Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
31.10.2007 | 12:43
Já, einmitt
Hæstiréttur aftraði dauðarefsingu á síðustu stundu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2007 | 08:59
Hvað sérð þú á þessari mynd frh.
Ehemm, gleymdi víst að bæta aðalatriðinu við í þessa færslu hér : HVAÐ SÉRÐ ÞÚ Á ÞESSARI MYND?
Hefði ég verið sitjandi í borgarstjórn þegar þetta kom upp þá hefði ég verið Svandís, ég hefði staðið upp og krafist leiðréttingar, ég hefði virkilega látið í mér heyra eins og Svandís gerði. Munurinn á mér og henni er sá að þegar ég hefði svo fengið tilboð um að skríða undir sæng með Birni Inga þá hefði ég sagt: NEI TAKK!
Og ef minn flokkur hefði krafist þess að ég hlýddi boðinu þá hefði ég einfaldlega sagt starfi mínu lausu og farið að gera eitthvað annað. Ég myndi aldrei taka þátt í svona skítaleikriti.
Fussum fei, það er skítafýla af þessu öllu saman.
Tvær stjórnir - árekstur strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2007 | 21:27
HVAÐ SÉRÐ ÞÚ Á ÞESSARI MYND?
ÉG SÉ:
1. Margrét Sverrisdóttir veit að minnihlutinn hefði ekki átt að leggjast í eina sæng með Birni Inga en henni er alveg sama, eins lengi og hún fær að ráða einhverju. Er því voðalega ánægð með það að vera loksins komin með einhver völd að ráði.
2. Svandís Svavarsdóttir veit líka að hún er ekki að gera rétt með því að taka saman við Björn Inga, þó hún þykist trúa öðru. Hún trúir því að hún geti komið mikilvægum hlutum til leiðar í stjórn og er því tilbúin til að gera rangt til að geta gert rétt. Baráttukona sem lætur tilganginn helga meðalið.
3. Degi B. Sigurðssyni líður eins og minnsta stráknum í bekknum sem er alltaf valinn síðastur í lið. En núna var hann valinn fyrstur af því að hann á flestu vinina og það þykir honum mikill heiður og er rígmontinn, þó að hann reyni að fela það. Ég sé það líka að hann er að fela annað; mér sýnist það vera leynimakk sem hann á með Birni Inga. Hann er kominn í slagtog með honum þó hann hafi ekki verið með á nótunum frá upphafi. Dagur á eftir að ganga erinda Björns Inga og þykjast sjálfur eiga frumkvæðið. Bush og Blair.
4. Björn Ingi Hrafnsson er "The Puppet Master". Hann heldur sig bakvið tjöldin og togar í spotta hér og spotta þar og raðar upp spilunum. Situr svo hjá og fylgist með hvort spilin falli ekki þar sem hann gerði ráð fyrir. Hefur samið eitt heljarinnar leikrit, platað alla borgarfulltrúa til að taka þátt í því, og áhorfendur fylgjast með í blöðum og sjónvarpi.
GRÍMU TILNEFNINGAR FYRIR 2007:
Björn Ingi Hrafnsson fyrir bestu leikstjórn og
Björn Ingi Hrarfnsson fyrir besta frumsamda handritið og
Björn Ingi Hrafnsson fyrir besta leik í aðalhlutverki karla og
Björn Ingi Hrafnsson fyrir besta leik í aukahlutverki karla.
Samstarfsslitin útrætt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.10.2007 kl. 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.10.2007 | 21:19
Þetta má laga
Ónefndum mönnum hefur tekist að sóða hér ansi mikið út, reyndar eru ekki fordæmi fyrir mikið meiri sóðaskap í íslensku stjórnmála- og viðskiptalífi. En eins og allir vita er alltaf hægt að laga ALLT, það ættu þær að þekkja stöllur í Allt í drasli. Þar er skíturinn skoðaður og greindur og svo er hendur hreinlega látnar standa fram úr ermum og drullunni mokað út, draslinu raðað snyrtilega upp, svo allir viti hvar allt er og þá má vel lifa góðu lífi á áður stórkostlega óhreinu heimili.
Hér skal það sama gert. Nú er verið að skoða skítinn og hefur miklu verið rótað upp. Nú þarf að ráðstafa honum á rétta aðila til greiningar. Það er mikilvægt að það gerist sem fyrst svo að menn sitji ekki bara í drullumalli og skítkasti út næsta ár. Það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að rífast lengi um sama hlutinn. Nú ættu menn að einbeita sér að því að FINNA LAUSN sem ALLIR geta sætt sig við og allar skyndiákvarðanir eru hér af hinum allra illsta, eins og berlega hefur komið í ljós í þessu máli hingað til. Það gerir ekkert til þó málinu sé leyft að dala áfram aðeinsr á meðan fundin er lausn sem hefur hagsmuni HEILDARINNAR að leiðarljósi.
Rannsóknarblaðamenn; brettið upp ermarnar og vandið til verks. Finnið sannleikann í þessu máli og birtið í aukablaði fyrir næsta sumar. Það losnar oft um málbeinið hjá fólki þegar smá tími er liðinn frá atburðum.
Borgarstjórnarflokkar í minnihluta; skipið rannsóknarnefndir sem í sitja einungis fagmenn, hlutlausir og ótengdir þeim aðilum sem að málinu koma. Góður tími þarf að fara í að skoða hvern og einn fyrir sig til að gæta þess að enginn rannsóknaraðila eigi neinna hagsmuna að gæta, á hvorugum vígvellinum. Þetta er auðvitað sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að aðalsakaratriðið í þessu máli er meintur klíkuskapur.
Umboðsmaður alþingis: Það þarf enginn að segja þér hvað þú átt að gera, þú ert með það allt á hreinu og við treystum þér í þessu máli.
Almenningur: Stöndum vörð um lýðræðið og fylgjumst með málinu, EKKI GLEYMA þessu. Sýnum samt þann þroska að vera ekki með skítkast, það er svo leikskólalegt, þetta drullumall.
Vilhjálmur og Björn Ingi: Stígið upp úr sandkassanum, farið úr pollagallanum og sýnið smá auðmýkt. Hroki í svona aðstæðum er engum til góðs og rýrir lýðveldið. Þegar svona mistök eiga sér stað er það auðsýnt að menn valda ekki þeirri ábyrgð sem á þá er lögð. Þá eiga menn hreinlega að sjá SÓMA sinn í að SEGJA af sér með virðingu frekar en að hökta áfram á frekju, þrjósku og einhverri valdagræðgi. Það er örugglega ógeðslega gaman að vera borgarstjóri og borgarfulltrúi og allt það, en það eru ekki réttindi. Það eru fríðindi sem menn þurfa að vinna sér inn. Ef mistökin áttu sér stað viljandi er engin spurning að menn eru þess ekki verðugir að gegna slíkum embættum og eiga að segja af sér, án umhugsunar. Ef mistökin áttu sér stað óvart er engin spurning að menn valda ekki þessu starfi og eiga að segja af sér, án umhugsunar. Það sem gerir menn mikla er kjarkur þeirra til að taka afleiðingum gjörða sinna. Að lokum; takið ykkur Eyþór Arnalds til fyrirmyndar. Hann keyrði fullur, keyrði á og stakk af frá slysstað. Algjört klúður og óafsakanlegt fyrir mann í hans stöðu. Það sem gerir Eyþór að meiri manni í mínum augum í dag er sú staðreynd að hann gékkst við brotinu, baðst afsökunar, iðraðist, sagði af sér, sætti sig við þann dóm sem hann fékk, fór í meðferð, tók út sína refsingu og varð svo hreinlega að betri manni.
ALLIR: Það er alltaf hægt að TALA um allt, það þarf ekki að rífast.
(p.s. EYÞÓR!! Þú ættir að taka þessa menn í námskeið um hvernig menn takast á við sín eigin klúður og komast út úr því með andlitið á sínum stað og meiri virðingu en áður, ekki veitir af!)
Björn Ingi: Kauprétturinn var mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2007 | 17:54
Góður umboðsmaður
Þrisvar sinnum á ævinni hefur mér misboðið svo yfirgangur opinberra aðila að ég hef séð mig knúna til að leita til umboðsmanns alþingis.
Í öll þrjú skiptin tók málið eilífðartíma en endaði alltaf á sama veg: Viðkomandi opinberum aðila var tjáð, af umboðsmanni alþingis, að þessi vinnubrögð væru ámælisverð og að honum bæri að endurskoða málið frá grunni. Og réttlætinu var fullnægt, í hvert sinn.
Umboðsmaður stóð sig líka stórvel þegar Davíð reyndi að beita hann þrýstingi í fjölmiðlamálinu svokallaða, þarna um árið þegar allt varð vitlaust, og SKAMMAÐI karlinn OPINBERLEGA fyrir frekjuna.
Og nú stendur umboðsmaður upp og lætur heyra í sér í þessu skítamáli hér og ég segi bara: ÁFRAM UMBOÐSMAÐUR, you go girl!! Nú skal komist til botns í þessu máli.
Og hver ætlar að taka að sér kröfugöngu að Ráðhúsinu? Vilhjálmur og Björn Ingi segja ekki af sér, frekar en aðrir í svipaðri aðstöðu, nema múgurinn fjölmenni og GERI KRÖFU um að þeir FARI!!
p.s. Umboðsmaður Alþingis er Hin Allra Besta Opinbera Stofnun Íslands og megi það góða fólk, sem því embætti stýra, lifa vel og lengi svo við megum öll njóta heiðarleika þeirra um ár og ævi.
Umboðsmaður Alþingis óskar upplýsinga um REI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2007 | 20:56
Áskorun til Bakkabræðra !
Fyrir hönd allra frið- og mannelskandi einstaklinga heims skora ég á ykkur, sem atvinnurekendur í Kína, að sýna gott fordæmi og sýna kínversku starfsfólki ykkar sömu virðingu og íslensku.
M.ö.o. fylgja ÍSLENSKUM kjarasamningum þegar samið er um réttindi þessa fólks og sýna þannig gott fordæmi, öllum þeim kínversku atvinnurekendum sem nýta starfsfólk sitt sem þræla. Þá er ég ekki að tala um að borga þeim SÖMU laun og hér tíðkast, heldur um almenn réttindi, s.s. vinnutíma, orlof, veikindarétt, veikindi barna, uppsagnarfrest og annað slíkt.
Koma svo, Lýður og Ágúst, stígið nú fram og sýnið okkur almúganum, að til eru bissniss menn sem hugsa EKKI BARA um peninga (sbr. REI málið) heldur um hagsmuni heildarinnar.
Annars hef ég ekki raunverulegar áhyggjur af því að þið standið ykkur ekki í því stykkinu, allavega ekki ef eitthvað er að marka þetta hér: http://www.bakkavor.com/our-people/
Samningar undirritaðir milli ORF og stærsta lyfjafyrirtækis Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2007 | 19:37
Hjarta mitt grætur . . . .
Inkabörn valin til fórnar ári áður en fórnarathöfnin fór fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.10.2007 | 12:32
Til hamingju Seltyrningar !
Mikið myndi ég nú vera til í að búa á Setljarnarnesi og fara aftur ein 12 ár og eiga kost á því að VERA HEIMA með litlu börnunum mínum í stað þess að þurfa að setja þau inn á heimili hjá ÓKUNNUGU FÓLKI á meðan beðið er eftir leikskólaplássi. Tvímælalaust það sárasta sem ég hef þurft að gera um ævina.
Koma svo Reykjavík, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Akranes og þið allir hinir Íslands bæjir !!! Svona á að gera þetta
Ef ég ætti heima á Seltjarnarnesi í dag og væri með lítil börn á þessum aldrei þá myndi ég senda bæjarstjórninni blómvönd með þökk fyrir frábært framtak.
Foreldrar á Seltjarnarnesi fá styrki og greiðslur til dagforeldra afnumdar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)