Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
20.7.2007 | 16:13
Læknar eru bara menn
... eða konur, en þið vitið hvað ég meina. Þeir eru allaveg ekki Guð.
Þessvegna get ég ómögulega lagt allt mitt traust á lækna og fylgt þeim í blindni. Stundum verður maður að vera frekur og krefjast rannsókna eða meðferða sem maður telur að nauðsyn sé á, maður getur þá allavega sagt eftir á að maður hafi reynt. Ábyrgðin er samt sem áður alltaf læknisins og hans starfsfólks en það auðveldar manni ekki að vinna úr hlutunum eftir á að vera með það á samviskunni að hafa verið of feiminn til að tala hreint út við lækninn.
"Hvað ef ég hefði sagt þetta eða hitt???"
Læknamistök leiddu til dauða barns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.7.2007 kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2007 | 16:07
Mikið var að beljan bar . . .
Tími til kominn að einhver láti sig hafa það að kíkja þarna niður til Afríku, mæli með því að Ingibjörg Sólrun láti Darfur verða sitt næsta stopp þegar hún er búin þarna fyrir austan.
Svo finnst mér líka að við eigum að GERA EITTHVAÐ fyrir þetta fólk, en ekki bara að vorkenna þeim. Ég myndi vilja sjá 20-30 fjölskyldur fluttar hingað sem flóttamenn og þá helst barnmargar fjölskyldur. Aumingja börnin eiga allt það góða skilið sem okkar elsku börn fá í þessu Guðsblessaða landi okkar. Verum nú góð og deilum því með öðrum. Annað eins höfum við gert fyrir fjölskyldur frá Víetnam, Austur-Evrópu, Suður-Ameríku og nú ætti að vera komið að Afríku.
Sarkozy og Brown saman til Darfur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.7.2007 kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2007 | 16:22
Heppnir menn
Sá nýlega myndina Blood Diamonds og mæli eindregið með henni við alla þá sem ekki hafa séð hana. Maður veit svo sem margt um allt það ljóta sem gerist í heiminum en samt veit maður aldrei nóg og mér gjörsamlega blöskraði þegar ég horfði á þessa mynd. Algjör hryllingur og aumingja börnin, mér vöknar um augu bara af því að hugsa um þetta.
Þessir menn voru einstaklega heppnir að fá aðeins 45-50 ára fangelsisdóm mér finnst ævilangt fangelsi algjört lágmark fyrir svona menn, og þegar ég segi ævilangt þá meina ég til æviloka viðkomandi, þartil hann er dauður, dauður, dauður.
Dæmdir í 45-50 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi í Síerra Leóne | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 27.7.2007 kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2007 | 12:20
Arftaki Davíðs
Svo það er þetta sem vakir fyrir henni! Nú fer maður að skilja aðeins betur hvernig landið liggur.
Jafn metnaðarfull manneskja og Ingibjörg Sólrun, getur ekki með nokkru móti tekið við svo mikilvægu embætti án þess að koma sér kirfilega fyrir í íslandssögunni. Ég tala nú ekki um eftir allt þetta vesen með hana og þennan flokk frá því hún stóð upp úr borgarstjórastólnum. Hún ætlar sér semsagt að sýna okkur öllum hver hún virkilega er og hvað í sig sé spunnið og hvaða leið er betri til þess en að koma á friði milli Palestínu og Ísrael?
Mér er svosem alveg sama hver tilgangur hennar er, eins lengi og friður kemst á á þessu svæði.
Hinsvegar er rétt að benda á það að Kóraninn talar um það að þegar endanlegur friður kemst á milli Palestínu og Ísrael að þá verði þessi frægi heimsendir sem allir eru alltaf að tala um. Til enn frekari fróðleiks vil ég líka segja frá því að til eru heimildir um það að Ísraelar hafi alltaf ætlað sér mikil yfirráð og því til staðfestingar er til mynt sem slegin var fyrir ca. 30-40 árum síðan (gæti verið eldri). Myntin sú er ísraelsk og sýnir hið Nýja Ísrael framtíðarinnar þar sem í dag er Palestína, Líbanon og Sýrland
Utanríkisráðherra: Glufa opin í Mið-Austurlöndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.7.2007 kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2007 | 11:51
Komið hreint fram?
Að henda ömmu á öskuhaugana er svo fáránlega ruglað að manni gæti ekki einu sinni látið sér detta slíkt í hug.....eða hvað?
Er það ekki staðreynd að illa sé komið fram við aldraða á Íslandi í dag? Ætla að sjálfsögðu ekki að alhæfa um þetta, en staðreynd er það samt sem áður að slíkt á sér stað á stundum. Og enn verra að margir aldraðir einstaklingar á Íslandi hafa verið yfirgefnir af fjölskyldum sínum. Á Íslandi þarf maður ekki að fara með ömmu á öskuhaugana þegar hún er orðin of gömul, maður hættir bara að heimsækja hana. Þá er það bara búið.
Því vil ég biðja þau ykkar sem eruð nú að hneykslast á þessari framkomu en eigið sjálf ömmu sem þið hafið hætt að heimsækja að athuga það að ykkar framkoma er ekkert mikið skárri. Eini munurinn er sá að sjálfum ykkur líður mikið betur, þið hafið það ekki á samviskunni að hafa fleygt ömmu gömlu á haugana og reynið að segja sjálfum ykkur og öðrum að þið hafið bara ekki tíma til að sinna henni á meðan þetta indverska fólk þarf að lifa með því að hafa raunverulega farið með ömmu á haugana, ekkert hægt að fegra það neitt. Munurinn fyrir ömmuna er hinsvegar mjög lítill. Amma sem hefur verið yfirgefin; hvort heldur sem er á öskuhaugunum eða sínu eigin heimili er örugglega alveg í rusli
ÁFRAM AMMA!! (ps. orðið "amma" er hér samheiti yfir ömmur, afa, langömmur, langafa, mömmur, pabba, mömmur, frænkur, frændur og alla sem orðnir eru gamlir og öðrum háðir)
Ömmu hent á haugana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.7.2007 kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2007 | 13:05
VERUM ÞAKKLÁT
Getið þið bent mér á 1 einasta land í heiminum þar sem allt er fullkomið?
Ísland er eina landið í heiminum þar sem þú getur sofið með svalahurðina á svefnherberginu galopna nótt eftir nótt af því að veðrið er svo gott, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af öryggi fjölskyldunnar. Ísland er eina landið í heiminum þar sem þú getur skilið börnin þín eftir sofandi úti í vagni á meðan þú ferð inn í Bónus að versla og þú VEIST að það verður þarna ennþá þegar þú kemur til baka. Þessir hlutir eru svo mikils virði að smáhlutir eins og hátt bensínverð, ástand þjóðvega, umferðarþungi og matarverð er eitthvað sem ég myndi velja framyfir hitt hvenær sem er. Myndi hvergi annarsstaðar vilja búa í heiminum. Ég er með mínar skuldir, þarf að fæða 5 manna fjölskyldu á þessu matarverði, á bíl sem er rándýrt að reka og fussa og sveia yfir ástandi þjóðvega og bensínverði en ég er hamingjusöm og örugg, og það eru börnin mín líka.
Þið sem eruð að kvarta; hættið að kvarta og byrjið að njóta, lífið er yndislegt þrátt fyrir erfiðleika
Íslendingar hamingjusamastir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.7.2007 kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)