Komið hreint fram?

Að henda ömmu á öskuhaugana er svo fáránlega ruglað að manni gæti ekki einu sinni látið sér detta slíkt í hug.....eða hvað?

Er það ekki staðreynd að illa sé komið fram við aldraða á Íslandi í dag?  Ætla að sjálfsögðu ekki að alhæfa um þetta, en staðreynd er það samt sem áður að slíkt á sér stað á stundum.  Og enn verra að margir aldraðir einstaklingar á Íslandi hafa verið yfirgefnir af fjölskyldum sínum.  Á Íslandi þarf maður ekki að fara með ömmu á öskuhaugana þegar hún er orðin of gömul, maður hættir bara að heimsækja hana.  Þá er það bara búið.

Því vil ég biðja þau ykkar sem eruð nú að hneykslast á þessari framkomu en eigið sjálf ömmu sem þið hafið hætt að heimsækja að athuga það að ykkar framkoma er ekkert mikið skárri.  Eini munurinn er sá að sjálfum ykkur líður mikið betur, þið hafið það ekki á samviskunni að hafa fleygt ömmu gömlu á haugana og reynið að segja sjálfum ykkur og öðrum að þið hafið bara ekki tíma til að sinna henni á meðan þetta indverska fólk þarf að lifa með því að hafa raunverulega farið með ömmu á haugana, ekkert hægt að fegra það neitt.  Munurinn fyrir ömmuna er hinsvegar mjög lítill.  Amma sem hefur verið yfirgefin; hvort heldur sem er á öskuhaugunum eða sínu eigin heimili er örugglega alveg í rusli  Heart

ÁFRAM AMMA!!  (ps. orðið "amma" er hér samheiti yfir ömmur, afa, langömmur, langafa, mömmur, pabba, mömmur, frænkur, frændur og alla sem orðnir eru gamlir og öðrum háðir)


mbl.is Ömmu hent á haugana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband