Tannlæknalistinn

Ég er búin að prenta út tannlæknalistann á vef Neytendasamtakanna.  Ekki þennan yfir þá sem ekki vildu vera memm, heldur hinn.  Með verðunum. 

Takk Neytendasamtök, nú þarf ég ekki að hringja 10 símtöl án þess að vera nokkru nær í hvert sinn sem einhver fjölskyldumeðlimur þarf að fara til tannsa, nú verður bara dreginn fram listinn og valið eftir verði Smile

Og af því að ég er komin með þennan fína lista þá nenni ég ekki lengur að eyða minni dýrmætu orku í að bölsótast yfir tannlæknum, nú er það bara þeirra mál að eiga þennan óheiðarleika sinn við sinn Guð og/eða samvisku, hvort heldur sem þeir eiga, ef þeir eiga þá annaðhvort.

Ég get þá farið að bölsótast yfir öðrum hlutum sem þarfnast bölsótunnar við. 


mbl.is Tannlæknar sætta sig ekki við verðlagseftirlit TR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband