14.3.2007 | 20:13
Góður þessi !
Þetta er auðvitað algjört prinsipp mál, það væri skömm að því, eftir allt sem á undan er gengið og þann hrylling sem þjóðin hefur þurft að þola á alþjóðavettvangi vegna þessa máls alls, að menn myndu svo bara selja sig hæstbjóðanda.
Hinsvegar eiga þessir sömu menn að sjá sóma sinn í því að gefa bara þessa blessuðu hvali. Það er ekki spurning að við eigum að nýta tækifæri sem þetta til að rétta úr bakinu, maður er orðinn ansi hokinn eftir allt þetta áreiti.
Eitthvað verður samt að gera við þessa peninga og við skulum bara krefjast þess að WSPA kaupi vatnsbrunna fyrir mannskepnur í Afríku fyrir þessar 12 millur, það myndi gera eins og 600 brunna eða svo.
Þó að ég sé mikill dýravinur og myndi aldrei gera flugu mein, hvað þá hval, þá finnst mér það mun mikilvægara málefni, að allir jarðarbúar hafi aðgang að hreinu vatni en að það sé nógu mikið af hvölum í sjónum. Í alvöru, vigtið þetta tvennt; "fullt af hvölum" á móti "hreint vatn fyrir alla jarðarbúa", tekur ekki verulega í vatns megin hjá þér líka?
WSPA bjóða ríkisstjórninni 95.000 pund fyrir tvo hvali og samning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 2.5.2007 kl. 13:35 | Facebook
Athugasemdir
Góður pistill fluga og hjartanlega velkomin á bloggið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.3.2007 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.