Framför

Vá, ótrúlega gaman að lesa þessa frétt.  Önnur möguleg útkoma þeirra atburða sem hér um ræðir gæti vel hafa verið á annan veg ef þetta hefði gerst annarsstaðar, t.d. í Saudi-Arabíu eða Afganistan:

"Nokkrar konur voru hengdar fyrir að stunda kynlíf utan hjónabands.  Þær höfðu þegið far með ókunnugum manni og þó hann hafi hótað þeim lífláti myndu þær ekki láta að vilja hans, að sögn yfirvalda, gátu þær sjálfum sér um kennt að hafa komið sér í þessa aðstöðu.  Þær hlutu dauðadóm fyrir ósæmilega hegðun."

Og við íslenska nauðgara segi ég bara: "Djöfull eruð þið heppnir að búa á Íslandi, því að öðrum kosti væri búið að hengja ykkur."


mbl.is Hengdur fyrir nauðganir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ehemm...

...er mögulega hægt að leiða að því líkum að ef hvalir eru farnir að deyja úr hárri elli að þá séu þeir EKKI í útrýmingarhættu?

Bara létt vangavelta svona á föstudagseftirmiðdegi...


mbl.is Synti á tíma Darwins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála!

Ég er greinilega ekki ein um þessa skoðun, sjá nánar hér.


mbl.is Vændiskonur fagna sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kínverjar skjóta... sig í fótinn

Síðast í gær las ég frétt um að Kínverska sendiráðið á Íslandi hefði kallað forsvarsmann kvikmyndahátíðarinnar RIFF inn á teppi til sín og krafist þess að einhver mynd um Tíbet yrði ekki sýnd á hátíðinni.  Í dag eru þeir að skipa Nóbelsverðlaunanefndinni fyrir.  Og þetta er bara það helsta í dag og í gær.  Ætli þeir séu með sérstakt ráðuneyti í svona verkefni?  Afskiptamálaráðherra kínverja þefar uppi atburði um heim allan sem mögulega gætu beint neikvæðu ljósi að stjórnarháttum landsins og reynir að koma í veg fyrir þá með Tölum-Aldrei-Við-Ykkur-Aftur hótunum.  Átta þeir sig ekki á því að þessi hegðun einmitt beinir neikvæðu ljósi að landi þeirra og þeim atburðum sem þeir reyna að koma í veg fyrir.  Ég var t.d. ekkert að pæla í þessari RIFF kvikmyndahátið fyrr en ég las þessa frétt í gær, þá hugsaði ég "hmmm, interesting.  Best að fara og sjá akkúrat ÞESSA mynd".  Og ég er heldur aldrei neitt að spá mikið í Nóbelsverðlaununum en nú mun ég fylgjast spennt með í þeirri von að kínverjinn umdeildi hljóti þau. 
mbl.is Kínverjar vara Nóbelsnefndina við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjúkk

Mikið þótti mér ánægjulegt að lesa þessa frétt.  Það er gott að vita að það eru ekki allir jafn speisaðir þarna og þessi eini þingmaður.  Að ætla sér að láta þær ganga undir meydómspróf til að fá að ganga í skóla?  Kommon.  Gef stjórnvöldum í Indónesíu prik fyrir að láta mannréttindi kvenna ganga framar frekjunni í þessum karlmönnum sem þykjast eiga þær.
mbl.is Hafna lögleiðingu meydómsprófs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband