Áskorun til Bakkabræðra !

Fyrir hönd allra frið- og mannelskandi einstaklinga heims skora ég á ykkur, sem atvinnurekendur í Kína, að sýna gott fordæmi og sýna kínversku starfsfólki ykkar sömu virðingu og íslensku. 

M.ö.o. fylgja ÍSLENSKUM kjarasamningum þegar samið er um réttindi þessa fólks og sýna þannig gott fordæmi, öllum þeim kínversku atvinnurekendum sem nýta starfsfólk sitt sem þræla.  Þá er ég ekki að tala um að borga þeim SÖMU laun og hér tíðkast, heldur um almenn réttindi, s.s. vinnutíma, orlof, veikindarétt, veikindi barna, uppsagnarfrest og annað slíkt.

Koma svo, Lýður og Ágúst, stígið nú fram og sýnið okkur almúganum, að til eru bissniss menn sem hugsa EKKI BARA um peninga (sbr. REI málið) heldur um hagsmuni heildarinnar.

Annars hef ég ekki raunverulegar áhyggjur af því að þið standið ykkur ekki í því stykkinu, allavega ekki ef eitthvað er að marka þetta hér:  http://www.bakkavor.com/our-people/


mbl.is Samningar undirritaðir milli ORF og stærsta lyfjafyrirtækis Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Vala Valgeirsdóttir

Já hvernig væri það? Ganga bara alla leið og votta dæmið Fair Trade.

Sigrún Vala Valgeirsdóttir, 7.10.2007 kl. 21:22

2 Smámynd: Sigrún Einars

Góður punktur Sigrún! 

Fair trade ætti að vera samheiti yfir sanngjörn viðskipti á öllum sviðum, ekki bara í kaffiframleiðslu.

(By the way, veit einhver hver selur AÐEINS Fair trade kaffi á Íslandi?  Komst að því nýlega að hvorki Kaffitár né Te og Kaffi bjóða uppá Fair trade kaffi.  Þvílíkt frat, segi ég nú bara, og svo þykjast þessir aðilar vera eitthvað merkilegri en aðrir sem selja kaffi.  I think not . . . . . . )

Sigrún Einars, 7.10.2007 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband