Færsluflokkur: Bloggar

Framför

Vá, ótrúlega gaman að lesa þessa frétt.  Önnur möguleg útkoma þeirra atburða sem hér um ræðir gæti vel hafa verið á annan veg ef þetta hefði gerst annarsstaðar, t.d. í Saudi-Arabíu eða Afganistan:

"Nokkrar konur voru hengdar fyrir að stunda kynlíf utan hjónabands.  Þær höfðu þegið far með ókunnugum manni og þó hann hafi hótað þeim lífláti myndu þær ekki láta að vilja hans, að sögn yfirvalda, gátu þær sjálfum sér um kennt að hafa komið sér í þessa aðstöðu.  Þær hlutu dauðadóm fyrir ósæmilega hegðun."

Og við íslenska nauðgara segi ég bara: "Djöfull eruð þið heppnir að búa á Íslandi, því að öðrum kosti væri búið að hengja ykkur."


mbl.is Hengdur fyrir nauðganir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ehemm...

...er mögulega hægt að leiða að því líkum að ef hvalir eru farnir að deyja úr hárri elli að þá séu þeir EKKI í útrýmingarhættu?

Bara létt vangavelta svona á föstudagseftirmiðdegi...


mbl.is Synti á tíma Darwins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála!

Ég er greinilega ekki ein um þessa skoðun, sjá nánar hér.


mbl.is Vændiskonur fagna sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kínverjar skjóta... sig í fótinn

Síðast í gær las ég frétt um að Kínverska sendiráðið á Íslandi hefði kallað forsvarsmann kvikmyndahátíðarinnar RIFF inn á teppi til sín og krafist þess að einhver mynd um Tíbet yrði ekki sýnd á hátíðinni.  Í dag eru þeir að skipa Nóbelsverðlaunanefndinni fyrir.  Og þetta er bara það helsta í dag og í gær.  Ætli þeir séu með sérstakt ráðuneyti í svona verkefni?  Afskiptamálaráðherra kínverja þefar uppi atburði um heim allan sem mögulega gætu beint neikvæðu ljósi að stjórnarháttum landsins og reynir að koma í veg fyrir þá með Tölum-Aldrei-Við-Ykkur-Aftur hótunum.  Átta þeir sig ekki á því að þessi hegðun einmitt beinir neikvæðu ljósi að landi þeirra og þeim atburðum sem þeir reyna að koma í veg fyrir.  Ég var t.d. ekkert að pæla í þessari RIFF kvikmyndahátið fyrr en ég las þessa frétt í gær, þá hugsaði ég "hmmm, interesting.  Best að fara og sjá akkúrat ÞESSA mynd".  Og ég er heldur aldrei neitt að spá mikið í Nóbelsverðlaununum en nú mun ég fylgjast spennt með í þeirri von að kínverjinn umdeildi hljóti þau. 
mbl.is Kínverjar vara Nóbelsnefndina við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjúkk

Mikið þótti mér ánægjulegt að lesa þessa frétt.  Það er gott að vita að það eru ekki allir jafn speisaðir þarna og þessi eini þingmaður.  Að ætla sér að láta þær ganga undir meydómspróf til að fá að ganga í skóla?  Kommon.  Gef stjórnvöldum í Indónesíu prik fyrir að láta mannréttindi kvenna ganga framar frekjunni í þessum karlmönnum sem þykjast eiga þær.
mbl.is Hafna lögleiðingu meydómsprófs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei hættu nú alveg

Eru engin takmörk fyrir hugmyndaflugi fólks?  Maður er bara orðlaus af því að lesa þetta, aumingja konan :-(
mbl.is Með 24 nagla í líkamanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert skinkusmink!

Ég púa bara á alla þessa stjórnmálafræðinga og spekúlanta sem halda að Besti flokkurinn muni leiða okkur í glötun komist þeir til valda í borginni.  Þessir menn eru ekki aðeins húmorslausir heldur kunna þeir ekki heldur að hugsa út fyrir kassann sem hugsun þeirra er stöðugt föst í, halda að þeir geti stillt öllu upp samkvæmt einhverjum formúlum.  

Þessi formúla sem þeir horfa stöðugt í hefur bara ekki virkað.  Stjórnmál, ekki aðeins á landsvísu heldur á heimsvísu, eru gegnsýrð af valdapoti og eiginhagsmunahyggju sem skilar engu til þegnanna.

Það sem Jón Gnarr & co eru að sýna fram á er að það skiptir engu máli hverju maður lofar í svona kosningabaráttu.  Þetta lið segir hvað sem er til að ná inn atkvæðum en svo er bara hending hvað staðið er við hverju sinni og fer allt eftir hvaða flokki þeir ná samstarfi með, en það val er byggt á hverjir munir færa þeim sem mest völd.

Kosningaloforð eru bara bull.  Bara orðin tóm.  Ekkert að marka þau.  Munurinn á Besta flokknum og hinum verstu er að þeir koma hreint fram og bulla heiðarlega.  Eru ekki að reyna að dulbúa bullið með einhverju skinkusminki sem allt heilvita fólk sér í gegnum.  Og fyrst það er víðtekin venja í stjórnmálum að standa ekki við kosningaloforð þá vona ég svo sannarlega að Besti flokkurinn heiðri þann sið með því að standa ekki við bullið heldur fara loksins að GERA eitthvað af viti.

Þessvegna ætla ég að kjósa Besta flokkinn, ég vil gefa Besta fólkinu færi á að sýna okkur fram á að hægt sé að stýra þessu apparati án þess að hagsmunir flokkana ráði ávallt för.


mbl.is „Fyllist von fyrir hönd borgarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plástur á svöðusár

Því miður er það svo að stór hluti þeirra kvenna sem klæðist þessum fatnaði stendur í þeirri trú að þetta sé þeirra eigin vilji og að þær séu ekki kúgaðar.  Það er kannski skiljanlegt í ljósi þess að lífið er óhjákvæmilega mun auðveldara þegar skoðanir þessara kvenna samræmast skoðunum þeirra manna sem lýsa yfir eignarhaldi yfir þeim, þ.e. feðrum, bræðrum, eiginmönnum og sonum.  Þessar konur eru aldar upp við það frá fæðingu að þessi lifnaðarháttur sé sá eini rétti og sú dirfska að mynda sér sjálfstæða skoðun gæti valdið þeim ævarandi útskúfun í skástu tilfellunum, dauða í þeim verstu.

Og hvað verður þá um þessar konur sem skv. trúarbókstafnum meiga ekki láta sjá andlit sín á almannafæri?  Hætta þær þá bara að klæðast búrkum?  Nei, það verða enn einangraðri en áður og varla á það bætandi.  Hér þarf að ráðast á rót vandans og sú er hugsunarháttur karlanna í þessum samfélögum, ekki síður en hugsunarháttur kvennanna sem láta þetta yfir sig ganga.   

Ég er þeirrar trúar að framtíðin býr í æskunni og með því að hafa áhrif á börnin okkar getum við breytt framtíðinni.  Skólakerfið er best til þess fallið að hafa áhrif á börnin okkar og kenna þeim um mannréttindi og jafnrétti.  En mörgum þessara landa eru starfræktir sérstakir trúarskólar og börn þessa fólks ganga ekki í aðra skóla.  Í þessum skólum er megináhersla lögð á trúnna og fög eins og samfélagsfræði, félagsfræði, vísindi og annað sem gæti ýtt undir sjálfstæða hugsun, rökhugsun, skapandi hugsun osv.frvs. fá mun minna vægi, ef þá nokkuð.

Þau börn sem hljóta menntun sína í slíkum skólum munu bera áfram, kynslóð eftir kynslóð, þann hugsunarhátt að konan sé óæðri manninum og að hún skuli ávallt lúta hans vilja og á meðan svo er mun ekkert breytast.  

Hafa menn ekki áttað sig á því að það kann ekki góðri lukku að stýra að þvinga fólk til hlýðni?  Halda þeir virkilega að það breyti einhverju að banna þennan klæðnað?  Góðir hlutir gerast hægt og svona hugsunarhætti breytta menn ekki með því einu að setja einhver lög.  Slíkt er aðeins eins og plástur á svöðusár, algjörlega gagnslaust.


mbl.is Sektuð fyrir búrkuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sanngjarn dómur - þó ekki

Það hlýtur að vera ansi mikið áfall að fá haglabyssuhlaup í ennið á sér.  Get ímyndað mér að það taki langan tíma að jafna sig eftir slíka lífsreynslu.  Óskiljanlegt hvernig hann náði að loka hurðinni áður en gæjinn hleypti af, en heppinn var hann.  Þetta hlýtur að teljast sanngjarn dómur, 6 ár fyrir morðtilraun.  En ætli það sé þessi skilgreining sem ráði dóminum?  Semsagt það að þetta flokkist undir morðtilraun (misheppnaða þó), sé það sem dómurinn snýst um.  Ekki skaðinn sem gjörningurinn hefur væntanlega valdið fórnarlambinu? 

Ég er nefninlega að velta því fyrir mér hvernig hægt er að dæma kynferðisbrotamenn til léttvægari refsinga en þennan glæpamann sem hér um ræðir.  Í mínum huga er það ekki skilgreiningin á glæpnum sem á að ráða dóminum heldur fyrst og fremst skaðinn sem glæpurinn olli.  Og í ljósi þess þykja mér þessir kynferðisbrotadómar allt, alltof vægir.  Lengsti dómur sem ég man eftir í slíku máli er 5 ára fangelsi fyrir að hafa notað dætur/stjúpdætur sínar sem kynlífsdúkkur í áraraðir.  

Með fullri virðingu fyrir fórnarlambinu í þessum umrædda glæp og því sem hann hefur þurft að þola þá get ég ekki ímyndað mér að þetta sér erfiðari lífsreynsla en sú lífsreynsla sem fyrrnefndar stúlkur hafa þurft að ganga í gegnum.  Hvers vegna í ósköpunum fær þá þessi glæpamaður mun hærri dóm en hinir glæpamennirnir, sem ég tel að hafi valdið töluvert meiri skaða?

Getur einhver vinsamlegast útskýrt þessi fræði fyrir mér því ég er ekki að botna þetta. . . . . 


mbl.is Sex ára fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blæs á þig lávarður!

Get ekki annað en hlegið að vitleysunni í þessum kalli.

 

Í fyrsta lagi þá erum við ansi langt komin frá forfeðrum okkar, víkingunum, eða um 1000 ár eða svo.  Bretar hafa þó enn yfirráð yfir Kanada, Ástralíu og fleiri ríkjum sem þeir hreinlega eignuðu sér með yfirgangi og frekju.  Ekki má heldur gleyma því að þeir voru líka víkingar svo að ef við ætlum að fara að bera okkur saman þá núllast samanburðurinn út með víkingunum en þeir ná svo yfirhöndinni í ræningjatilburðum með eignarhaldi sínu á annara manna ríkjum.

Bretland: 0  -  Ísland: 1

Í öðru lagi talar hann svo um að forfeður okkar hafi ekki lagt raunhæft mat á möguleika sína þegar þeir flúðu Noreg en sjáiði bara hvað við eignuðumst flott og fallegt land.  Og eigum það ennþá, alveg sjálf!  Það má vel vera að þeir hafi ekki hugsað mjög langt þegar þeir yfirgáfu Noreg og anað kannski beint út í óvissuna en hræddir voru þeir ekki og þennan kjark höfum við blessunarlega erft.  Sagan hefur líka sýnt sig að við höfum staðið okkur bærilega, þessi litla þjóð á hraunkletti lengst úti í ballarhafi, gleymum því ekki að það er ekki langt síðan við fluttum upp úr moldarkofunum og keyptum svo Danmörk og Bretland án þess að þeir vissu hvaðan á sig stóð veðrið.  Ok, þá má auðvitað deila um lögmæti eða siðferði umræddra viðskipta en eftir stendur samt sem áður að þessir hrokagikkir eru jafn vitlausir og þeir halda fram að við séum fyrir það að hafa fallið fyrir ruglinu í útrásarvíkingunum okkar!  Sameiginleg heimska beggja þjóða núllast því út að þessu leiti.  

Staðan ennþá; Bretland: 0  -  Ísland: 1

 ÁFRAM ÍSLAND!!

 


mbl.is Hinir þrjósku Íslendingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband