Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
20.8.2008 | 12:39
Börn sem búa við ofbeldi . . .
Neyðarkort fyrir konur sem sæta ofbeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2008 | 01:11
Office 1
Ég hef verslað við Office 1 í mörg ár og ég hef hreinlega ekki tölu á því lengur hvað ég hef kvartað oft yfir lélegum verðmerkingum í þeirri búð. Annars vegar hef ég hringt og talað beint við verslunarstjóra eða kvartað beint við starfsfólkið; oft dreg ég aumingja starfsfólkið um alla búð og læt það segja mér hvað hitt og þetta kostar, jafnvel þó ég ætli ekki að kaupa það. Ég vil bara vita hvað hlutirnir kosta!!
Afsakanirnar fyrir þessum tossaskap hafa verið af ýmsum toga en eftir áralanga og árangurslausa baráttu við að fá þessa verslun til að bæta verðmerkingar sínar þá hef ég komist að þeirri augljósu niðurstöðu að það er aðeins ein ástæða fyrir þessu: Þetta er allt með vilja gert til að koma út dýrari vörum í versluninni, því þeir VITA að neytendur kaupa hluti sem þá langar í, jafnvel enn frekar ef þeir vita ekki hvað hluturinn kostar. Þetta er svo ófyrirleitið og óforskammað að ég næ bara ekki upp í nefið á mér, ég er svo hneyksluð á svona vinnubrögðum.
Ég er þó kannski ekki mikið skárri sjálf því það hefur nokkrum sinnum komið fyrir mig einnig að starfsfólk verslunarinnar reikni vitlaust verð á tilboðsvörur, alltaf í minn hag. Á tímabili, þegar ég var sem reiðust út í þessa tossa, þá gladdist ég bara yfir því og tók við vörunni á mun lægra verði en rétt var og var bara slétt sama, í eitt skiptið fékk ég fleiri þúsund króna viðbótarafslátt út á klaufaskap starfsmanns. Ég er þó hætt þessu núna og bendi staffinu á ef það telur eitthvað vitlaust eða slær inn röng verð, það borgar sig víst að vera heiðarlegur.
En að sama skapi er ég steinhætt að versla hjá þeim vörur sem eru óverðmerktar. Annaðhvort dreg ég starfsfólkið í 10 mínútna fýluferð um búðina í hegningarskyni eða geng hreinilega framhjá vörunni og fer og kaupi hana annarsstaðar. Svo einfalt er það.
Varðandi bakaríin sem Neytendastofa hefur nú sektað fyrir lélegar verðmerkingar þá verð ég nú að segja það að ég hef aldrei komið inn í slíkt bakarí. Mér blöskrar jú alltaf verðið hjá þessum brjálæðingum, bökurunum, en það er þó alltaf sýnilegt. Það meiga þeir eiga.
Nú vil ég bara hvetja Neytendastofu til að fara rúnt í ritfangaverslanir og á tannlæknastofur, það veitir ekki af að sekta þessar okurbúllur líka, þeir eiga enga miskun skilda .
p.s. fór í dag í Office 1 að versla skóladót fyrir 3 börn; lítið af stílabókum en fullt af ritföngum, valdi ávallt hluti í ódýrari kantinum. Heildarverð: 13.000 !!!! Í fyrra kostuðu þessi innkaup mig kr. 8.000 og þá keypti ég dýrari liti og flottari og fleiri stílabækur. Ég er enn að jafna mig á þessu og skil bara ekki hvernig þetta er hægt. Tók þó eftir einu þegar heim var komið; á einum límmiðapakka var búið að breyta verðinu; úr 199 kr. í 245 kr. Jamm, verðbólga? Er það afsökunin, eða hvað? Þessi límmiðapakki var greinilega kominn í búðina löngu áður en þessi verðbólga skall á. Var þá ekki búið að greiða fyrir hann? Af hverju er hann þá allt í einu orðinn dýrari? Frekjan í þeim, ég er svo reið að það sýður á mér.
Bakarí sektuð vegna óviðunandi verðmerkinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2008 | 10:31
SÆTARI EN JAY LENO
Lengi líkt við Jay Leno | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2008 | 10:12
TIL HAMINGJU!!
Vá! Ég veit að margir segja eflaust: "aumingja fólkið" en ég get ekki annað en hugsað: "en þau heppin!"
Call me crazy
Sjöburar í Egyptalandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)