VERUM ÞAKKLÁT

 

 Getið þið bent mér á 1 einasta land í heiminum þar sem allt er fullkomið? 

Ísland er eina landið í heiminum þar sem þú getur sofið með svalahurðina á svefnherberginu galopna nótt eftir nótt af því að veðrið er svo gott, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af öryggi fjölskyldunnar.  Ísland er eina landið í heiminum þar sem þú getur skilið börnin þín eftir sofandi úti í vagni á meðan þú ferð inn í Bónus að versla og þú VEIST að það verður þarna ennþá þegar þú kemur til baka.  Þessir hlutir eru svo mikils virði að smáhlutir eins og hátt bensínverð, ástand þjóðvega, umferðarþungi og matarverð er eitthvað sem ég myndi velja framyfir hitt hvenær sem er.  Myndi hvergi annarsstaðar vilja búa í heiminum.  Ég er með mínar skuldir, þarf að fæða 5 manna fjölskyldu á þessu matarverði, á bíl sem er rándýrt að reka og fussa og sveia yfir ástandi þjóðvega og bensínverði en ég er hamingjusöm og örugg, og það eru börnin mín líka.

Þið sem eruð að kvarta; hættið að kvarta og byrjið að njóta, lífið er yndislegt þrátt fyrir erfiðleika  Smile


mbl.is Íslendingar hamingjusamastir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Karlsson

Auðvitað eru þetta hlutir sem eru mikilvægir en því miður að hverfa hægt og sígandi.

 Staðreyndin er sú að við erum að greiða ótrúlega mikið í "vitleysu" eins og t.d óþarfa sendiráð, illa mannaða leikskóla, illa rekið heilbrigðiskerfi, ofelda alþingismenn og ofdekruð einkafyrirtæki m.a banka.

Hvað fáum við í staðinn. Afhverju erum við ekki með almenningsgarða og eins fallegt umhverfi eins og t.d í Danmörku. Við greiðum fullt í skatt?

 Hver eru okkar lífsgæði?

Gunnlaugur Karlsson, 16.7.2007 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband