12.11.2007 | 21:32
Til hamingju íslendingar!
Loksins samlagði útlendingur sig svo íslensku þjóðfélagi að hann VAR KOSINN á þing fyrir hönd okkar hinna. Er það ekki akkúrat málið með þessa blessuðu útlendinga? Að þeir samlagist þjóðfélaginu og verði eins og við. Eru þá ekki allir sáttir? Það er kannski skýringin á því að útlendingahatararnir hafa ekki haft sig mikið í frammi hér á þessu bloggi. Önnur skýring gæti líka verið sú að hér blogga flestir undir nafni og því fáir sem þora að láta andstyggð sína á þessum "hroðalega glæp" í ljós opinberlega.
Ég segi hinsvegar (undir huldu) til hamingju Paul, til hamingju allir útlendingar á íslandi, til hamingju allir íslendingar, til hamingju ég og minn maður og mín börn.
SVONA Á ÞETTA AÐ VERA!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2007 | 10:00
Dö
![]() |
Finnski fjöldamorðinginn eftirherma? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2007 | 09:58
Tannlæknalistinn
Ég er búin að prenta út tannlæknalistann á vef Neytendasamtakanna. Ekki þennan yfir þá sem ekki vildu vera memm, heldur hinn. Með verðunum.
Takk Neytendasamtök, nú þarf ég ekki að hringja 10 símtöl án þess að vera nokkru nær í hvert sinn sem einhver fjölskyldumeðlimur þarf að fara til tannsa, nú verður bara dreginn fram listinn og valið eftir verði
Og af því að ég er komin með þennan fína lista þá nenni ég ekki lengur að eyða minni dýrmætu orku í að bölsótast yfir tannlæknum, nú er það bara þeirra mál að eiga þennan óheiðarleika sinn við sinn Guð og/eða samvisku, hvort heldur sem þeir eiga, ef þeir eiga þá annaðhvort.
Ég get þá farið að bölsótast yfir öðrum hlutum sem þarfnast bölsótunnar við.
![]() |
Tannlæknar sætta sig ekki við verðlagseftirlit TR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2007 | 09:52
Þetta gerðist ekki
![]() |
Belja féll af himnum ofan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2007 | 11:21
Hafa þær nokkuð lesið Egilssögu ...
![]() |
Aldrei upplifað annan eins dónaskap og hroka" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)