Plástur á svöðusár

Því miður er það svo að stór hluti þeirra kvenna sem klæðist þessum fatnaði stendur í þeirri trú að þetta sé þeirra eigin vilji og að þær séu ekki kúgaðar.  Það er kannski skiljanlegt í ljósi þess að lífið er óhjákvæmilega mun auðveldara þegar skoðanir þessara kvenna samræmast skoðunum þeirra manna sem lýsa yfir eignarhaldi yfir þeim, þ.e. feðrum, bræðrum, eiginmönnum og sonum.  Þessar konur eru aldar upp við það frá fæðingu að þessi lifnaðarháttur sé sá eini rétti og sú dirfska að mynda sér sjálfstæða skoðun gæti valdið þeim ævarandi útskúfun í skástu tilfellunum, dauða í þeim verstu.

Og hvað verður þá um þessar konur sem skv. trúarbókstafnum meiga ekki láta sjá andlit sín á almannafæri?  Hætta þær þá bara að klæðast búrkum?  Nei, það verða enn einangraðri en áður og varla á það bætandi.  Hér þarf að ráðast á rót vandans og sú er hugsunarháttur karlanna í þessum samfélögum, ekki síður en hugsunarháttur kvennanna sem láta þetta yfir sig ganga.   

Ég er þeirrar trúar að framtíðin býr í æskunni og með því að hafa áhrif á börnin okkar getum við breytt framtíðinni.  Skólakerfið er best til þess fallið að hafa áhrif á börnin okkar og kenna þeim um mannréttindi og jafnrétti.  En mörgum þessara landa eru starfræktir sérstakir trúarskólar og börn þessa fólks ganga ekki í aðra skóla.  Í þessum skólum er megináhersla lögð á trúnna og fög eins og samfélagsfræði, félagsfræði, vísindi og annað sem gæti ýtt undir sjálfstæða hugsun, rökhugsun, skapandi hugsun osv.frvs. fá mun minna vægi, ef þá nokkuð.

Þau börn sem hljóta menntun sína í slíkum skólum munu bera áfram, kynslóð eftir kynslóð, þann hugsunarhátt að konan sé óæðri manninum og að hún skuli ávallt lúta hans vilja og á meðan svo er mun ekkert breytast.  

Hafa menn ekki áttað sig á því að það kann ekki góðri lukku að stýra að þvinga fólk til hlýðni?  Halda þeir virkilega að það breyti einhverju að banna þennan klæðnað?  Góðir hlutir gerast hægt og svona hugsunarhætti breytta menn ekki með því einu að setja einhver lög.  Slíkt er aðeins eins og plástur á svöðusár, algjörlega gagnslaust.


mbl.is Sektuð fyrir búrkuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Það eru heiftarlegar umræður um þetta í Italska bloggheiminum,og flestum finst þessi sekt allt of há.Svo er þetta rétt sem þú seigir að þær eigi eftir að einángrast enþá meira.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 4.5.2010 kl. 15:03

2 identicon

Vel mælt. Það sem er gott við búrkubann er að það sendir skilaboð til karlanna um að vesturlönd líði ekki kúgun kvenna eins og múhameðstrú boðar. En ég er sammála því að gjörbylta þarf menntum barna múslima, en það þýðir að skilja þarf Kóraninn og trúartexta í múhameðstrú og hætta að blekkja okkur með því að þessi trú boði frið, og þegar það hefur verið gert er enginn annar kostur en að banna múhameðstrú. Múhameð boðar ekkert plan B umburðarlindis og kærleika, kjarninn í þessari trú er drottnun og kúgun og fylgilag við líferni Múhameðs í einu og öllu. Annars er hér einhver besta lesning sem ég hef séð lengi um þetta ógeð:

http://prophetofdoom.net/

Brynjar (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 16:09

3 identicon

Sem manneskja sem ÞEKKIR til kvenna sem ganga með andlitsblæju þá get ég sagt þér að menntun hefur lítið að gera með ákvörðun þeirra og ekki síður karlaveldið.

Margar vinkonur mínar ganga með blæju í felum í múslimalandi sem þær búa í (!!) því foreldrar eða eiginmenn þeirra samþykkja hana ekki. Hvað finnst þér um það? Allar þær slíkar konur sem ég þekki tóku þessa ákvörðun af frjálsum og fúsum vilja og ótrúlegt sé það eru margar þær aldnar upp í vesturlöndum af foreldrum sem voru ekki múslimar, s.s. eru þær convert. Hvað hafði uppeldi þeirra að gera við akvörðun þeirra þá? Þetta eru ótrúlega gáfaðar og bjartar konur  með frjálsan huga skal ég segja þér. Þú þarft ekki að trúa mér en þetta er rauveruleiki sem ég bý við í fullum sannleika.

Íslam er mjög misskilið, eins og ég sé með komment Brynjars. En ekki baða í fáfræði, gerið ykkur greiða og lesið aðeins til, spyrjið Múslima sjálfa áður en að leggja dóm á eitthvað sem er yfirborðslega ekki skiljanlegt frá ykkar sjónarhorni. Ég bið ykkur... ! Og með því meina ég vel : ) Ég er gerði það á sínum tíma og jú, ótrúlegt sé það, ákvað að gerast Múslimi, EKKI vegna þess að ég vildi vera kúguð heldur sá ég í því sannleikann og það var enginn að ýta undir mig, þvert á móti. En þótt maður velji ekki að verða Múslimi þá hafa einstaklingar einhverja létta ábyrgð um að fræða sig áður en að dæma. Vonandi verðuru sammála....

 Þetta þurfti ég bara að segja.

Friður veri með þér.

Múslimi (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 16:40

4 identicon

Kæra Múslima. Þú hefur sjálfsagt gerst múslimi í kjölfar ástarsambands við múslimakarl, ég veit í raun ekki um aðrar trúskiptingar yfir í múhameðstrú. Ég get sagt þér að ég hef rætt við nokkrar manneskjur sem voru múslimar en yfirgáfu þetta ógeð eftir að hafa kynnt sér betur trúartextana. Sannleikurinn er nefnilega sá að Múhameð var ekkert annað en morðingi, ræningi, barnanýðingur og nauðgari. Ég tel mig ekki vera fáfróðan um þetta fyrirbæri, allavega hef ég lesið Kóraninn og mikið af öðrum trúartextum. Ég segi bara: farðu varlega með Allah og Múhameð, því fastar sem þú fylgir þeim, því meiri terroristi verður þú (þetta eru orð fyrrum múslima). Annars skaltu ekki hafa áhyggjur, Jesús mun alltaf taka við þér aftur, ólíkt Múhameð sem lét drepa alla sem vildu yfirgefa ofbeldissamfélag hans og trú.

Brynjar (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 17:37

5 identicon

 Brynjar

   Til að  byrja með, má það alveg svo til að kona gerist Múslimi eftir að hafa kynnst Múslima en það þýðir ekki að hún var þvinguð til þess. Ég þekki margar svoleiðis og aldrei myndi mér detta í hug að þær gerðu það undir þrystingi karlsins. Hversu ótrúlegt er þetta fyrir þig..?? Auðvitað er ástarsamband leið eins og önnur til að kynnast Íslam, það er ekki eins og námskeið í Íslam séu í boði á hverju götuhorni til að það gerist, og hvað með það. Það eru ótrúlega margir sem hafa gerst Múslimar eftir langa leit, það tók mig 8 mánaða rannsóknarvinnu til þess að sjá að Íslam væri rétta trúin. Það var 2 arúm SEINNA að ég kynntist manninum mínum. Og nú því meira sem ég læri, (n.b. ég er í námi í Íslamskum fræðum og Arabísku) því meira dáðist að Guði og sköpunarverki Hans. 

Ég trúi á Jesús alveg eins og ég trúi á alla hina spámennina, hvorki meira né minna. Saga spámenninna er hins vegar aðeins öðruvísi í Kóraninum en í Bibliunni. Lesið ykkur til að þið munið sjá að af hverju Íslam sé ekki "uppfinning". En ég trúi og veit fyrir víst að Muhammad var líka spámaður Guðs og það sem þú hefur að segja um hann séu lýgi, ég veit það mjög vel því ég rannsakaði málið til lengdar.

"Ef þér hafna þér (Ó Muhammad), skalt þú segja: "mér koma mín verk, og yðar verk yður. Ekki berið þér ábyrgð á mínum gerðum, né ég á gerðum yðar." Nokkrir þeirra virðast á þig hlusta. En getur þú látið hina daufdumbu heyra, jafnvel þótt þá skortir skilning? Nokkrir þeirra horfa á þig. En getur þú vísað hinum blindu til vegar, svo mjög sem þá skortir sjón? Sjá! í engu gerir Guð mönnum rangt til; sjálfir gera þeir sér rangt til. "

(Kóraninn 10:41-44)

 Veri friður með þér Brynjar.

Múslimi (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 18:08

6 identicon

Spurning til Múslimi 4.5.2010-18.08

Þekkir þú konu í múslimsku landi, sem hefur yfigefið Islam fyrir ástina og gifst krisnum manni? Ég veit að múslimskar konur hafa yfirgefið sitt heimaland og gifst erlendis. Þú veist (kannski) að múslimskur maður má giftast kristinni konu, en múslimsk kona má EKKI giftast kristnum manni.  Eða kannski ertu ekki betur að þér enn það,  að þú veist þetta ekki! Og ég segi " Í Guðanna bænum athugaðu þinn gang, áður enn það verður of seint fyrir þig".

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 20:30

7 identicon

Múslími.Það  er  ekki  fallegt  af  þér    fegra íslam  og  reyna  að  blekkja  fólk.  Þú  gefur  til kynna     íslam    umburðarlynt  og     trúfrelsi  ríki  þar  í  síðustu  málsgrein  þinni  og    trúfrelsi  ríki  þar.   Svo  er   ekki  því  það  munu  vera  einir   tíu  staðir  í   Kóraninum  þar  sem  Múhameð  hvetur   til  þess     fyrrverandi  múslímar  séu   vegnir.    Það  eru   einnig  óteljandi  staðir  í  Kóraninum  þar  sem  Múhameð   hvetur   til  stríðs  við  ,,heiðingjana“  þangað  til  þeir  játast  íslam,  borga  verndartollinn   eða  eru  dauðir.                 Auk  þess  ættirðu    vita    þú  ert   ekki  múslími   samkvæmt  skilgreiningum  Kóransins  þar  sem  þú  býrð  í  landi   ,,heiðingjanna“    þú  flokkast  sem   ,,hypocrite.“    Þú  ert  einfaldlega  ein  af  oss   heiðingjunum,  þangað  til  þú  flytur   til   múslímalands.    Vil  benda  þér  á    flytjast  til  Sádi  Arabíu  ásamt  þeim  sem  á  þig,   svo     umhverfi  ykkar    sem  hagstæðast  fyrir  íslamskar  hefðir.                 Auk  þessa  er  ég  algjörlega  mótfallinn  búrkuklæðnaði.  Ég  vil  sjá  framan  í  fólk  sem  ég  hitti  á  förnum  vegi.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 21:33

8 identicon

Langar að varpa þeirri spurningu fram hvort við hin sem erum samferðafólk þessa fólks sem vill hylja andlit sín, hvort við eigum ekki líka okkar rétt að fá að vita hver er á ferð og sjá andlit þeirra sem standa kannski upp við okkur á almannafæri. Ganga hugsanlega á eftir okkur eða setjast næst okkur í strætó eða lest svo eitthvað sé nefnt. Mín skoðun er sú að vilji þetta fólk vera í búrkum má það það að sjálfsögðu en það getur þá gert það í sínu heimalandi þar sem það er til siðs. Setji ég það ekki fyrir mig að umgangast fólk sem hylur andlit sín þá get ég farið til þessarra landa ef ég vill.

assa (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 21:52

9 identicon

" Eiginmaður hennar rétti lögreglunni skilríki þeirra hjóna en neitaði því að konan mætti lyfta blæjunni frá andlitinu svo hægt væri að bera kennsl á hana. "

Af hverju er konan sektuð fyrst að það var maðurinn sem bannaði henni að sýna andlit sitt?

Solla (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 23:17

10 Smámynd: Sigrún Einars

Mig langar til að biðja ykkur að sýna virðingu í samskiptum á blogginu mínu.  Það hafa allir rétt á að hafa skoðanir en þið sem hneigist til stórra orða meigið tóna ykkur aðeins niður og reyna að vera málefnaleg.  Taki til sín sem eiga.

Varðandi konur sem hafa sjálfar valið að ganga í búrkum þá er það allt gott og blessað og að sjálfsögðu eigum við að fá að hafa val um klæðnað okkar.  Þess vegna er ég á því að svona bann er út úr kú og er ekki til neins gagns.

Hinsvegar er ég þeirrar skoðunar að í þeim löndum þar sem íslam er ráðandi trú viðgangist heilaþvottur á massívum skala, og hefur gert í árhundruðir.  Auðvitað eru alltaf undantekningar á reglunni, ég er alls ekki að alhæfa um hverja einustu fjölskyldu í þessum löndum.  En meginreglan er sú að frjáls vilji og sjálfstæðar skoðanir séu af hinu illa og eru ekki látin viðgangast óáreitt, sérstaklega ef um konur er að ræða.  

Konur sem velja íslam af fúsum og frjálsum vilja eru að gangast við sínum sjálfstæða vilja, lifa eftir sínum eigin sjálfstæðu skoðunum en þeim er samt vorkunn því þær líta fram hjá kvenfyrirlitningunni og kúguninni sem felst í íslam og réttlæta hana með þessu tali um að hegðun karlanna stjórnist af virðingu í garð kvenna. 

Konan er hin allraheilagasta vera og hana skal ávallt koma fram við af fullri virðingu.  Þess vegna má ekki tala við hana, taka í hendina á henni, horfa á hana osv.frvs.  Og allt í lagi, ef menn vilja sýna konum virðingu með því að tala ekki við þær, snerta þær ekki, horfa ekki á þær, þá er það þeirra val.  Þeir meiga það.  En hver gefur þessum mönnum rétt til að stjórna lífi kvenna?  Já, guð.  Þessi friðsami, réttláti guð sem á sér 99 nöfn og vísa öll í hversu mikilfenglegur hann er.

En hvað ef konan tekur ákvörðun um að trúa ekki á þennan guð?  Hvað ef hún vill trúa á annan guð, eða engan guð?  Afhverju má hún það ekki?  Fólk sem gengst íslam á hönd sjálfviljugt sér ekki að konur sem fæðast inn í þessa trú fæðast réttlausar, ófrjálsar.  Það eru örlög þessara kvenna að vera eign karlanna í lífi sínu og beygja sig undir þeirra vilja.  Jú, margar þeirra eiga réttláta feður og bræður sem vilja gefa þeim frelsi og gera það jafnvel.  En við meigum ekki gleyma þeim milljónum kvenna um allan heim sem búa við það að fá aldrei, aldrei, aldrei að vera frjálsar og taka ákvarðanir um eigið líf.

Þú, kona sem gékkst á hönd íslam sjálfviljug.  Eflaust hefur þú fengið taut og skammir, jafnvel útskúfun frá einhverjum vinum og/eða fjölskyldumeðlimum.  Kannski ekki.  Hvort heldur sem er ertu frjáls til að taka þessa ákvörðun á eigin forsendum.  Það getur enginn bannað þér þetta og það mun enginn reyna að myrða þig eða pynta þig fyrir að skipta um trú.  Ólíkt konum í afganistan, íran, saudi-arabíu, indónesíu og fleiri ríkjum, ertu frjáls.  Og ef þú tekur einhvern tíman á lífsleiðinni ákvörðun um að hætta að vera múslimi þá muntu enn vera frjáls til að fylgja þeirri ákvörðun eftir og áfram muntu vera frjáls. 

Ég legg áherslu á það að börn múslima á vesturlöndum fái að ganga í almenna skóla þar sem kennt er eftir námsskrá, einstaklingsfrelsið er virt, sköpunargáfan virkt og ýtt undir sjálfstæða hugsun og jafnrétti.  Múslimskir skólar sem eyða helmingi tímans í að þylja upp úr kóraninum og hinum helmingnum í að kenna stærðfræði og arabísku skila ekki af sér sjálfstætt hugsandi fólki heldur enn fleiri heilaþvegnum einstaklingum.  Þessi börn fá ekki sama frelsi og þú hefur fengið, mín kæra.  Örlög þeirra eru þegar ráðin og framtíðin mun ekki breytast.

Sigrún Einars, 5.5.2010 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband