Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Ekkert skinkusmink!

Ég púa bara á alla þessa stjórnmálafræðinga og spekúlanta sem halda að Besti flokkurinn muni leiða okkur í glötun komist þeir til valda í borginni.  Þessir menn eru ekki aðeins húmorslausir heldur kunna þeir ekki heldur að hugsa út fyrir kassann sem hugsun þeirra er stöðugt föst í, halda að þeir geti stillt öllu upp samkvæmt einhverjum formúlum.  

Þessi formúla sem þeir horfa stöðugt í hefur bara ekki virkað.  Stjórnmál, ekki aðeins á landsvísu heldur á heimsvísu, eru gegnsýrð af valdapoti og eiginhagsmunahyggju sem skilar engu til þegnanna.

Það sem Jón Gnarr & co eru að sýna fram á er að það skiptir engu máli hverju maður lofar í svona kosningabaráttu.  Þetta lið segir hvað sem er til að ná inn atkvæðum en svo er bara hending hvað staðið er við hverju sinni og fer allt eftir hvaða flokki þeir ná samstarfi með, en það val er byggt á hverjir munir færa þeim sem mest völd.

Kosningaloforð eru bara bull.  Bara orðin tóm.  Ekkert að marka þau.  Munurinn á Besta flokknum og hinum verstu er að þeir koma hreint fram og bulla heiðarlega.  Eru ekki að reyna að dulbúa bullið með einhverju skinkusminki sem allt heilvita fólk sér í gegnum.  Og fyrst það er víðtekin venja í stjórnmálum að standa ekki við kosningaloforð þá vona ég svo sannarlega að Besti flokkurinn heiðri þann sið með því að standa ekki við bullið heldur fara loksins að GERA eitthvað af viti.

Þessvegna ætla ég að kjósa Besta flokkinn, ég vil gefa Besta fólkinu færi á að sýna okkur fram á að hægt sé að stýra þessu apparati án þess að hagsmunir flokkana ráði ávallt för.


mbl.is „Fyllist von fyrir hönd borgarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plástur á svöðusár

Því miður er það svo að stór hluti þeirra kvenna sem klæðist þessum fatnaði stendur í þeirri trú að þetta sé þeirra eigin vilji og að þær séu ekki kúgaðar.  Það er kannski skiljanlegt í ljósi þess að lífið er óhjákvæmilega mun auðveldara þegar skoðanir þessara kvenna samræmast skoðunum þeirra manna sem lýsa yfir eignarhaldi yfir þeim, þ.e. feðrum, bræðrum, eiginmönnum og sonum.  Þessar konur eru aldar upp við það frá fæðingu að þessi lifnaðarháttur sé sá eini rétti og sú dirfska að mynda sér sjálfstæða skoðun gæti valdið þeim ævarandi útskúfun í skástu tilfellunum, dauða í þeim verstu.

Og hvað verður þá um þessar konur sem skv. trúarbókstafnum meiga ekki láta sjá andlit sín á almannafæri?  Hætta þær þá bara að klæðast búrkum?  Nei, það verða enn einangraðri en áður og varla á það bætandi.  Hér þarf að ráðast á rót vandans og sú er hugsunarháttur karlanna í þessum samfélögum, ekki síður en hugsunarháttur kvennanna sem láta þetta yfir sig ganga.   

Ég er þeirrar trúar að framtíðin býr í æskunni og með því að hafa áhrif á börnin okkar getum við breytt framtíðinni.  Skólakerfið er best til þess fallið að hafa áhrif á börnin okkar og kenna þeim um mannréttindi og jafnrétti.  En mörgum þessara landa eru starfræktir sérstakir trúarskólar og börn þessa fólks ganga ekki í aðra skóla.  Í þessum skólum er megináhersla lögð á trúnna og fög eins og samfélagsfræði, félagsfræði, vísindi og annað sem gæti ýtt undir sjálfstæða hugsun, rökhugsun, skapandi hugsun osv.frvs. fá mun minna vægi, ef þá nokkuð.

Þau börn sem hljóta menntun sína í slíkum skólum munu bera áfram, kynslóð eftir kynslóð, þann hugsunarhátt að konan sé óæðri manninum og að hún skuli ávallt lúta hans vilja og á meðan svo er mun ekkert breytast.  

Hafa menn ekki áttað sig á því að það kann ekki góðri lukku að stýra að þvinga fólk til hlýðni?  Halda þeir virkilega að það breyti einhverju að banna þennan klæðnað?  Góðir hlutir gerast hægt og svona hugsunarhætti breytta menn ekki með því einu að setja einhver lög.  Slíkt er aðeins eins og plástur á svöðusár, algjörlega gagnslaust.


mbl.is Sektuð fyrir búrkuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband