Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Gott hjá löggunni . . .

. . . að taka af festu á þessu máli.  Það á alls ekki að vera gefa svona mönnum neina sjénsa og gott hjá löggunni að skemmileggja fyrir þeim afmælisveisluna LoL
mbl.is Ríkislögreglustjóri með viðbúnað vegna komu Vítisengla til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sniðgöngum íslenska tannlækna

Ég var að hugsa um það um daginn að kíkja til tannlæknis og láta hreinsa í mér tennurnar og fylla upp í eitt brot.  Komst þó aldrei lengra en svo að sjá það fyrir mér hvernig ég myndi, enn eina ferðina, taka upp símann, hringja í 10 tannlæknastofur til að athuga með verð og fá sama svar allsstaðar:  "Ég veit ekki hvað það kostar fyrr en ég er búinn!"

 Það er þetta sem fær mig alltaf til að fresta því að fara til tannlæknis, ég get ómögulega keypt mér þjónustu án þess að vita fyrirfram hvað hún kostar.  Og nú hef ég fengið nóg, þeir eru glæpamenn upp til hópa, þessir tannlæknar.

 Ég leyfi mér að fullyrða það vegna þess að ég hef áður auglýst eftir heiðvirðum tannlækni á fyrra bloggi, og geri það aftur hér með:

ÓSKA HÉR MEÐ EFTIR VERÐTILBOÐI Í HREINSUN Á NÁNAST ÖLLUM TÖNNUM Í FULLORÐINSKJAFTI -2 STK.  HREINSUN ÞÝÐIR: TANNSTEINSHREINSUN, BURSTUN, SKOLUN.  ÁSTAND TANNA: NÓGU SLÆMT TIL AÐ ÞURFA HREINSUNAR VIÐ EN EKKI Á KAFI Í SKÍT.  ÁSKIL MÉR RÉTT TIL AÐ TAKA HVAÐA TILBOÐI SEM ER EÐA HAFNA ÖLLUM.

ATH!  Mér er fullalvara með þessu tilboði því ég ÞARF að láta hreinsa á mér tennurnar en GERI ÞAÐ EKKI nema ég fái að vita fyrst hvað það kemur til með að kosta.

Ég mun því framvegis panta tannlæknatíma með næstu utanlandsferð og kem til með að fara með fjölskylduna, eins og hún leggur sig, til tannlæknis í utanlandsferðum hér eftir.

Þurfti einu sinni að láta fjarlægja tönn í þriðja heims ríki.  Það var ekki svo slæmt, miðað við það að um var að ræða að "RÍFA ÚR TÖNN", tók hálftíma og kostaði kr. 2.500.  Nokkrum árum síðar þurfti ég svo að láta fjarlægja tönn hér á Íslandi.  Það var ekkert skárra en á hinum staðnum, enn sama aðgerðin, að "RÍFA ÚR TÖNN", tók líka hálftíma en kostaði kr. 14.500.  Annar munur á þessum tveimur aðgerðum; í þriðja heims ríkinu spurði ég bara nágrannan hvað aðgerðin kostaði hjá hverfistannsanum og fékk verðið uppgefið, ferlega einfalt.  Á Íslandi þurfti ég að hringja á tíu staði fyrst og fá loðin svör sem voru öll á þennan veg; "ja, ca. 8-15.000, erfitt að segja fyrr en að aðgerð lokinni" og taka svo bara sjénsinn.  Endanlegt verð var svo nær hærri tölunni LoL

Þetta er bara brandari.

Frekari reynslusögur af tannlæknaheimsóknum velkomnar hér.


mbl.is Biður tannlækna að gefa ekki upp fullt verð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvenær tekur svo breytingin gildi?

Vill sá sem veit vinsamlega svara hér.
mbl.is Gleðilegt að taka kjötið heim í gegnum tollinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband