Færsluflokkur: Lífstíll

Rétt upp hönd sem fá borgað fyrir að blogga!

Ef einhver er að velta því fyrir sér hvort að ég eigi eitthvað líf yfir höfuð þar sem ég geri ekki annað en að hanga inni á mbl.is og blogga í gríð og erg, þá er ástæðan sú að MÉR LEIÐIST Í VINNUNNI W00t !!

Það er svo nákvæmlega EKKERT að gera þar sem allir eru í sumarfríum og þó ég sé alveg hrikalega duglega við að finna mér eitthvað að gera og dunda mér að þá hefur það gengið mjög illa í gær og í dag og allur minn tími (8 klst á dag) fer í að lesa mbl.is og visir.is aftur á bak og áfram, ergo; allar þessar bloggfærslur Sick .

Ég er meira að segja farin að gera athugasemdir við annara manna bloggfærslur, sem ég nenni yfirleitt ekki að gera.  Tek það fram að ég er ekki að vinna hjá ríkinu, svo þið getið öll andað rólega Shocking .


Halló tannlæknar!

Hvað er þetta með tannlæknastéttina, ef ég mætti spyrja?  Og vonandi að einhver tannlæknir svari mér og útskýri hversvega í ósköpunum maður getur ekki fengið uppgefið verð í síma áður en maður pantar tíma hjá þeim. 

Svörin eru ALLTAF ferlega loðin og óskýr; "Tja, það fer eftir svo miklu, eiginlega ekki hægt að segja til um það".  Og þá segir maður: "ertu til í að gefa mér svona gróflega áætlað, svo maður hafi einhverja hugmynd?"  Og þá kemur: "Tja, það gæti verið svona á bilinu 10-20.000" 

Svo svara líka ALLTAF stelpur eða konur í símann sem geta ekki svarað einni einustu spurningu nema segja: "bíddu aðeins" fyrst og spyrja einhvern annan.  Og þá spyr maður: "Liggur ekki verðskrá frammi hjá ykkur, geturðu ekki bara lesið uppúr henni fyrir mig?"  Og þá er svarað: "Tja, hún er bara svona til viðmiðunar" eða "við erum ekki búin að setja hana fram ennþá"!!

 Ég á 3 börn og mann og oft þarf maður að panta tíma fyrir einhvern hjá tannlækni og að sjálfsögðu reynir maður að finna hagstætt verð.  Ekki mætir maður bara hjá næsta tannlækni án þess að hafa huuuuugmynd um hvað djobbið kostar, enda oft um fleiri, fleiri þúsundir að ræða og þá skiptir hver þúsundkall máli.  Og ég er ekki að ýkja þegar ég segi að ofangreindar samræður eiga sér stað við ritara tannlækna í HVERT EINASTA skipti sem ég geri þetta. 

Og alltaf endar það þannig að maður fer til tannlæknis án þess að vita verðið og fær svo ALLTAF áfall þegar kemur að greiðslu.

Þetta er ekki hægt og ég krefst þess að tannlæknar sýni okkur tanneigendum þá virðingu að gefa upp verð á þjónustu sinni, allir aðrir verða að gera það, af hverju eru tannlæknar svona sérstakir?

Ef einhver getur bent mér á tannlækni sem gefur manni upp verð fyrir þjónustuna án múðurs eða ef einhver tannlæknir er til í að gera mér tilboð í að fjarlægja endajaxl sem er farin að gægjast út en ætlar sér að ryðja niður næsta jaxli við hliðina, þá þigg ég það með þökkum Pinch


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband