23.9.2007 | 18:27
Er einu sinni búið að jarða kallinn?
Ég á hreinlega ekki til orð yfir það hvernig mönnum getur látið sér detta það í hug að græða á dauða fólks. Og mér er bara alveg s*í*sama þó maðurinn hafi verið frægur.
Ég er semsagt hér að vísa í nýlegt fráfall Pavarotti's og svo nýju geislaplötunnar sem Skífan var að setja í sölu; Pavarotti Forever. Það þarf sko enginn að segja mér það að þessi plata var í útgáfuferli áður en kallinn gaf upp öndina, þetta er bara græðgi og ekkert annað. Hann verður ennþá dáinn eftir ár og ég hefði haldið að fólk myndi frekar kaupa disk með hans nafni "í tilefni þess að ár er liðið frá fráfalli Pavarotti's" heldur en á meðann hann er ennþá volgur.
Skamm Skífan
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.