Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
16.2.2010 | 16:43
Sanngjarn dómur - þó ekki
Það hlýtur að vera ansi mikið áfall að fá haglabyssuhlaup í ennið á sér. Get ímyndað mér að það taki langan tíma að jafna sig eftir slíka lífsreynslu. Óskiljanlegt hvernig hann náði að loka hurðinni áður en gæjinn hleypti af, en heppinn var hann. Þetta hlýtur að teljast sanngjarn dómur, 6 ár fyrir morðtilraun. En ætli það sé þessi skilgreining sem ráði dóminum? Semsagt það að þetta flokkist undir morðtilraun (misheppnaða þó), sé það sem dómurinn snýst um. Ekki skaðinn sem gjörningurinn hefur væntanlega valdið fórnarlambinu?
Ég er nefninlega að velta því fyrir mér hvernig hægt er að dæma kynferðisbrotamenn til léttvægari refsinga en þennan glæpamann sem hér um ræðir. Í mínum huga er það ekki skilgreiningin á glæpnum sem á að ráða dóminum heldur fyrst og fremst skaðinn sem glæpurinn olli. Og í ljósi þess þykja mér þessir kynferðisbrotadómar allt, alltof vægir. Lengsti dómur sem ég man eftir í slíku máli er 5 ára fangelsi fyrir að hafa notað dætur/stjúpdætur sínar sem kynlífsdúkkur í áraraðir.
Með fullri virðingu fyrir fórnarlambinu í þessum umrædda glæp og því sem hann hefur þurft að þola þá get ég ekki ímyndað mér að þetta sér erfiðari lífsreynsla en sú lífsreynsla sem fyrrnefndar stúlkur hafa þurft að ganga í gegnum. Hvers vegna í ósköpunum fær þá þessi glæpamaður mun hærri dóm en hinir glæpamennirnir, sem ég tel að hafi valdið töluvert meiri skaða?
Getur einhver vinsamlegast útskýrt þessi fræði fyrir mér því ég er ekki að botna þetta. . . . .
Sex ára fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)