Látum gott af okkur leiða

"Allir hugsa um að breyta heiminum en enginn hugsar um að breyta sjálfum sér"

-Leo Tolstoj

 

Þetta er auðvitað sáraeinfalt og ekki mikil heimspeki, meira að segja börn geta skilið þetta.  Ég rak augun í þessa tilvitnun einhversstaðar fyrir ca. 15 árum síðan og hef lifað eftir þessum orðum síðan.  Ég er ekki að segja að ég sé best í heimi, en maður reynir Cool

 En svona án gríns, þá er maður sífellt að takast á við verkefni og vandamál sem ögra lífsviðhorfum manns; í barnauppeldinu, vinnunni, samskiptum við maka, ættingja og vini.  Þetta er eilífðarbarátta og maður er sífellt að taka ákvarðanir; "hvernig tekst ég á við þetta?" og "hvað geri ég nú?".  Niðurstaðan er alltaf sú sama; maður getur ekki verið þekktur fyrir annað en að taka rétt á málunum og bara gera það sem er rétt, sama hversu erfitt það kann að vera.  Jafnvel þó að afleiðingin sé sú að einhver fari í fýlu.  Ég get ekki borið ábyrgð á tilfinningum annara, þó ég kunni að taka viðbrögð þeirra nærri mér, en rétt skal vera rétt og hana nú.

Eitt af því sem er bara rétt er að taka þátt í skyndiaðgerðarneti Amnesty International.  Ég ætla ekki að fara mörgum orðum um það í þessum pistli, þú getur lesið um það hér ef þú hefur áhuga: www.amnesty.is/Taka_thatt/Adgerdanet/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband