20.7.2007 | 16:07
Mikið var að beljan bar . . .
Tími til kominn að einhver láti sig hafa það að kíkja þarna niður til Afríku, mæli með því að Ingibjörg Sólrun láti Darfur verða sitt næsta stopp þegar hún er búin þarna fyrir austan.
Svo finnst mér líka að við eigum að GERA EITTHVAÐ fyrir þetta fólk, en ekki bara að vorkenna þeim. Ég myndi vilja sjá 20-30 fjölskyldur fluttar hingað sem flóttamenn og þá helst barnmargar fjölskyldur. Aumingja börnin eiga allt það góða skilið sem okkar elsku börn fá í þessu Guðsblessaða landi okkar. Verum nú góð og deilum því með öðrum. Annað eins höfum við gert fyrir fjölskyldur frá Víetnam, Austur-Evrópu, Suður-Ameríku og nú ætti að vera komið að Afríku.
Sarkozy og Brown saman til Darfur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 27.7.2007 kl. 12:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.