Vaknið foreldrar

Þetta er auðvitað fáránlegt, og það sem er enn fáránlegra er að fólk skuli virkilega láta sér detta þetta í hug.  En þetta er auðvitað dæmigert fyrir þetta skilnaðarþjóðfélag sem við búum í.  Ég þekki auðvitað fullt af fráskildu fólki með börn, hver gerir það ekki, og það er alltaf sama sagan þegar skilnaður kemur upp; foreldrarnir byrja að rífast um hjá hvoru þeirra börnin eiga að búa og setningar eins og: "Ég á jafn mikinn rétt á barninu og þú" og "ég vil hafa barnið hjá mér" eru staðlaðar í skilnaðarrifrildum. 

Það er aldrei nokkurn tíman hugsað um hvaða rétt barnið á og mikil skömm að því að foreldrar geta ekki sett hagsmuni barna sinna fram yfir sína eigin.  Eitt sinn stóð ég frammi fyrir þeirri ákvörðun að flytja annaðhvort með ungt barn mitt úr landi, burt frá föður sínum sem það hafði lítil tengsl myndað við, eða að skilja barnið eftir í umsjá föður síns í þessa 8 mánuði, og gefa þeim tækifæri á að mynda tengsl sín á milli.  Þetta var erfið ákvörðun, því ég átti erfitt með að ímynda mér hvernig ég gæti SKILIÐ barnið mitt EFTIR í 8 mánuði.  En það var auðvitað bara mitt sjónarmið. 

Réttur barnsins var auðvitað sá að fá tækifæri til að mynda tengsl við BÁÐA foreldra, sama hversu mikið mér var í nöp við föðurinn.  Það var bara svo einfalt.  Ég var auðvitað sökuð um sjálfelsku og að vera með eigin hagsmuni í huga þegar ég ákvað að skilja barnið mitt eftir hjá FÖÐUR sínum þegar ég þurfti að fara og það var ekki EIN EINASTA manneskja í kringum mig sem studdi þessa ákvörðun mína, enginn sem taldi mig vera að gera rétt. 

En Guð veit hvað í hjarta mér bjó þegar þessi ákvörðun var tekin, og Hann er sá eini sem hefur vald til að dæma mig og mínar gjörðir.  Svo ég hafði ekki neinar áhyggjur, og hef ekki enn, af því hvað öðrum fannst um mína ákvörðun.

Ákvörðunin var mín og ákvörðunin var rétt.  Ég kom heim aftur, barnið var í fínu lagi og góð tengsl höfðu myndast á milli feðginanna.  Þó að samband þeirra á milli hafi verið mjög svo slitrótt síðan, þá eru sterk tilfinningatengsl enn til staðar þeirra á milli.  Og þetta tilfinningasamband er eitt það dýrmætasta sem ég hef gefið barninu mínu. 


mbl.is Ganga í tvo skóla vegna skilnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Það er nú ekki alveg rétt að "aldrei nokkurn tímann sé hugsað um hag barnsins" í skilnaðarferlum.  

Ég þekki það af eigin raun að hafa hugsað um hag barnsins þegar ég skildi við fyrri manninn minn.  Sárt var það og grátur mín megin í marga mánuði en ég huggaði mig við að ég setti hag barnsins í fyrirrúm.  Börnin voru tvö og þeim var skipt á milli okkar foreldrana.  Lengri saga að segja frá því ef ég ætti að vera nákvæm. 

Þekki annað mál mjög vel þar sem barn var "gefið"  og hagur barnsins algjörlega hafður fyrir brjósti.  Að vísu ekki skilnaðarmál en sérstakt mál þar sem mikil drykkja móður kom við sögu. 

Annars er það alveg rétt hjá þér að oft er það eigingirnir foreldranna sem ræður því hvar barnið endar í skilnaðarmálum. 

Kv. Ester

Ester Júlía, 29.8.2007 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband