Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
14.1.2008 | 15:14
Í alvöru talað . . .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2008 | 14:49
Var mig að dreyma . . .
. . . eða er Mogginn ekki með á nótunum?
"Síðast var framið verslunarrán í Reykjavík í byrjun desember og tókst að hafa uppi á tveim grunuðum ræningjum samdægurs og endurheimta ránsfenginn".
Á milli jóla og nýárs var framið vopnað rán í 11-11 á Grensásvegi; maður með skíðagrímu á höfðinu ógnaði 15 ára afgreiðslustúlku með stórum veiðihníf með göddum á og rændi 10.000 krónum úr kassanum. Hann komst undan með ránsfenginn og hef ég ekki heyrt fréttir af því að hann hafi náðst. Eru Moggamenn búnir að gleyma þessum glæp eða var mig bara að dreyma?
Ég bý í þessu hverfi og hef sent börnin mín í þessa hverfisverslun okkar óteljandi sinnum að sækja mjólk og brauð og svoleiðis smotterí. Þó ég hafi ekki sent þau svona seint að kvöldi þá ákvað ég samt, eftir þetta fyrra rán, að þau færu framvegis út í Hagkaup í Skeifunni eftir smotteríinu ef ég kæmist ekki sjálf. Fyrir tveimur kvöldum síðan þurfti ég svo sjálf að fara út í búð eftir þessu smotterí og get ekki leynt því að mér var pínu órótt þegar ég renndi upp að búðinni um tíuleytið, varð hugsað til ránsins þarna um daginn. En svo hugsaði ég með mér að varla yrðu framin tvö rán í sömu búðinni með tveggja vikna millibili og fór bara inn og sinnti mínu erindi.
Og svo er framið annað vopnað rán í þessari sömu búð, tveimur vikum síðar. Því miður 11-11 fólk, ég er hætt að versla hjá ykkur, þið munið ekki sjá mig þarna framar.
Annars myndi ég vilja benda rannsóknarlögreglumönnum á það að fyrir rúmum mánuði síðan varð ég vitni að því þegar u.þ.b. 5 karlmenn á aldrinum 20-35 ára gengu askvaðandi niður Grensásveginn, fyrir ofan Miklubraut, niður að Kebabhúsinu neðst á Grensásvegi. Þeir voru ýmist á peysunni eða bolnum og einn var á hlýralausum bol í frostinu. Tveir þeirra voru vopnaðir löngu stálröri og einhverju öðru barefli úr tré og fas þeirra sýndi greinileg merki þess að þeir hefðu rokið út úr húsi og væru á leið í bardaga, örkuðu áfram, voru æstir og ógnandi. Við sáum þessa sömu menn svo tíu mínútum síðar fyrir utan Kebab húsið þar sem fjöldaslagsmál voru í uppsiglingu og tveir lögreglumenn reyndu að skakka leikinn. Þessi "uppsigling" stóð yfir í einhvern hálftíma án þess að til átaka kæmi, svo allt virðist þetta nú hafa endað vel í þetta sinn.
Athyglisvert þótti mér að við heyrðum enga íslensku í þessum látum, aðeins austur-evrópsk tungumál og við það brá mér óneitanlega. Eru austur-evrópsk glæpagengi flutt í hverfið mitt?
Tveimur vikum síðar er svo framið vopnað rán í hverfisversluninni minni og tveimur vikum eftir það, enn annað vopnað rán í sömu búðinni.
Eru einhver tengsl hér á milli?
Vopnað rán í 11-11 verslun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2008 | 11:17
Jafnvel þó maki sé til staðar . . .
. . . inni á heimilinu vilja börnin samt óskipta athygli manns. Svo að þessu leytinu til er enginn munur á því að vera einstæður eða í sambúð. Að vísu getur maður, með "góðri samvisku" skorið niður af tíma sínum með börnunum vitandi það að hitt foreldrið bætir það upp ef það er til staðar en börnin gera ekki slíkan greinarmun svo slík ráðstöfun er aðeins til að friða okkar samvisku.
Nauðsyn þess að finna jafnvægi á millli heimilis og einkalífs er jafn mikil, hvort sem maður er einstæður eður ei. Því miður er það samt of svo að fólk í "mikilvægum" stöðum sker oft verulega niður tíma sinn með fjölskyldu til að sinna vinnunni og réttlætir það með því að starf þeirra sé svo mikilvægt.
Eitt sinn las ég viðtal við ungan bissnes mann sem hafði byggt upp eitt stærsta fyrirtæki landsins á örskömmum tíma og var á meðal þeirra lang efnuðustu. Stór hluti viðtalsins fór í að ræða um starfið, árangurinn og framtíðarsýnina. Svo var maðurinn spurður um fjölskyldustöðu og þá kom í ljós að hann átti tvö ung börn, á leikskólaaldri og þó að eiginkonan væri einnig útivinnandi að þá lenti það oftast á henni að koma börnunum í og úr leikskóla og sinna þeim þar sem hans starf var greinilega mun mikilvægara en hennar. Tjáði hann blaðamanni hversu leiður hann væri yfir því að geta ekki eytt tíma með börnum sínum en svona væri þetta, fórnir þyrftu að færa.
Að endingu kom svo listi yfir öll áhugamál hans sem hann stundaði reglulega; golf og mótorhjólaakstur (hvorugt áhugamál sem gerir ráð fyrir leikskólabörnum) og einnig kom hann því að að hann og frúin færu reglulega til útlanda saman til að styrkja sambandið.
Það sem ég las út úr þessari grein var að börnin hans væru bara hluti af myndinni og að allt annað væri þeim mikilvægara í þessari röð;
1. starfið
2. áhugamálin
3. eiginkonan.
En hann réttætir vanrækslu barna sinna væntanlega með því að mamman veiti þeim svo mikið af tíma sínum að hann kemst þá upp með mun minna. Aumingja maðurinn að vita ekki betur.
Erfitt hlutskipti að vera einstæð móðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)