Ekkert skinkusmink!

Ég púa bara á alla þessa stjórnmálafræðinga og spekúlanta sem halda að Besti flokkurinn muni leiða okkur í glötun komist þeir til valda í borginni.  Þessir menn eru ekki aðeins húmorslausir heldur kunna þeir ekki heldur að hugsa út fyrir kassann sem hugsun þeirra er stöðugt föst í, halda að þeir geti stillt öllu upp samkvæmt einhverjum formúlum.  

Þessi formúla sem þeir horfa stöðugt í hefur bara ekki virkað.  Stjórnmál, ekki aðeins á landsvísu heldur á heimsvísu, eru gegnsýrð af valdapoti og eiginhagsmunahyggju sem skilar engu til þegnanna.

Það sem Jón Gnarr & co eru að sýna fram á er að það skiptir engu máli hverju maður lofar í svona kosningabaráttu.  Þetta lið segir hvað sem er til að ná inn atkvæðum en svo er bara hending hvað staðið er við hverju sinni og fer allt eftir hvaða flokki þeir ná samstarfi með, en það val er byggt á hverjir munir færa þeim sem mest völd.

Kosningaloforð eru bara bull.  Bara orðin tóm.  Ekkert að marka þau.  Munurinn á Besta flokknum og hinum verstu er að þeir koma hreint fram og bulla heiðarlega.  Eru ekki að reyna að dulbúa bullið með einhverju skinkusminki sem allt heilvita fólk sér í gegnum.  Og fyrst það er víðtekin venja í stjórnmálum að standa ekki við kosningaloforð þá vona ég svo sannarlega að Besti flokkurinn heiðri þann sið með því að standa ekki við bullið heldur fara loksins að GERA eitthvað af viti.

Þessvegna ætla ég að kjósa Besta flokkinn, ég vil gefa Besta fólkinu færi á að sýna okkur fram á að hægt sé að stýra þessu apparati án þess að hagsmunir flokkana ráði ávallt för.


mbl.is „Fyllist von fyrir hönd borgarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

AMEN sister!

Ég myndi pottþétt kjósa þá ef ég byggi í Reykjavík. Ég hef fulla trú á ópólitískum ráðamönnum, hvort heldur sem er í borg og bæ eða í ríkisstjórn.

Árni Viðar Björgvinsson, 28.5.2010 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband