Færsluflokkur: Matur og drykkur
27.7.2007 | 12:43
Stórhættulegur kvöldmatur
Þeir sem hafa áhuga á að stytta líf sitt verulega en á mjög svo ánægjulegan hátt er bent á eftirfarandi uppskrift að gómsætum kvöldmat:
70 ml ólífuolía
170 gr smjör
335 gr rjómaostur
535 ml rjómi
75 gr nýrifinn parmesan ostur
1 1/2 kjúklingabringa, niðurskorin
250 gr niðursneiddir sveppir
1/2 tsk cayenne pipar
1/2 tsk saffran
3/4 tsk hvítur pipar
7 1/2 hvítlauksgeirar, kramdir
4 msk vatn
salt
mjólk
Hitið olíuna í djúpri pönnu yfir miðlungs hita. Steikið kjúklinginn í olíunni þartil hann er vel brúnaður. Bætið hvítlauk, pipar og cayenne út í pönnuna og hellið svo vatninu á. Sjóðið þartil vatnið hefur gufað upp. Setjið smjörið og saffron þræðina út í og leyfið smjörinu að bráðna. Bætið þá sveppunum við og sjóðið í smjörinu í 10 mínútur. Bætið rjómaostinum út í og þeytið vel saman við þartil hann hefur alveg samblandast smjörinu. Hellið rjómanum rólega út í og hrærið vel í inn á milli. Hrærið svo parmesan ostinum saman við og eldið þar til sósan er eins og þú vilt hafa hana. Ef hún verður of þykk má bæta smá mjólk útí til að þynna. Saltið í lokin.
Þetta á að sjálfsögðu að bera fram með fersku saladi og góðu hvítlauksbrauði.
Það skal tekið fram að Fluga stóðst ekki freistinguna og prófaði; ÞETTA ER ALGJÖRT ÆÐI!! Stórhættulegt og syndsamlega gott, svo lengi sem þetta nær ekki að kólna neitt að ráði. Verði ykkur svo að góðu
Matur og drykkur | Breytt 31.7.2007 kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)