Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
24.8.2007 | 12:55
Vaknið foreldrar
Þetta er auðvitað fáránlegt, og það sem er enn fáránlegra er að fólk skuli virkilega láta sér detta þetta í hug. En þetta er auðvitað dæmigert fyrir þetta skilnaðarþjóðfélag sem við búum í. Ég þekki auðvitað fullt af fráskildu fólki með börn, hver gerir það ekki, og það er alltaf sama sagan þegar skilnaður kemur upp; foreldrarnir byrja að rífast um hjá hvoru þeirra börnin eiga að búa og setningar eins og: "Ég á jafn mikinn rétt á barninu og þú" og "ég vil hafa barnið hjá mér" eru staðlaðar í skilnaðarrifrildum.
Það er aldrei nokkurn tíman hugsað um hvaða rétt barnið á og mikil skömm að því að foreldrar geta ekki sett hagsmuni barna sinna fram yfir sína eigin. Eitt sinn stóð ég frammi fyrir þeirri ákvörðun að flytja annaðhvort með ungt barn mitt úr landi, burt frá föður sínum sem það hafði lítil tengsl myndað við, eða að skilja barnið eftir í umsjá föður síns í þessa 8 mánuði, og gefa þeim tækifæri á að mynda tengsl sín á milli. Þetta var erfið ákvörðun, því ég átti erfitt með að ímynda mér hvernig ég gæti SKILIÐ barnið mitt EFTIR í 8 mánuði. En það var auðvitað bara mitt sjónarmið.
Réttur barnsins var auðvitað sá að fá tækifæri til að mynda tengsl við BÁÐA foreldra, sama hversu mikið mér var í nöp við föðurinn. Það var bara svo einfalt. Ég var auðvitað sökuð um sjálfelsku og að vera með eigin hagsmuni í huga þegar ég ákvað að skilja barnið mitt eftir hjá FÖÐUR sínum þegar ég þurfti að fara og það var ekki EIN EINASTA manneskja í kringum mig sem studdi þessa ákvörðun mína, enginn sem taldi mig vera að gera rétt.
En Guð veit hvað í hjarta mér bjó þegar þessi ákvörðun var tekin, og Hann er sá eini sem hefur vald til að dæma mig og mínar gjörðir. Svo ég hafði ekki neinar áhyggjur, og hef ekki enn, af því hvað öðrum fannst um mína ákvörðun.
Ákvörðunin var mín og ákvörðunin var rétt. Ég kom heim aftur, barnið var í fínu lagi og góð tengsl höfðu myndast á milli feðginanna. Þó að samband þeirra á milli hafi verið mjög svo slitrótt síðan, þá eru sterk tilfinningatengsl enn til staðar þeirra á milli. Og þetta tilfinningasamband er eitt það dýrmætasta sem ég hef gefið barninu mínu.
Ganga í tvo skóla vegna skilnaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 23.9.2007 kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2007 | 12:23
Og afhverju í ósköpunum er það í heimsfréttum?
Gerist svona lagað aldrei á Íslandi, eða hvað? Er ekki kominn tími á að senda þjófnaðarskýrslur úr íslenskum verlunum til Reuters svo allur heimurinn geti fylgst með smáþjófum á Íslandi líka, það má ekki gera ísraelska smáþjófa merkilegri en þá íslensku . . .
Hálfvitaleg frétt. . . .
Reyndi að skipta stolnum skóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.8.2007 | 10:07
HALLÓ!
Er ekki allt í lagi?!! Mér er svoleiðis nákvæmlega sama hver þessi kona er og hvað hún gerði áður, svona gera menn bara alls ekki!!!!!!!!!! Og þetta á að sjálfsögðu að kæra enda var þetta alger óþarfi. Það hefði vel verið hægt að loka manneskjuna bara inni og fylgjast með henni þartil henni yrði mál, og láta hana þá pissa í fötu. Og það hefði KVEN lögga átt að gera!!
Konu haldið niðri og þvagsýni tekið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.8.2007 | 14:34
Og hvað þýðir það eiginlega?
Væntanleg plata Madonnu algjör kolamoli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.8.2007 | 12:12
Hafa ekki Skagamenn verið að kvarta undan fýlu?
Er virkilega á hana bætandi?
Þess er kannski rétt að geta hér að ég er í fýlu út í Skagamenn fyrir alveg hreint svívirðilegt slúður sem ég varð vitni að þegar ég bjó þar fyrir einum 15 árum eða svo. Mér varð svo gjörsamlega ofboðið að ég flutti burt því ég vildi ekkert með svona fólk hafa né það nokkuð þekkja .
Mín fýla hefur þó rénað nokkuð, enda 15 ár eða svo síðan ég hef komið uppá Skaga og býst við að þeir skagans menn og konur hafi þroskast uppúr svona hegðun. Og þar sem ég bý í Reykjavík nær mín litla fýla ekki svo langt og skaðar því engan en heilt fiskiðjuver í lítinn bæ sem er nokkuð illa lyktandi fyrir, það finnst mér illa gert.
Skamm Grandi
HB Grandi ætlar að flytja fiskvinnslu frá Reykjavík til Akraness | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.8.2007 | 15:34
Eldar Steini Díva fyrir hina ríku og frægu?
Steini Díva krýndur dragdrottning Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2007 | 15:18
Moggablogg eða Vísir?
Hvort er betra, Moggablogg eða Vísisblogg?
Ég er svolítið búin að vera að skoða (svolítið mikið) bæði bloggin undanfarið og mér finnst miklu meira vera að ske á Moggabloggi, held líka að það séu fleiri bloggarar á Mogganum en Vísi. Sem er leitt því það er fullt af skemmtilegum bloggurum á Vísi eins og á Mogganum.
Annars finnst mér að allir ættu að vera vinir og Moggabloggarar eiga að heimsækja Vísibloggara og öfugt. Það er auðvitað algjör óþarfi að vera með einhvern meting eða ríg enda er ekkert nema mismunandi smekkur manna á hvort sé þægilegra bloggumhverfi sem ræður því hvorn staðinn menn velja. Ekki það að mér finnist vera neinn rígur þarna á milli heldur finnst mér umgangurinn mætti vera meiri.
Í því skyni nefni ég hér nokkra Vísisbloggara sem mér þykir góðir og/eða skemmtilegir og hvet ykkur meðbloggara mína á Moggabloggi að kíkja til þeirra og kynna ykkur svo Vísisbloggarar fari kannski að auka heimsóknir sínar á Moggablogg
Símon Birgisson > stuttar og skemmtilegar færslur, ágætis afþreyting aflestrar.
Hallmundur > hittir ekki endilega alltaf naglann á höfuðið en gaman að lesa hamarshöggin hans!
Guðmundur Brynjólfsson > Skemmtilegur penni hann Guðmundur, góður húmor þarna í gangi.
Veleda > það eru uppi getgátur um hvort hún sé eitthvað skyld Silvíu Nótt, veit ekki meir, en fáguð er hún þó eða hitt þó . . . .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2007 | 16:11
Lygari
Endemsi bull og vitleysa, hann var bara að æfa sig fyrir inntökupróf í Saving Iceland hópinn, gleymdi lyklunum heima og missti þess vegna af prófinu þar sem hann er búinn að vera fastur við tré í 6 daga! Held samt alveg örugglega að Saving Iceland gefi honum sjéns og leyfi honum að vera memm, hann er alveg pottþétt búinn að sanna sig. Þetta ættu umhverfisverndarsinnar hér að taka sér til fyrirmyndar. Þetta heitir sko að "hangin' in there" !
Hlekkjaður við tré í sex daga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2007 | 16:05
Ekki nógu gott
Betra hefði verið ef fyrirsögnin hefði hljómað svo:
Hitabeltisstormurinn Chantal gæti bjargað heiminum
Hitabeltisstormurinn Chantal gæti bjargað helginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2007 | 16:04
Hey!
Ókeypis í stæði fyrir visthæfa bíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)