Færsluflokkur: Bloggar
10.12.2007 | 14:35
Ég vil vera eins og hún
Amma dansar hip-hop | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2007 | 08:47
Aumingjaskapur og karlmennska
Það er auðvitað algjör aumingjaskapur að láta svona eins og þessi maður varð uppvís að, og það með barn með sér í bílnum. Hann ætti að skammast sín ofan í tær.
En ég segi alltaf við mína stráka: "Ef þú ert nógu mikill karlmaður til að taka ákvörðun um að brjóta af þér þá skaltu sýna sömu karlmennsku og gangast við brotinu".
Nú held ég að mamma Ökuþórs sé stolt!!! Barnið loksins farið að læra
Ökufantur gaf sig fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2007 | 10:53
Eruð þið ekki að gleyma einhverju?
Börnin fá sitt pláss, karlarnir fá sitt pláss og við konurnar verðum að gjöra svo vel og fara að versla einar því það er ekkert "pláss" í boði fyrir okkur!!
Þvílíkur og annar eins dónaskapur!! Ég er alveg hoppandi, hvínandi reið yfir þessari ósvífni!! Hvar á ég þá að hanga á meðan maðurinn minn kaupir jólagjöfina mína og verslar föt á sjálfan sig?? Í barnahorninu með börnunum?
Ég heimta þægilega, hljóðeinangraða stofu með öllum helstu tímaritunum ásamt te og kaffibar og sjónvarpi, þó það nú væri. Eitt stykki PlayStation má alveg vera þar líka, en það má sleppa ofbeldis og bílaleikjum.
Ekki mun ég stíga fæti inn í þessa verslun fyrr en búið er að setja upp slíka aðstöðu fyrir mig (og þá auðvitað um leið, allar aðrar konur)!!!
Pabbar í pössun í Hagkaupum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2007 | 09:20
Malbik er eins og kaffi
Ég hef einu sinni komið í Þórsmörk. Og þvílíkt ferðalag sem það var, hrein unun og algert ævintýri, ég mun aldrei gleyma þessum degi.
Ástæða þess að ég hef aðeins komið þangað einu sinni er sú að ég á ekki rétta farartækið. Það er pínu svekkjandi að geta ekki séð Ísland af því að ég á ekki jeppa. Mig verkjar í hjartað yfir öllum þeim stórkostlegu stöðum á Íslandi sem ég hef aldrei séð því ég á ekki jeppa. En það eru líka staðir í heiminum sem ég hef aldrei komið á því ég á ekki nógu mikinn pening. Svona er lífið. Svekkelsi við hvert fótmál. Ég er löngu búin að læra að horfa framhjá þeim og halda bara áfram með lífið þrátt fyrir þau.
En þvílíkt slys sem það væri að malbika upp í Þórsmörk eða nokkrar aðrar af okkar náttúruperlum. Það má alls ekki gerast. Ferðalagið á staðinn er alltof stór hluti upplifunarinnar af staðnum sjálfum til að svoleiðis hugleiðingar geti orðið að raunveruleika. Akstur á malbiki er ekkert upplifelsi. Það er bara eins og að drekka Brafa kaffibolla með sígarettu. Sama hvað það er gott og þægilegt og það allt, þá er það samt bara venjulega hversdagslegt.
Má alls ekki ske.
Ekki lögð malbikuð hraðbraut í Þórsmörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2007 | 09:07
Er þetta ekki misskilningur?
Bíddu nú við. Ég hélt að þetta mál snerist einfaldlega um það að kenna íslendingum svo góða ensku að þeir gætu tjáð sig skammarlaust í alþjóðlegum viðskiptum. Nærtækasta dæmið um lélega ensku, þar sem hún ætti að vera a.m.k. sæmileg, er ræða Vilhjálms Þ., fyrrverandi borgarstjóra við tendrun friðarsúlunnar. Meira að segja Björn Ingi gat ekki haldið aftur af brosinu sem stökk á varir hans við hryllilegum framburði borgarstjórans. Þetta var hið skemmtilegasta skemmtiatriði að fylgjast með.
Það dettur engum í hug að gera ensku að öðru tungumáli okkar og tala það í daglegu máli á vinnustöðum eða í skólum. Þó finnst mér það sjálfsagt mál að háskólar fái að kenna ákveðna áfanga eða fög á ensku af tveimur ástæðum:
1. Ef líkur eru á því að sú þekking sem maður nemur í sérfagi í háskóla, komi til með að nýtast manni mikið eða mest í samskiptum við erlenda aðila og/eða á erlendri grundu er engin spurning að það gefur viðkomandi mikið forskot að hafa numið þetta fag á því tungumáli sem hér um ræðir.
2. Auðveldara verður fyrir útlendinga að koma til Íslands að læra í hérlendum háskólum og ásókn þeirra myndi eflaust aukast verulega, vitandi það að hér geta þeir numið ákveðin fög á ensku.
Ég elska íslensku og íslenska er mitt mál. En það er mér lífsnauðsynlegt að kunna ensku einnig. Og ég vil kunna ensku jafnvel og mitt eigið mál, a.m.k. nálægt því. Góð enskukunnátta mín kemur á engan hátt niður á íslenskunni minni svo ég skil ekki hvað er athugavert við það að ég hafi kost á því að læra ensku á aðeins hærra plani með því t.d. að velja ákveðna áfanga í háskóla sem ég veit að koma til með að nýtast mér betur á ensku en íslensku.
Vigdís ósátt við skilaboð um tvítyngi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2007 | 21:32
Til hamingju íslendingar!
Loksins samlagði útlendingur sig svo íslensku þjóðfélagi að hann VAR KOSINN á þing fyrir hönd okkar hinna. Er það ekki akkúrat málið með þessa blessuðu útlendinga? Að þeir samlagist þjóðfélaginu og verði eins og við. Eru þá ekki allir sáttir? Það er kannski skýringin á því að útlendingahatararnir hafa ekki haft sig mikið í frammi hér á þessu bloggi. Önnur skýring gæti líka verið sú að hér blogga flestir undir nafni og því fáir sem þora að láta andstyggð sína á þessum "hroðalega glæp" í ljós opinberlega.
Ég segi hinsvegar (undir huldu) til hamingju Paul, til hamingju allir útlendingar á íslandi, til hamingju allir íslendingar, til hamingju ég og minn maður og mín börn.
SVONA Á ÞETTA AÐ VERA!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2007 | 10:00
Dö
Finnski fjöldamorðinginn eftirherma? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2007 | 09:58
Tannlæknalistinn
Ég er búin að prenta út tannlæknalistann á vef Neytendasamtakanna. Ekki þennan yfir þá sem ekki vildu vera memm, heldur hinn. Með verðunum.
Takk Neytendasamtök, nú þarf ég ekki að hringja 10 símtöl án þess að vera nokkru nær í hvert sinn sem einhver fjölskyldumeðlimur þarf að fara til tannsa, nú verður bara dreginn fram listinn og valið eftir verði
Og af því að ég er komin með þennan fína lista þá nenni ég ekki lengur að eyða minni dýrmætu orku í að bölsótast yfir tannlæknum, nú er það bara þeirra mál að eiga þennan óheiðarleika sinn við sinn Guð og/eða samvisku, hvort heldur sem þeir eiga, ef þeir eiga þá annaðhvort.
Ég get þá farið að bölsótast yfir öðrum hlutum sem þarfnast bölsótunnar við.
Tannlæknar sætta sig ekki við verðlagseftirlit TR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2007 | 09:52
Þetta gerðist ekki
Belja féll af himnum ofan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2007 | 11:21
Hafa þær nokkuð lesið Egilssögu ...
Aldrei upplifað annan eins dónaskap og hroka" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)