27.7.2007 | 13:05
Það má . . .
. . . alveg reyna þetta. Þegar maður kemst upp með að tala BARA frönsku allsstaðar í heiminum þá verður maður líka að kanna hvort maður komist ekki upp með að fylgja BARA frönskum lögum allsstaðar í heiminum .
Ég myndi segja að þetta séu fullkomlega eðlileg viðbrögð hjá frönskum manni og er satt að segja hissa á því að við höfum ekki fengið svona fréttir áður!
![]() |
Franskur ökuþór vísar íslenskum lögum á bug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 31.7.2007 kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.7.2007 | 12:43
Stórhættulegur kvöldmatur
Þeir sem hafa áhuga á að stytta líf sitt verulega en á mjög svo ánægjulegan hátt er bent á eftirfarandi uppskrift að gómsætum kvöldmat:
70 ml ólífuolía
170 gr smjör
335 gr rjómaostur
535 ml rjómi
75 gr nýrifinn parmesan ostur
1 1/2 kjúklingabringa, niðurskorin
250 gr niðursneiddir sveppir
1/2 tsk cayenne pipar
1/2 tsk saffran
3/4 tsk hvítur pipar
7 1/2 hvítlauksgeirar, kramdir
4 msk vatn
salt
mjólk
Hitið olíuna í djúpri pönnu yfir miðlungs hita. Steikið kjúklinginn í olíunni þartil hann er vel brúnaður. Bætið hvítlauk, pipar og cayenne út í pönnuna og hellið svo vatninu á. Sjóðið þartil vatnið hefur gufað upp. Setjið smjörið og saffron þræðina út í og leyfið smjörinu að bráðna. Bætið þá sveppunum við og sjóðið í smjörinu í 10 mínútur. Bætið rjómaostinum út í og þeytið vel saman við þartil hann hefur alveg samblandast smjörinu. Hellið rjómanum rólega út í og hrærið vel í inn á milli. Hrærið svo parmesan ostinum saman við og eldið þar til sósan er eins og þú vilt hafa hana. Ef hún verður of þykk má bæta smá mjólk útí til að þynna. Saltið í lokin.
Þetta á að sjálfsögðu að bera fram með fersku saladi og góðu hvítlauksbrauði.
Það skal tekið fram að Fluga stóðst ekki freistinguna og prófaði; ÞETTA ER ALGJÖRT ÆÐI!! Stórhættulegt og syndsamlega gott, svo lengi sem þetta nær ekki að kólna neitt að ráði. Verði ykkur svo að góðu
Matur og drykkur | Breytt 31.7.2007 kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2007 | 10:32
ÞÓ ÞAÐ NÚ VÆRI . . .
. . . að risarnir nýti sér markaðsráðandi stöðu. Þannig er það alltaf í öllu og vegna þess að eina fólkið sem kemst almennilega áfram í viðskiptum eru þeir sem eru tilbúnir til að selja ömmu sína skrattanum þess vegna mun þetta alltaf verða svona
Annars er þetta bara góð áminning til mín um að HÆTTA að versla í þessum lyfjaverslunum og fara annað með mín viðskipti. LYFJAVER á Suðurlandsbraut er eins og Bónus lyfjaverslananna á höfuðborgarsvæðinu og eru alltaf með ódýrustu lyfin. Þar að auki bjóða þeir uppá lyfjaskömmtun í pokum ÓKEYPIS og heimsendingu lyfja ÓKEYPIS. Geri aðrir betur.
Er sjálf búin að vera í lyfjaskömmtun hjá þeim í 4 ár og það hefur aldrei klikkað að ég fái lyfin mín, fæ svo gíróseðil heim mánaðarlega og tilkynningu þegar ég þarf að endurnýja lyfseðilinn minn. Nýlega fór ég svo að bæta vítamínum í lyfjaskömmtunina og ef mig vantar eitthvað annað með þá get ég hringt og fengið sent með næstu sendingu! ÓKEYPIS!!!
Allir saman nú: Gefum *kít í LYFJU og LYF & HEILSU og verslum við lyfjakaupmanninn á horninu í staðinn, eins og LYFJAVER. Allt hitt sem þessar verslanir selja getum við svo verslað í Hagkaup eða næstu snyrtivöruverslun .
![]() |
Hótuðu gjaldþroti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.7.2007 | 16:13
Læknar eru bara menn
... eða konur, en þið vitið hvað ég meina. Þeir eru allaveg ekki Guð.
Þessvegna get ég ómögulega lagt allt mitt traust á lækna og fylgt þeim í blindni. Stundum verður maður að vera frekur og krefjast rannsókna eða meðferða sem maður telur að nauðsyn sé á, maður getur þá allavega sagt eftir á að maður hafi reynt. Ábyrgðin er samt sem áður alltaf læknisins og hans starfsfólks en það auðveldar manni ekki að vinna úr hlutunum eftir á að vera með það á samviskunni að hafa verið of feiminn til að tala hreint út við lækninn.
"Hvað ef ég hefði sagt þetta eða hitt???"
![]() |
Læknamistök leiddu til dauða barns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.7.2007 kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2007 | 16:07
Mikið var að beljan bar . . .
Tími til kominn að einhver láti sig hafa það að kíkja þarna niður til Afríku, mæli með því að Ingibjörg Sólrun láti Darfur verða sitt næsta stopp þegar hún er búin þarna fyrir austan.
Svo finnst mér líka að við eigum að GERA EITTHVAÐ fyrir þetta fólk, en ekki bara að vorkenna þeim. Ég myndi vilja sjá 20-30 fjölskyldur fluttar hingað sem flóttamenn og þá helst barnmargar fjölskyldur. Aumingja börnin eiga allt það góða skilið sem okkar elsku börn fá í þessu Guðsblessaða landi okkar. Verum nú góð og deilum því með öðrum. Annað eins höfum við gert fyrir fjölskyldur frá Víetnam, Austur-Evrópu, Suður-Ameríku og nú ætti að vera komið að Afríku.
![]() |
Sarkozy og Brown saman til Darfur? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.7.2007 kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)