Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
7.9.2009 | 16:42
Já sæll!
Er þetta ekki til fullmikils ætlast af manninum? Og hvað gerir maður þegar hundurinn étur heimavinnuna? Það er enginn afsláttur veittur á svoleiðis afsökunum, maður verður bara að vinna hana uppá nýtt. Ég sé mig í anda fara í næsta banka og krefast þess að bankinn afhendi mér 5.000 kall (dem, afhverju eigum við ekki 50.000 króna seðil) afþví að hundurinn minn gleypti hann með húð og hár. Væri fullmikil hræsni af minni hálfu þar sem ég geri börnin mín ábyrg fyrir því að passa skóna sína því við VITUM að hundurinn étur þá. Kræst, sumt fólk á bara ekkert líf.
Kötturinn át 500 evruseðil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2009 | 14:36
Úff, hrollur
Maður á erfitt með að ímynda sér hvað aumingja börnin hafa þurft að þola. Hvernig verða svona skrýmsli til sem fara svona með börnin okkar, þessar fallegustu verur jarðar? En guði sé lof að þessum börnum var bjargað, vonandi er hægt að hjálpa þeim til að komast sem best frá þessu svo að a.m.k. framtíðin verði þeim bærileg. En við svona frétt leiðir maður óneitanlega hugann að öllum þeim milljónum barna um allan heim sem aldrei er bjargað úr slíku helvíti. Hvernig getum við bjargað ÖLLUM þessum börnum?
Fimm börnum bjargað úr kynlífsþrælkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)