31.7.2007 | 13:00
Skoðið myndina
Þarna er Pútín örugglega aðeins að hugsa um eigin hagsmuni, hverjir þeir eru koma eflaust í ljós síðar . . . . .
![]() |
Pútín styður Fatah |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.7.2007 | 12:20
Halló foreldrar!
Hvernig væri nú að fara að taka smá ábyrgð á unglingunum sínum og hreinlega BANNA þeim að fara eftirlitslaus í útilegu um verslunarmannahelgina! Þið foreldrar vitið nákvæmlega hvað þarna gengur á, það þýðir ekkert að vera með neina afneitun, það ber aðeins vott um gífurlega mikið ábyrgðarleysi og kæruleysi.
Vil ekki móðga neinn og veit að flest ykkar elskið börnin ykkar út af lífinu en þegar þið leyfið þeim svona þá eruð þið hreinlega að sýna að ykkur sé nokk sama um hvað börnin ykkar upplifa. Það eru engar reglur á útihátíðum og ALLT er leyfilegt, ekki aðstæður sem ég myndi hleypa mínum börnum í.
Ég treysti þeim fullkomlega , en ég treysti ekki ókunnugum
börnum*.
*Orðið börn er, í þessari færslu, samheiti fyrir afkvæmi, sama á hvað aldri þau eru.
![]() |
Aldurshópurinn 18-23 ára fær ekki aðgang á tjaldstæðum á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.7.2007 | 08:57
Ég elska Ísland!
Eitt af þeim atriðum sem gerir Ísland svo assgoti magnað og spes. I love my country I love you to pieces !!
Á sumrin sakna ég fallegu kyrrðarinnar á dimmu vetrarkvöldi þegar allt er hvítt og bjart af þykkri og mikilli snjóþekju. Á veturnar sakna ég björtu og lifandi sumarkvöldanna sem aldrei virðast neinn endi ætla að taka.
Bara hreinlega dýrka þetta land, takk Guð fyrir að gefa mér Ísland
![]() |
Snjóaði í 15° hita svo jörðin varð alhvít |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2007 | 08:49
Hvað eiga menn að gera?
Það verður fróðlegt að sjá hvert þetta leiðir. . . . . erum við að horfa uppá myndun nýrrar heimsmyndar? Rússar og arabar á móti okkur hinum? Við erum auðvitað "Hin", verandi fræknir sitjendur á lista hinna staðföstu þjóða.
Annars finnst mér Pútín alveg jafnhættulegur maður og Bush, þeir eru báðir gjörsamlega veruleikafirrtir og með allt of stóran skammt af mikilmennskubrjálæði, Pútín hefur samt legið í dvala en mér er ekki rótt ef hann er að skríða á fætur núna, sama hverjir hans bandamenn skyldu vera.
Hinsvegar finnst mér tími til komin að Palestínumenn finni sér stóran bróður til að hjálpa sér sem er miklu stærri en stóri ruddi og litli ruddi sem alltaf hreint eru að bögga þá. Þeir eiga fullan rétt á því.
![]() |
Fatah óskar eftir stuðningi Rússlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.7.2007 kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2007 | 13:14
Hótel fyrir farangurslausa
Hef aldrei gist á Hótel Borg og því ekki reynt þetta sjálf en í ljósi nýrra upplýsinga um aðstæður get ég ekki annað en hneykslast: Hvurslags hótel er það eiginlega sem býður gestum sínum upp á að fara inn um hliðardyr eða bakdyr ef það er með farangur?!
Eins leiðinlegt og það er að skipta út gamalli og fallegri hurð þá segi ég nú bara: þó miklu fyrr hefðu verið! Og eftir alla þessa áratugi, ég er svo hneyksluð að ég næ ekki upp í nefið á mér
![]() |
Gömlu viðarhverfihurðinni í inngangi Hótel Borgar skipt út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 31.7.2007 kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)