Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
29.11.2007 | 10:53
Eruð þið ekki að gleyma einhverju?
Börnin fá sitt pláss, karlarnir fá sitt pláss og við konurnar verðum að gjöra svo vel og fara að versla einar því það er ekkert "pláss" í boði fyrir okkur!!
Þvílíkur og annar eins dónaskapur!! Ég er alveg hoppandi, hvínandi reið yfir þessari ósvífni!! Hvar á ég þá að hanga á meðan maðurinn minn kaupir jólagjöfina mína og verslar föt á sjálfan sig?? Í barnahorninu með börnunum?
Ég heimta þægilega, hljóðeinangraða stofu með öllum helstu tímaritunum ásamt te og kaffibar og sjónvarpi, þó það nú væri. Eitt stykki PlayStation má alveg vera þar líka, en það má sleppa ofbeldis og bílaleikjum.
Ekki mun ég stíga fæti inn í þessa verslun fyrr en búið er að setja upp slíka aðstöðu fyrir mig (og þá auðvitað um leið, allar aðrar konur)!!!
Pabbar í pössun í Hagkaupum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2007 | 09:20
Malbik er eins og kaffi
Ég hef einu sinni komið í Þórsmörk. Og þvílíkt ferðalag sem það var, hrein unun og algert ævintýri, ég mun aldrei gleyma þessum degi.
Ástæða þess að ég hef aðeins komið þangað einu sinni er sú að ég á ekki rétta farartækið. Það er pínu svekkjandi að geta ekki séð Ísland af því að ég á ekki jeppa. Mig verkjar í hjartað yfir öllum þeim stórkostlegu stöðum á Íslandi sem ég hef aldrei séð því ég á ekki jeppa. En það eru líka staðir í heiminum sem ég hef aldrei komið á því ég á ekki nógu mikinn pening. Svona er lífið. Svekkelsi við hvert fótmál. Ég er löngu búin að læra að horfa framhjá þeim og halda bara áfram með lífið þrátt fyrir þau.
En þvílíkt slys sem það væri að malbika upp í Þórsmörk eða nokkrar aðrar af okkar náttúruperlum. Það má alls ekki gerast. Ferðalagið á staðinn er alltof stór hluti upplifunarinnar af staðnum sjálfum til að svoleiðis hugleiðingar geti orðið að raunveruleika. Akstur á malbiki er ekkert upplifelsi. Það er bara eins og að drekka Brafa kaffibolla með sígarettu. Sama hvað það er gott og þægilegt og það allt, þá er það samt bara venjulega hversdagslegt.
Má alls ekki ske.
Ekki lögð malbikuð hraðbraut í Þórsmörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2007 | 09:07
Er þetta ekki misskilningur?
Bíddu nú við. Ég hélt að þetta mál snerist einfaldlega um það að kenna íslendingum svo góða ensku að þeir gætu tjáð sig skammarlaust í alþjóðlegum viðskiptum. Nærtækasta dæmið um lélega ensku, þar sem hún ætti að vera a.m.k. sæmileg, er ræða Vilhjálms Þ., fyrrverandi borgarstjóra við tendrun friðarsúlunnar. Meira að segja Björn Ingi gat ekki haldið aftur af brosinu sem stökk á varir hans við hryllilegum framburði borgarstjórans. Þetta var hið skemmtilegasta skemmtiatriði að fylgjast með.
Það dettur engum í hug að gera ensku að öðru tungumáli okkar og tala það í daglegu máli á vinnustöðum eða í skólum. Þó finnst mér það sjálfsagt mál að háskólar fái að kenna ákveðna áfanga eða fög á ensku af tveimur ástæðum:
1. Ef líkur eru á því að sú þekking sem maður nemur í sérfagi í háskóla, komi til með að nýtast manni mikið eða mest í samskiptum við erlenda aðila og/eða á erlendri grundu er engin spurning að það gefur viðkomandi mikið forskot að hafa numið þetta fag á því tungumáli sem hér um ræðir.
2. Auðveldara verður fyrir útlendinga að koma til Íslands að læra í hérlendum háskólum og ásókn þeirra myndi eflaust aukast verulega, vitandi það að hér geta þeir numið ákveðin fög á ensku.
Ég elska íslensku og íslenska er mitt mál. En það er mér lífsnauðsynlegt að kunna ensku einnig. Og ég vil kunna ensku jafnvel og mitt eigið mál, a.m.k. nálægt því. Góð enskukunnátta mín kemur á engan hátt niður á íslenskunni minni svo ég skil ekki hvað er athugavert við það að ég hafi kost á því að læra ensku á aðeins hærra plani með því t.d. að velja ákveðna áfanga í háskóla sem ég veit að koma til með að nýtast mér betur á ensku en íslensku.
Vigdís ósátt við skilaboð um tvítyngi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2007 | 21:32
Til hamingju íslendingar!
Loksins samlagði útlendingur sig svo íslensku þjóðfélagi að hann VAR KOSINN á þing fyrir hönd okkar hinna. Er það ekki akkúrat málið með þessa blessuðu útlendinga? Að þeir samlagist þjóðfélaginu og verði eins og við. Eru þá ekki allir sáttir? Það er kannski skýringin á því að útlendingahatararnir hafa ekki haft sig mikið í frammi hér á þessu bloggi. Önnur skýring gæti líka verið sú að hér blogga flestir undir nafni og því fáir sem þora að láta andstyggð sína á þessum "hroðalega glæp" í ljós opinberlega.
Ég segi hinsvegar (undir huldu) til hamingju Paul, til hamingju allir útlendingar á íslandi, til hamingju allir íslendingar, til hamingju ég og minn maður og mín börn.
SVONA Á ÞETTA AÐ VERA!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2007 | 10:00
Dö
Finnski fjöldamorðinginn eftirherma? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2007 | 09:58
Tannlæknalistinn
Ég er búin að prenta út tannlæknalistann á vef Neytendasamtakanna. Ekki þennan yfir þá sem ekki vildu vera memm, heldur hinn. Með verðunum.
Takk Neytendasamtök, nú þarf ég ekki að hringja 10 símtöl án þess að vera nokkru nær í hvert sinn sem einhver fjölskyldumeðlimur þarf að fara til tannsa, nú verður bara dreginn fram listinn og valið eftir verði
Og af því að ég er komin með þennan fína lista þá nenni ég ekki lengur að eyða minni dýrmætu orku í að bölsótast yfir tannlæknum, nú er það bara þeirra mál að eiga þennan óheiðarleika sinn við sinn Guð og/eða samvisku, hvort heldur sem þeir eiga, ef þeir eiga þá annaðhvort.
Ég get þá farið að bölsótast yfir öðrum hlutum sem þarfnast bölsótunnar við.
Tannlæknar sætta sig ekki við verðlagseftirlit TR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2007 | 09:52
Þetta gerðist ekki
Belja féll af himnum ofan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2007 | 11:21
Hafa þær nokkuð lesið Egilssögu ...
Aldrei upplifað annan eins dónaskap og hroka" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.11.2007 | 21:48
Blómaval Blekkir
Í blaðinu í morgun var nóvemberkaktus auglýstur á kr. 590 í Garðheimum. Mynd fylgdi og var hún af smáu blómi, ekkert sérlega glæsilegu. Ákvað þó samt að kaupa einn því ég var of sein til þess í fyrra. Nokkrum blaðsíðum síðar var svo samskonar auglýsing frá Blómaval, nema verðið var ekki nema kr. 199 og plantan á myndinni var stór og flott. Ég var ekki lengi að gleyma Garðheimablóminu og ákvað að skella mér í Blómaval.
Þegar ég er svo að leggja bílnum fyrir framan verslunina hvarflar allt í einu að mér að það geti hreinlega ekki verið að þeir séu að selja svona flotta plöntu á þessu verði, þetta væri bara allt of gott til að vera satt. En hugsaði sem svo að kannski væri þetta "opnunartilboð", fyrstu nóvemberkaktusarnir að koma í hús og þeir að launa viðskiptavinum sínum fyrir að koma í Blómaval.
Það var bara ein leið til að komast að því og fer því inn í búðina, þar blasa þessar elskur við um leið og maður kemur inn úr dyrunum, þessi líka litlu grey, þarna fremst á útstillingarpallinum; svo smáir að þeir kæmust í hanskann manns og ekki enn farnir að blómstra. Svo rek ég augun í verðlistann og þá eru fjögur verð í gangi, það ódýrasta kr. 199 fyrir þessi litlu grey semsagt. Ég hafði ekki einu sinni fyrir því að skoða hin verðin, ég varð svo fjúkandi reið yfir þessari ósvífni og vatt mér að afgreiðslustúlkum sem þarna voru og benti þeim á að þetta væri hreinlega blekking. Þær bentu mér þá á það á móti að í auglýsingunni hefði staðið FRÁ 199 krónum og hana nú.
Það er semsagt siðferðislega rétt að blekkja viðskiptavininn með því að auglýsa saman stærsta og flottasta kaktusinn og lægsta verðið og taka svo bara fram (í smáa letrinu) að verðið væri frá.
Ég er ekki á því og því gékk ég út úr búðinni án þess að kaupa nóvemberkaktusinn í Blómaval. Á morgun ætla ég svo í Garðheima til að sjá hvort plantan sem var á myndinni í blaðinu kosti kr. 590 eða hvort þeir séu að stunda sama blekkingarleikinn.
Aðra sögu vil ég líka segja af viðskiptum mínum við Blómaval. Fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan fór ég þangað með manninum mínum og var meiningin að kaupa stóran glervasa sem hafði staðið lengi á borði með hlutum þar sem allt var auglýst með 70% afslætti, átti vasinn að vera kominn niður í 2000 kall eða eitthvað slíkt. Þegar við komum inn í búðina eru hillur á hægri hönd og inni á milli þeirra, með reglulegu millibili eru borð með hinum og þessum vörum. Á borðunum voru svo miðar frá versluninni sem auglýstu 70% afslátt á öllu sem á þeim var. Við fundum vasann okkar, á einu þessara borða og fórum með hann að kassanum. Þá kostar hann allt í einu 7.000 krónur. Við sættum okkur auðvitað ekki við þetta og bentum afgreiðsludömunni á það að hann hefði verið á afslætti og fór hún til að kanna málið. Kom svo til baka nokkrum mínútum síðar og sagði það misskilning hjá okkur, það væri enginn afsláttur. Við fórum með hana aftur að afsláttarborðinu til að sýna henni miðann og var þar fyrir starfskona, væntanlega deildarstjóri eða verslunarstjóri, allavega hagaði hún sér voðalega valdslega. Við gengum bæði beint að borðinu þar sem vasinn hafði staðið og viti menn, miðinn með afslættinum var horfinn og deildarstjórinn horfir á okkur og segir: "sko, enginn afsláttur". Ég benti henni þá á það að hún héldi á honum í hendinni, sem hún gerði, var búin að brjóta hann saman, hefur greinilega rétt verið búin að taka hann af borðinu þegar við komum og ekki verið búin að losa sig við hann. Hún varð vandræðaleg og sagðist hafa fundið hann í körfu á gólfinu, ég sagði að mér væri alveg sama hvar hún hefði fundið hann. Við sáum hann á borðinu og því gilti afslátturinn. Einnig var það furðu fljótt að gerast, á 5 mínútum frá því við gengum inn í búðina, tókum vasann og komumst að kassanum, var bæði búið að fjarlægja afsláttarmiðann og breyta verðinu í kassanum! Án þess að orðlengja það neitt frekar fengum við vasann með afslættinum sem við höfðum séð auglýstan.
En eftir þessa síðustu uppákomu með nóvemberkaktusinn þá er það alveg greinilegt að það þýðir ekkert að treysta markaðssetningu Blómavals, ég efast um að ég fari þangað aftur að versla.
Þetta er eins og verðkönnun Krónunnar, sem þeir hafa látið prenta á risaspjöld og hengja upp í búðunum hjá sér: Krónan ER ódýrust!! En svo er ekki eitt orð um nákvæmlega hvaða vörur voru í innkapakörfunni eða hvaða verslanir voru með í þessari könnun. Mér finnst það mikil móðgun að forsvarsmenn þessara verslana haldi að maður sé svo heimskur að maður trúi hverju sem er og kaupi allt sem þeir segja.
Kerfisbundið haft áhrif á verðkannanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2007 | 16:52
Enga nísku Garðbæingar!
Tímið þið ekki að splæsa á utanlandsferð fyrir eitt skitið sýni?
Við verðum auðvitað að VITA hvort kýrin sé enn smituð eður ei, það er auðvitað vítavert kæruleysi að láta þetta liggja á milli hluta.
Hvað ef gröfukall í Garðabænum fær allt í einu miltisbrand? Þá segja allir, ja hann hlýtur að hafa smitast af gömlu beljunni, þarna í gröfinni og láta það gott heita bara og gera enga tilraun til að finna út nákvæmlega HVERNIG hann smitaðist.
En sannleikurinn er kannski sá að gamla beljan var ekki með miltisbrand og því smitaðist gröfukallinn ekki af henni heldur einhverjum öðrum og þá er einhver smitberi þarna úti að smita fleiri á meðan enginn leitar hans því það halda allir að hann sé gömul belja sem búið er að brenna!!
Rétt skal vera rétt og þegar við erum farin að tala um mannslíf þá SKAL rétt vera rétt. Kostar kannski eitthvað að taka sýni úr hræinu og GEYMA það á góðum stað, svona just in case? Þið vitið að það verður of seint þegar búið er að BRENNA hræið!!
Viðbúnaður vegna gruns um miltisbrandssmit í Garðabæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)