönd eins og til að mynda EES .Og það er svolítið kaldhæðnislegt að þótt rekja megi þessa ansk. vitleysu til EES skuldbyndinga skuli það vera ráðið að ganga alla leið og koma okkur inn í ESB.Er ekki kominn tími til að tengja?Ég er farinn úr landi með fjölskylduna og ætla EKKI að koma aftur.Ef verður gert eitthvað samkomulag um að borða þennan reikning skora ég á alla sem það geta til að koma sér úr landi.En ég þakka þér kærlega fyrir þessi skrif.Þú ert frábær.

jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband