Velkominn til Íslands

Ég verð að viðurkenna það, þó kaldhæðin sé, að ég gat ekki séð neinn húmor í þessari grein Lewis, heldur þvert á móti fannst mér skína í gegn vanþekking, neikvæðni og fordómar.  Ég gerðist því svo djörf að skrifa ritsjóra Vanity Fair og bjóða þeim að senda Lewis aftur til Íslands, í þetta sinn sem gestur á íslensku heimili (mínu s.s.) og kynnast íslenskum veruleika frá sjónarhorni einstæðrar móður með þrjú börn í miðri kreppu.  Það er skemmst frá því að segja að mér hefur enn ekki borist svar þrátt fyrir að hafa ítrekað tilboð mitt.  Ætlaði ekki einu sinni að rukka karlskömmina fyrir kostinn.  Ætli hann þori nokkuð?
mbl.is Íslendingar engir hálfvitar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djöfulsins bull er þetta!

Hvaða máli skiptir hvort manneskja sé karl eða kona?  Er það ekki hæfnin sem á að ráða?  Kynjakvóti er sorgleg staðreynd og ég vona að við getum alið börnin okkar upp í þeim hugsanahætti að kynið sé aukaatriði, að aðalatriðið sé hæfni fólks til að gegna þeim stöðum sem það er ráðið/kosið í og að eftir 100 ár verði kynjakvóti orðið úrelt fyrirbæri.

 


mbl.is Dregur framboð sitt til baka vegna kynjakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað?

Má maður ekki vera einn með Guði? 
mbl.is Ekkert jóga fyrir múslima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðu vön. . .

Við höfum verið svo vel liðin alls staðar, svo lengi og erum orðin svo góðu vön að við skiljum ekki hvað fordómar eru hryllilegir. 

En við erum betri manneskjur en svo að við látum reiði okkar bitna á fáfróðu fólki og vorkennum bara þeim sem haga sér svona, enda erum við eflaust flest sek um að hafa einhvern tíman refsað saklausri manneskju fyrir annara gjörðir vegna kynþáttar hennar, þjóðernis eða trúarbragða.

Tökum svonalöguðu með æðruleysi, fyrirgefum þessu fólki sem hagar sér svona og munum þetta næst þegar við finnum okkur í þeim aðstæðum að ætla sjálf að fara að sýna fordóma. 


mbl.is Úthýst vegna þjóðernis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Börn sem búa við ofbeldi . . .

. . .  gleymast í þessu hjálparneti.  Hver hjálpar börnunum?
mbl.is Neyðarkort fyrir konur sem sæta ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband