Ég er stolt valkyrja

Nú rignir yfir okkur fúkyrðum og skammaryrðum alls staðar að úr heiminum og óneitanlega fer um mann við að lesa allar þessar hótanir sem eru til þess ætlaðar að hræða okkur enn frekar.

En ég hef staðið frammi fyrir hótunum og kúgun og þó hjartað hafi hamast í brjósti mér hef ég blásið á þær.  Ég læt ekki buga mig með yfirgangi og frekju.  Og þó að eitthvað hafi orðið úr fyrrnefndum hótunum horfði ég samt björtum augum fram á veginn og með dyggum stuðningi ættingja og vina stóð ég þær af mér og í dag er ég sterkari kona en ég var áður.

Forsetanum okkar var greinilega órótt þegar hann las upp yfirlýsingu sína í morgun og á köflum hélt ég að hann myndi bresta í grát, enda var hann í gífurlega erfiðri aðstöðu.  En hann fylgdi sannfæringu sinni og má hann vita að að baki honum stendur stolt þjóð víkinga og valkyrja sem eru tilbúin að berjast með honum fyrir sannfæringu okkar allra.

Öxar við ána, árdags í ljóma,

upp rísi þjóðlið og skipist í sveit.

Skjótum upp fána, skært lúðrar hljóma,

skundum á Þingvöll og treystum vor heit.

Fram, fram, aldrei að víkja.

Fram, fram, bæði menn og fljóð.

Tengjumst tryggðarböndum,

tökum saman höndum,

stríðum, vinnum vorri þjóð

 Ef ég ætti flaggstöng myndi ég flagga í dag og á hverju ári þann 5. janúar til minningar um þann mikla þjóðlega kraft sem leystur var úr læðingi í dag og á að minna okkur á, um aldir alda, þann styrk sem þessi dýrðlega þjóð okkar býr yfir.

Guð blessi Ísland og guð blessi forsetann okkar 


mbl.is Staðfestir ekki Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála afskaplega ánægð og stolt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.1.2010 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband