11.3.2007 | 21:09
Hér kem ég
Það er víst engin "welcoming committee" á þessum bloggvef svo ég verð bara að gjöra svo vel að bjóða sjálfa mig velkomna. Svo velkomin ég Ég er semsagt ný á þessum bloggvef ef það skildi hafa farið framhjá þér . . . . . .
Verð nú að segja það að mér finnst þetta ferlega leiðinlegt orð; "blogg" og vil hér með óska eftir því að þessi nefnd "hvað-hún-nú-heitir" í Háskólanum eða hvar sem hún nú er og á að finna íslensk orð yfir nýja hluti fari að koma sér að verki og skíri þetta fyrirbrigði sem ég myndi lýsa sem ofurathyglissjúku atferli homo sapiens sem verður að tala og tala þó enginn sé viðmælandinn. Þetta heilkenni virðist hrjá fólk af öllum "tegundum" meira að segja þá sem hafa atvinnu af því að tala og fá borgað fyrir að vera í sviðsljósinu og láta taka eftir sér; stjórnmálamenn, sjónvarpsfólk og annað slíkt fólk.
Hef sjálf einhvern vott af þessu heilkenni, svo ég læt mig hafa það. Ég ætla allavega að prófa þetta og sjá hvort ég haldi það út að sinna þessu eitthvað að ráði, ég hef allavega voðalega gaman að því að lesa annara manna blogg og mun eftir sem áður sinna því.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 27.7.2007 kl. 10:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.