HVAÐ SÉRÐ ÞÚ Á ÞESSARI MYND?

Nýr meirihluti

ÉG SÉ:

1.     Margrét Sverrisdóttir veit að minnihlutinn hefði ekki átt að leggjast í eina sæng með Birni Inga en henni er alveg sama, eins lengi og hún fær að ráða einhverju.  Er því voðalega ánægð með það að vera loksins komin með einhver völd að ráði.

2.     Svandís Svavarsdóttir veit líka að hún er ekki að gera rétt með því að taka saman við Björn Inga, þó hún þykist trúa öðru.  Hún trúir því að hún geti komið mikilvægum hlutum til leiðar í stjórn og er því tilbúin til að gera rangt til að geta gert rétt.  Baráttukona sem lætur tilganginn helga meðalið.

3.     Degi B. Sigurðssyni líður eins og minnsta stráknum í bekknum sem er alltaf valinn síðastur í lið.  En núna var hann valinn fyrstur af því að hann á flestu vinina og það þykir honum mikill heiður og er rígmontinn, þó að hann reyni að fela það.  Ég sé það líka að hann er að fela annað; mér sýnist það vera leynimakk sem hann á með Birni Inga.  Hann er kominn í slagtog með honum þó hann hafi ekki verið með á nótunum frá upphafi.  Dagur á eftir að ganga erinda Björns Inga og þykjast sjálfur eiga frumkvæðið.  Bush og Blair.

4.     Björn Ingi Hrafnsson er "The Puppet Master".  Hann heldur sig bakvið tjöldin og togar í spotta hér og spotta þar og raðar upp spilunum.  Situr svo hjá og fylgist með hvort spilin falli ekki þar sem hann gerði ráð fyrir.  Hefur samið eitt heljarinnar leikrit, platað alla borgarfulltrúa til að taka þátt í því, og áhorfendur fylgjast með í blöðum og sjónvarpi.

 

GRÍMU TILNEFNINGAR FYRIR 2007:

Björn Ingi Hrafnsson fyrir bestu leikstjórn og

Björn Ingi Hrarfnsson fyrir besta frumsamda handritið og

Björn Ingi Hrafnsson fyrir besta leik í aðalhlutverki karla og

Björn Ingi Hrafnsson fyrir besta leik í aukahlutverki karla.


mbl.is Samstarfsslitin útrætt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Frábær færsla hjá þér.

Halla Rut , 19.10.2007 kl. 00:03

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Það sem ég sé eru einfaldlega pólitíkusar.  Þegar meirihluti fellur ber þeim skylda til að hysja upp um sig buxurnar og setja saman nýjan.  Þá þýðir ekkert að velta sér upp úr því sem orðið er heldur halda áfram.  Það er bara þannig.

Sjallarnir voru búnir að slátra gamla meirihlutanum og því varð til nýr.  Málið er ekkert flóknara.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 19.10.2007 kl. 01:04

3 identicon

Sammála Sigurði. Hvað hefði núverandi meirihluti átt að gera, segja nei við viljum ekki stjórna, við viljum gefa Sjálfstæðisflokknum tíma til að jafna sig svo hann verði stjórntækur og geti fengið völdin aftur, glætan. Þetta eru svo barnaleg skrif að það hálfa væri nóg, þvílíkur grátur og gnýstran tanna. Sættið ykkur bara við þetta, frjálhyggjuliðið í flokknum gerði í buxurnar og þannig er það bara.

Valsól (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 06:24

4 Smámynd: Sigrún Einars

Þetta er auðvitað skítt að skúrkurinn sleppi svona, en jú, jú, svona er þetta bara.  En það eru til aðrar leiðir.  Ég bíð t.d. eftir þeim degi að stjórnmálamaður segi af sér vegna þess að hann vill ekki taka þátt í skítaleikriti eins og þessu hér.

Eins hefði vel mátt setja Björn Inga í skammarkrókinn og kippa honum úr formennsku í öllum þessum ráðum.

Samfylkingin hefði líka getað tekið sig til og myndað stjórn með Sjálfst. mönnum með skilyrði um nýjan borgarstjóra og Villa út eða í skammarkrók.

Af hverju var þetta EINA leiðin?  Sorry, þið sem sjáið það þannig eruð bara easy going og pushovers

Það er ekkert aumkunarverðara en að taka við kjaftshöggi á þeim forsendum að það var ekkert betra í boði.  Verði ykkur að kjaftshögginu.

Sigrún Einars, 19.10.2007 kl. 09:05

5 identicon

og hvað er svona mikið skárra við að fara í stjórn með sjöllunum? Veit ekki betur en að þeir hafi verið í meirihluta og annaðhvort eru þeir þá gífurlega heimskir og létu Björn Inga plata sig illilega upp úr skónum eða stóðu fyrir þessu öllu saman og eru nú að klína því á Björn.

Hvort sem sjallarnir eru óhæfir og heimskir eða spillingarpésar þá finnst mér engin þörf á að hafa þá í stjórn.

Tek þá fram að mér er ekki vel við Björn Inga og vil helst ekkert hafa hann þarna!

En eins spurning, af hverju dettur sjálfstæðismönnum ekki í hug að líta í eigin barm? Hverjir voru það sem völdu að fara í stjórn með framsókn þegar þrír aðrir flokkar voru í boði í samsteypustjórn? They made their bed, now they have to sleep in it.

Dídí (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 12:58

6 identicon

Góð færsla og sönn.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband