Úff, hrollur

Maður á erfitt með að ímynda sér hvað aumingja börnin hafa þurft að þola.  Hvernig verða svona skrýmsli til sem fara svona með börnin okkar, þessar fallegustu verur jarðar?  En guði sé lof að þessum börnum var bjargað, vonandi er hægt að hjálpa þeim til að komast sem best frá þessu svo að a.m.k. framtíðin verði þeim bærileg.  En við svona frétt leiðir maður óneitanlega hugann að öllum þeim milljónum barna um allan heim sem aldrei er bjargað úr slíku helvíti.  Hvernig getum við bjargað ÖLLUM þessum börnum? 
mbl.is Fimm börnum bjargað úr kynlífsþrælkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Það eina sem maður getur gert er bara að þakka fyrir að það er lítið um svona á Íslandi og erfiðara fyrir þessa menn að stunda sína iðju í friði. Svo verður maður bara að passa sín eigin börn.. getum nákvæmlega ekkert gert fyrir allar þessar milljónir barna sem lenda í þessu. :S

Árni Viðar Björgvinsson, 1.9.2009 kl. 21:33

2 Smámynd: Sigrún Einars

Veistu, ég held nefninlega að þú hafir rangt fyrir þér.  Ég held að það sé óhugnanlega mikið um þetta á Íslandi, a.m.k. ef eitthvað er að marka nokkuð stöðugar fréttir um barnaníðinga í íslenskum fjölmiðlum.  Og ég er hrædd um að þau mál sem við heyrum af í fjölmiðlum eru aðeins toppurinn á ísjakanum.  Við þurfum því ekki aðeins að passa okkar eigin börn heldur öll þau börn sem í kringum okkur eru því þau börn sem lenda í þessu á Íslandi eru yfirleitt misnotuð af sínum eigin foreldrum eða stjúpforeldrum. 

Sigrún Einars, 2.9.2009 kl. 13:50

3 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Ég er ekki í neinum vafa um það að það er eitthvað um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum á Íslandi, en sökum smæðar landsins þá er engu að síður ekkert sérstaklega auðvelt að stunda kynlífsþrælkun á börnum. Ég er bjartsýnni en þú, og held að það sé ekkert 'óhugnanlega' mikið um þetta á landinu í þeirri merkingunni, þó svo að hvert einasta tilvik sé auðvitað óhugnanlegt og einu skipti of mikið. Það er langt því frá að það séu einhverjar stöðugar fréttir um íslenska barnaníðinga.. málið er bara að það er alltaf svo rosalegt í hvert skipti sem maður heyrir af svona, og það dvelur svo lengi með manni að tilfinningin er að þetta sé alltaf að gerast.

Það er alveg rétt hjá þér að það er alltaf bara brot af vandamálunum sem maður heyrir um í fréttum. Það er þekktur frasi úr viðskiptaheiminum að fyrir hvern einasta kúnna sem kvartar eru 9 aðrir sem eru óánægðir með sama hlutinn en kvarta ekki af einni eða annarri ástæðu. Þetta sama á við um glæpi, og jafnvel í enn smærra hlutfalli þar. Fyrir hvern dópsala sem er tekinn eru örugglega 20-30 aðrir sem sleppa.

Eitt vandamálið hér er hins vegar að oftast veit eitthvað fólk af þessu en gerir ekkert í því. Það vill enginn verða 'involved' í málið, og því þegir fólk bara og þolendurnir þurfa að þola hluti sem væri svo auðveldlega hægt að koma í veg fyrir. Ég hef oft heyrt af svona málum og þá heyrir maður sömu söguna.. þessi og þessi vissu af þessu en vildu ekki vita af þessu og reyndu að láta eins og þetta væri ekki satt. Óhugnanlegra verður það varla.

Árni Viðar Björgvinsson, 2.9.2009 kl. 22:20

4 Smámynd: Sigrún Einars

Já, það er víst auðveldast að gera ekki neitt.  En svo veit fólk ekkert hvernig á að bregðast við í svona málum.  Blátt áfram hafa verið með námskeið sem kenna fólki að koma auga á einkenni barna sem beitt eru ofbeldi og hvernig ber að bregðast við til að hjálpa þeim.  Ég veit að sveitarfélögin hafa eitthvað verið að senda starfsmenn sem vinna með börnum á þessi námskeið en foreldrafélögin mættu líka alveg taka þetta til skoðunar hjá sér. 

Sigrún Einars, 3.9.2009 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband