Færsluflokkur: Bloggar

Blómaval Blekkir

Í blaðinu í morgun var nóvemberkaktus auglýstur á kr. 590 í Garðheimum.  Mynd fylgdi og var hún af smáu blómi, ekkert sérlega glæsilegu.  Ákvað þó samt að kaupa einn því ég var of sein til þess í fyrra.  Nokkrum blaðsíðum síðar var svo samskonar auglýsing frá Blómaval, nema verðið var ekki nema kr. 199 og plantan á myndinni var stór og flott.  Ég var ekki lengi að gleyma Garðheimablóminu og ákvað að skella mér í Blómaval.

Þegar ég er svo að leggja bílnum fyrir framan verslunina hvarflar allt í einu að mér að það geti hreinlega ekki verið að þeir séu að selja svona flotta plöntu á þessu verði, þetta væri bara allt of gott til að vera satt.  En hugsaði sem svo að kannski væri þetta "opnunartilboð", fyrstu nóvemberkaktusarnir að koma í hús og þeir að launa viðskiptavinum sínum fyrir að koma í Blómaval.

Það var bara ein leið til að komast að því og fer því inn í búðina, þar blasa þessar elskur við um leið og maður kemur inn úr dyrunum, þessi líka litlu grey, þarna fremst á útstillingarpallinum; svo smáir að þeir kæmust í hanskann manns og ekki enn farnir að blómstra.  Svo rek ég augun í verðlistann og þá eru fjögur verð í gangi, það ódýrasta kr. 199 fyrir þessi litlu grey semsagt.  Ég hafði ekki einu sinni fyrir því að skoða hin verðin, ég varð svo fjúkandi reið yfir þessari ósvífni og vatt mér að afgreiðslustúlkum sem þarna voru og benti þeim á að þetta væri hreinlega blekking.  Þær bentu mér þá á það á móti að í auglýsingunni hefði staðið FRÁ 199 krónum og hana nú.

Það er semsagt siðferðislega rétt að blekkja viðskiptavininn með því að auglýsa saman stærsta og flottasta kaktusinn og lægsta verðið og taka svo bara fram (í smáa letrinu) að verðið væri frá.

Ég er ekki á því og því gékk ég út úr búðinni án þess að kaupa nóvemberkaktusinn í Blómaval.  Á morgun ætla ég svo í Garðheima til að sjá hvort plantan sem var á myndinni í blaðinu kosti kr. 590 eða hvort þeir séu að stunda sama blekkingarleikinn.

 

Aðra sögu vil ég líka segja af viðskiptum mínum við Blómaval.  Fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan fór ég þangað með manninum mínum og var meiningin að kaupa stóran glervasa sem hafði staðið lengi á borði með hlutum þar sem allt var auglýst með 70% afslætti, átti vasinn að vera kominn niður í 2000 kall eða eitthvað slíkt.  Þegar við komum inn í búðina eru hillur á hægri hönd og inni á milli þeirra, með reglulegu millibili eru borð með hinum og þessum vörum.  Á borðunum voru svo miðar frá versluninni sem auglýstu 70% afslátt á öllu sem á þeim var.  Við fundum vasann okkar, á einu þessara borða og fórum með hann að kassanum.  Þá kostar hann allt í einu 7.000 krónur.  Við sættum okkur auðvitað ekki við þetta og bentum afgreiðsludömunni á það að hann hefði verið á afslætti og fór hún til að kanna málið.  Kom svo til baka nokkrum mínútum síðar og sagði það misskilning hjá okkur, það væri enginn afsláttur.  Við fórum með hana aftur að afsláttarborðinu til að sýna henni miðann og var þar fyrir starfskona, væntanlega deildarstjóri eða verslunarstjóri, allavega hagaði hún sér voðalega valdslega.  Við gengum bæði beint að borðinu þar sem vasinn hafði staðið og viti menn, miðinn með afslættinum var horfinn og deildarstjórinn horfir á okkur og segir: "sko, enginn afsláttur".  Ég benti henni þá á það að hún héldi á honum í hendinni, sem hún gerði, var búin að brjóta hann saman, hefur greinilega rétt verið búin að taka hann af borðinu þegar við komum og ekki verið búin að losa sig við hann.  Hún varð vandræðaleg og sagðist hafa fundið hann í körfu á gólfinu, ég sagði að mér væri alveg sama hvar hún hefði fundið hann.  Við sáum hann á borðinu og því gilti afslátturinn.  Einnig var það furðu fljótt að gerast, á 5 mínútum frá því við gengum inn í búðina, tókum vasann og komumst að kassanum, var bæði búið að fjarlægja afsláttarmiðann og breyta verðinu í kassanum!  Án þess að orðlengja það neitt frekar fengum við vasann með afslættinum sem við höfðum séð auglýstan.

En eftir þessa síðustu uppákomu með nóvemberkaktusinn þá er það alveg greinilegt að það þýðir ekkert að treysta markaðssetningu Blómavals, ég efast um að ég fari þangað aftur að versla. 

Þetta er eins og verðkönnun Krónunnar, sem þeir hafa látið prenta á risaspjöld og hengja upp í búðunum hjá sér:  Krónan ER ódýrust!!  En svo er ekki eitt orð um nákvæmlega hvaða vörur voru í innkapakörfunni eða hvaða verslanir voru með í þessari könnun.  Mér finnst það mikil móðgun að forsvarsmenn þessara verslana haldi að maður sé svo heimskur að maður trúi hverju sem er og kaupi allt sem þeir segja. 


mbl.is Kerfisbundið haft áhrif á verðkannanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enga nísku Garðbæingar!

Tímið þið ekki að splæsa á utanlandsferð fyrir eitt skitið sýni?

Við verðum auðvitað að VITA hvort kýrin sé enn smituð eður ei, það er auðvitað vítavert kæruleysi að láta þetta liggja á milli hluta. 

Hvað ef gröfukall í Garðabænum fær allt í einu miltisbrand?  Þá segja allir, ja hann hlýtur að hafa smitast af gömlu beljunni, þarna í gröfinni og láta það gott heita bara og gera enga tilraun til að finna út nákvæmlega HVERNIG hann smitaðist. 

En sannleikurinn er kannski sá að gamla beljan var ekki með miltisbrand og því smitaðist gröfukallinn ekki af henni heldur einhverjum öðrum og þá er einhver smitberi þarna úti að smita fleiri á meðan enginn leitar hans því það halda allir að hann sé gömul belja sem búið er að brenna!!

Rétt skal vera rétt og þegar við erum farin að tala um mannslíf þá SKAL rétt vera rétt.  Kostar kannski eitthvað að taka sýni úr hræinu og GEYMA það á góðum stað, svona just in case?  Þið vitið að það verður of seint þegar búið er að BRENNA hræið!!


mbl.is Viðbúnaður vegna gruns um miltisbrandssmit í Garðabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá löggunni . . .

. . . að taka af festu á þessu máli.  Það á alls ekki að vera gefa svona mönnum neina sjénsa og gott hjá löggunni að skemmileggja fyrir þeim afmælisveisluna LoL
mbl.is Ríkislögreglustjóri með viðbúnað vegna komu Vítisengla til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sniðgöngum íslenska tannlækna

Ég var að hugsa um það um daginn að kíkja til tannlæknis og láta hreinsa í mér tennurnar og fylla upp í eitt brot.  Komst þó aldrei lengra en svo að sjá það fyrir mér hvernig ég myndi, enn eina ferðina, taka upp símann, hringja í 10 tannlæknastofur til að athuga með verð og fá sama svar allsstaðar:  "Ég veit ekki hvað það kostar fyrr en ég er búinn!"

 Það er þetta sem fær mig alltaf til að fresta því að fara til tannlæknis, ég get ómögulega keypt mér þjónustu án þess að vita fyrirfram hvað hún kostar.  Og nú hef ég fengið nóg, þeir eru glæpamenn upp til hópa, þessir tannlæknar.

 Ég leyfi mér að fullyrða það vegna þess að ég hef áður auglýst eftir heiðvirðum tannlækni á fyrra bloggi, og geri það aftur hér með:

ÓSKA HÉR MEÐ EFTIR VERÐTILBOÐI Í HREINSUN Á NÁNAST ÖLLUM TÖNNUM Í FULLORÐINSKJAFTI -2 STK.  HREINSUN ÞÝÐIR: TANNSTEINSHREINSUN, BURSTUN, SKOLUN.  ÁSTAND TANNA: NÓGU SLÆMT TIL AÐ ÞURFA HREINSUNAR VIÐ EN EKKI Á KAFI Í SKÍT.  ÁSKIL MÉR RÉTT TIL AÐ TAKA HVAÐA TILBOÐI SEM ER EÐA HAFNA ÖLLUM.

ATH!  Mér er fullalvara með þessu tilboði því ég ÞARF að láta hreinsa á mér tennurnar en GERI ÞAÐ EKKI nema ég fái að vita fyrst hvað það kemur til með að kosta.

Ég mun því framvegis panta tannlæknatíma með næstu utanlandsferð og kem til með að fara með fjölskylduna, eins og hún leggur sig, til tannlæknis í utanlandsferðum hér eftir.

Þurfti einu sinni að láta fjarlægja tönn í þriðja heims ríki.  Það var ekki svo slæmt, miðað við það að um var að ræða að "RÍFA ÚR TÖNN", tók hálftíma og kostaði kr. 2.500.  Nokkrum árum síðar þurfti ég svo að láta fjarlægja tönn hér á Íslandi.  Það var ekkert skárra en á hinum staðnum, enn sama aðgerðin, að "RÍFA ÚR TÖNN", tók líka hálftíma en kostaði kr. 14.500.  Annar munur á þessum tveimur aðgerðum; í þriðja heims ríkinu spurði ég bara nágrannan hvað aðgerðin kostaði hjá hverfistannsanum og fékk verðið uppgefið, ferlega einfalt.  Á Íslandi þurfti ég að hringja á tíu staði fyrst og fá loðin svör sem voru öll á þennan veg; "ja, ca. 8-15.000, erfitt að segja fyrr en að aðgerð lokinni" og taka svo bara sjénsinn.  Endanlegt verð var svo nær hærri tölunni LoL

Þetta er bara brandari.

Frekari reynslusögur af tannlæknaheimsóknum velkomnar hér.


mbl.is Biður tannlækna að gefa ekki upp fullt verð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvenær tekur svo breytingin gildi?

Vill sá sem veit vinsamlega svara hér.
mbl.is Gleðilegt að taka kjötið heim í gegnum tollinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, einmitt

Og rafmagnsstóllin og gasklefinn flokkast ekki undir "óvenjulegar" og "grimmilegar" refsingar . . .
mbl.is Hæstiréttur aftraði dauðarefsingu á síðustu stundu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað sérð þú á þessari mynd frh.

Ehemm, gleymdi víst að bæta aðalatriðinu við í þessa færslu hér : HVAÐ SÉRÐ ÞÚ Á ÞESSARI MYND?

 

Hefði ég verið sitjandi í borgarstjórn þegar þetta kom upp þá hefði ég verið Svandís, ég hefði staðið upp og krafist leiðréttingar, ég hefði virkilega látið í mér heyra eins og Svandís gerði.  Munurinn á mér og henni er sá að þegar ég hefði svo fengið tilboð um að skríða undir sæng með Birni Inga þá hefði ég sagt: NEI TAKK! 

Og ef minn flokkur hefði krafist þess að ég hlýddi boðinu þá hefði ég einfaldlega sagt starfi mínu lausu og farið að gera eitthvað annað.  Ég myndi aldrei taka þátt í svona skítaleikriti. 

Fussum fei, það er skítafýla af þessu öllu saman.


mbl.is Tvær stjórnir - árekstur strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta má laga

Ónefndum mönnum hefur tekist að sóða hér ansi mikið út, reyndar eru ekki fordæmi fyrir mikið meiri sóðaskap í íslensku stjórnmála- og viðskiptalífi.  En eins og allir vita er alltaf hægt að laga ALLT, það ættu þær að þekkja stöllur í Allt í drasli.  Þar er skíturinn skoðaður og greindur og svo er hendur hreinlega látnar standa fram úr ermum og drullunni mokað út, draslinu raðað snyrtilega upp, svo allir viti hvar allt er og þá má vel lifa góðu lífi á áður stórkostlega óhreinu heimili.

Hér skal það sama gert.  Nú er verið að skoða skítinn og hefur miklu verið rótað upp.  Nú þarf að ráðstafa honum á rétta aðila til greiningar.  Það er mikilvægt að það gerist sem fyrst svo að menn sitji ekki bara í drullumalli og skítkasti út næsta ár.  Það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að rífast lengi um sama hlutinn.  Nú ættu menn að einbeita sér að því að FINNA LAUSN sem ALLIR geta sætt sig við og allar skyndiákvarðanir eru hér af hinum allra illsta, eins og berlega hefur komið í ljós í þessu máli hingað til.  Það gerir ekkert til þó málinu sé leyft að dala áfram aðeinsr á meðan fundin er lausn sem hefur hagsmuni HEILDARINNAR að leiðarljósi.

Rannsóknarblaðamenn; brettið upp ermarnar og vandið til verks.  Finnið sannleikann í þessu máli og birtið í aukablaði fyrir næsta sumar.  Það losnar oft um málbeinið hjá fólki þegar smá tími er liðinn frá atburðum.

Borgarstjórnarflokkar í minnihluta; skipið rannsóknarnefndir sem í sitja einungis fagmenn, hlutlausir og ótengdir þeim aðilum sem að málinu koma.  Góður tími þarf að fara í að skoða hvern og einn fyrir sig til að gæta þess að enginn rannsóknaraðila eigi neinna hagsmuna að gæta, á hvorugum vígvellinum.  Þetta er auðvitað sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að aðalsakaratriðið í þessu máli er meintur klíkuskapur.

Umboðsmaður alþingis: Það þarf enginn að segja þér hvað þú átt að gera, þú ert með það allt á hreinu og við treystum þér í þessu máli.

Almenningur: Stöndum vörð um lýðræðið og fylgjumst með málinu, EKKI GLEYMA þessu.  Sýnum samt þann þroska að vera ekki með skítkast, það er svo leikskólalegt, þetta drullumall.

Vilhjálmur og Björn Ingi: Stígið upp úr sandkassanum, farið úr pollagallanum og sýnið smá auðmýkt.  Hroki í svona aðstæðum er engum til góðs og rýrir lýðveldið.  Þegar svona mistök eiga sér stað er það auðsýnt að menn valda ekki þeirri ábyrgð sem á þá er lögð.  Þá eiga menn hreinlega að sjá SÓMA sinn í að SEGJA af sér með virðingu frekar en að hökta áfram á frekju, þrjósku og einhverri valdagræðgi.  Það er örugglega ógeðslega gaman að vera borgarstjóri og borgarfulltrúi og allt það, en það eru ekki réttindi.  Það eru fríðindi sem menn þurfa að vinna sér inn.  Ef mistökin áttu sér stað viljandi er engin spurning að menn eru þess ekki verðugir að gegna slíkum embættum og eiga að segja af sér, án umhugsunar.  Ef mistökin áttu sér stað óvart er engin spurning að menn valda ekki þessu starfi og eiga að segja af sér, án umhugsunar.  Það sem gerir menn mikla er kjarkur þeirra til að taka afleiðingum gjörða sinna.  Að lokum; takið ykkur Eyþór Arnalds til fyrirmyndar.  Hann keyrði fullur, keyrði á og stakk af frá slysstað.  Algjört klúður og óafsakanlegt fyrir mann í hans stöðu.  Það sem gerir Eyþór að meiri manni í mínum augum í dag er sú staðreynd að hann gékkst við brotinu, baðst afsökunar, iðraðist, sagði af sér, sætti sig við þann dóm sem hann fékk, fór í meðferð, tók út sína refsingu og varð svo hreinlega að betri manni.         

ALLIR: Það er alltaf hægt að TALA um allt, það þarf ekki að rífast. 

(p.s. EYÞÓR!! Þú ættir að taka þessa menn í námskeið um hvernig menn takast á við sín eigin klúður og komast út úr því með andlitið á sínum stað og meiri virðingu en áður, ekki veitir af!)


mbl.is Björn Ingi: Kauprétturinn var mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður umboðsmaður

Þrisvar sinnum á ævinni hefur mér misboðið svo yfirgangur opinberra aðila að ég hef séð mig knúna til að leita til umboðsmanns alþingis. 

Í öll þrjú skiptin tók málið eilífðartíma en endaði alltaf á sama veg:  Viðkomandi opinberum aðila var tjáð, af umboðsmanni alþingis, að þessi vinnubrögð væru ámælisverð og að honum bæri að endurskoða málið frá grunni.  Og réttlætinu var fullnægt, í hvert sinn.

Umboðsmaður stóð sig líka stórvel þegar Davíð reyndi að beita hann þrýstingi í fjölmiðlamálinu svokallaða, þarna um árið þegar allt varð vitlaust, og SKAMMAÐI karlinn OPINBERLEGA fyrir frekjuna.

Og nú stendur umboðsmaður upp og lætur heyra í sér í þessu skítamáli hér og ég segi bara: ÁFRAM UMBOÐSMAÐUR, you go girl!!  Nú skal komist til botns í þessu máli.

Og hver ætlar að taka að sér kröfugöngu að Ráðhúsinu?  Vilhjálmur og Björn Ingi segja ekki af sér, frekar en aðrir í svipaðri aðstöðu, nema múgurinn fjölmenni og GERI KRÖFU um að þeir FARI!!

 p.s. Umboðsmaður Alþingis er Hin Allra Besta Opinbera Stofnun Íslands og megi það góða fólk, sem því embætti stýra, lifa vel og lengi svo við megum öll njóta heiðarleika þeirra um ár og ævi.


mbl.is Umboðsmaður Alþingis óskar upplýsinga um REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjarta mitt grætur . . . .

 . . . . . fyrir þessum börnum og öllum öðrum börnum veraldar sem þjást hafa.  Megi góður Guð blessa þau öll Halo  .
mbl.is Inkabörn valin til fórnar ári áður en fórnarathöfnin fór fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband